Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2016, Side 18

Ægir - 01.07.2016, Side 18
18 Starfsemin hófst fyrir 20 árum í fram-leiðslu á tröllakössum. Síðan hefur umfangið og vöruframboðið marg- faldast. Á yfirstandandi makrílvertíð fór mikið magn af makríl í umbúðir frá fyrirtækinu, sem nú þjónustar allar helstu framleiðslugreinar í íslensku atvinnulífi. Allt frá pakkningum fyrir lyf upp í stærstu umbúðir og nánast allt þar á milli. Líklegt er að finna megi umbúðir eða vörumerkingar frá fyrirtækinu í ísskápum landsmanna. Fyrirtækið Samhentir – Vörumerking er stærst á sínu sviði á Ís- landi. „Við erum með nánast allt í umbúðum og vörumerkingum. Með heildarlausnir fyrir stóra og smáa,“ segir Bjarni Hrafns- son, rekstrarstjóri Samhentra og Vöru- merkingar. Hann segir nafnið Samhentir lýsa vel starfseminni og fólkinu sem hjá fyrirtækinu vinnur. Allt í einum pakka „Við vinnum með sterkustu birgjum á hverju sviði. International Paper er t.a.m. stærsti framleiðandi á pappír í heiminum. Einnig er Ds Smith og Smurfit Kappa mjög stórir í Evrópu. Fyrir vikið getum við boðið viðskiptavinum okkar heildarlausnir, nýj- ungar, tryggt gæði, sanngjarnt verð og ör- ugga afhendingu. Ef við erum til að mynda að senda öskjur eða kassa til kaupenda fylgir þeim oftast rekstrarvara, til dæmis stígvél, vettlingar, bindiborðar og pökkun- arplast, ef verið er að ræða um matvæla- framleiðslu, hvort sem er í sjávarútvegi eða landbúnaði. Rekstrarvaran er sett ofan á brettin þannig að þessar vörur eru ekki fluttar sér og þannig sparast gífurlegur peningur í flutningum. Auk þess er þetta mikið hagræði fyrir viðskiptavininn að geta keypt allt á einum stað og fengið allt í einum pakka. Svo erum við með mjög stór- an lager og getum brugðist hratt við óskum viðskiptavina. Verksmiðjur okkar erlendis eru nálægt mikilvægum flutningahöfnum eins og Rotterdam og Árósum. Því er jafn- vel hægt að redda hlutunum hérna á innan við viku og allt niður í þrjá daga. Við erum með samninga við mörg stór fyrirtæki um lageringu og heildarlausnir. Við höldum lagerinn og þeir taka blandaðar pantanir út af honum, sem er ótvíræður kostur fyrir viðskiptavinina,“ segir Bjarni. Yfir 200 birgjar um allan heim Bjarni bauð blaðamanni í skoðunarferð um fyrirtækið sem hófst í Vörumerkingu. Þar er fullkominn tækjabúnaður sem framleitt getur nánast hvaða merkingar sem er. Síðan lá leiðin í gegnum hverja deildina af annarri. Umbúðir, tæki og fylgi- hlutir fyrir fiskvinnslu, kjötvinnslu, bakarí, hótel og mötuneyti. Hverju bretti af um- búðum getur fylgt allt sem viðskiptavinur- inn þarf á að halda, bara að nefna það. Eft- ir þá yfirferð er greinilega fátt eða ekkert sem fyrirtækið getur ekki útvegað við- skiptavinum sínum. „Við erum þjónustufyrirtæki sem út- vegar það sem viðskiptavinurinn þarfnast. Ef það er ekki til hér er bara farið í að finna það. Við höfum í gegnum tíðina byggt upp net yfir 200 birgja vítt og breitt um veröld- ina. Stór hluti af þeim vörum sem við erum að selja er ekki hægt að framleiða á Ís- landi. Við kaupum þær inn í miklu magni og þar af leiðandi á lægra verði og bjóðum kaupendum hér heima sem geta þá fengið allt á einum og sama staðnum.“ Samhentir kaupa Frjó Nýjasta viðbótin í flóruna eru kaup Sam- hentra á umbúðafyrirtækinu Frjó. „Við er- um með allt í umbúðunum og fylgihlutum af öllu mögulegu tagi og víkkum nú út starfsemina með þjónustu við garðyrkjuna með kaupunum á fyrirtækinu Frjó. Grunn- urinn að þessum kaupum er að auka þjón- ustu við landbúnaðinn líka og þá má segja að við séum búnir að loka hringnum. Nú erum við í öllum helstu geirum íslensks at- vinnulífs. Okkar birgar hafa upp á að bjóða heilmargt sem við getum heimfært upp á landbúnaðinn. Það verður gaman að tak- ast á við það,“ segir Bjarni Hrafnsson. Samhentir – Vörumerking í stöðugri sókn Bjarni Hrafnsson, rekstrarstjóri Samhentra og Vörumerkingar, segir nafnið Samhentir lýsa vel starfseminni og fólkinu sem hjá fyrirtækinu vinnur. samhentir.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.