Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 34
34
Íslyft & Steinbock-þjónustan voru stofn-uð 1972 og var fyrsta fyrirtækið á Ís-landi sem sérhæfði sig í þjónustu á lyft-
urum. Félagið er umboðs- og söluaðili lyft-
ara frá þýska framleiðandanum Linde. „Ís-
lyft hefur verið markaðsleiðandi í sölu á
lyfturum á Íslandi tuttugu ár í röð og vill
fyrirtækið nota tækifærið og þakka við-
skiptavinum frábært samstarf og þakka
það traust sem þeir hafa sýnt,“ segir Pétur
Svavarsson sölumaður hjá Íslyft.
„Þessi mikli vöxtur í sölu og þjónustu á
lyfturum hefur leitt af sér auknar kröfur
um hækkandi þjónustustig en erfitt hefur
verið að fá þjálfaða fagmenn í þau störf.
Það voru því mikil gleðitíðindi í sumar
þegar Íslyft og Hraðberg sameinuðu krafta
sína undir nafni Íslyft og við það fengum
við í lið með okkur þrautþjálfaða viðgerð-
ar- og þjónustumenn með áratuga reynslu
í viðgerðum á lyfturum. Í gegnum tíðina
hefur ávallt verið góð samvinna og traust
milli þessara félaga og væntum við mikils
af þessari sameiningu. Eftir hana eru
starfsmenn Íslyft tæplega 40 með 15 þjón-
ustubíla.“
Rafmagns- og dísellyftarar
frá Linde
Á sýningunni Sjávarútvegur 2016 sýnir Ís-
lyft nokkra rafmagns- og dísellyftara frá
Linde. Það helsta sem einkennir Linde raf-
magnslyftarann eru tveir vatnsheldir
(IP65) drifmótorar, spólvörn, stýrisbiti inn-
byggður upp í þyngdarklossa, algerlega
vatnsheldar rafstýringar (IP65), bremsur í
olíubaði, toppásettir hallatjakkar, sjálfvirk
handbremsa, (rofi) og fjöðrun/dempun á
framöxli.
„Linde dísellyftarann þarf vart að
kynna, þvílíkur yfirburðarlyftari sem hann
er. Búinn hydróstatísku drifi, fjöðrun á dri-
föxli, toppásettum hallatjökkum og fram-
úrskrandi ökumannshúsi. Eins munum við
frumsýna nýjan lyftara frá Merlo, „Merlo
27.6“ sem er með 2,7 tonna lyftugetu með
6 metra bómu. Merlo er þekkt fyrir mjög
rúmgóð ökumannshús í þessum stærðar-
flokki skotbómulyftara. Ekki má gleyma
hinu óviðjafnanlega útsýni sem Merlo
býður upp á umfram aðra framleiðendur.
Einnig munum við sýna hinn byltingar-
kennda Merlo MF 42.7 skotbómulyftara
sem hentar bæði í landbúnaði, sjávarút-
vegi og sem þjónustutæki fyrir bæjarfélög.
Hann er búinn MCVTRONIC hydrósta-
tískri skiptingu, þrítengibeisli, aflúrtaki,
loftdempun á ökumannshúsi, dempun í
bómu, fullkomnu vigtarkerfi og rúmgóðu
ökumannshúsi með sæti með loftfjöðrun,“
segir Pétur.
Merlo er annar af tveimur stærstu
framleiðendum á skotbómulyfturum en
árleg framleiðsla þeirra er rúmlega 6.000
tæki. Það sem einkennir Merlo er hversu
bóman liggur lágt í þeim sem gefur betra
útsýni fram á gaffla en í nokkurri annarri
gerð af skotbómulyfturum. Eins notar
Merlo hydróstatískan drifbúnað í öll sín
tæki.
Goupil rafmagnsbílar
„Við munum líka sýna Goupil rafmagns-
bíla en þeir hafa verið mest seldu raf-
magnsbílar á Íslandi síðustu ár. Notagildi
Goupil rafmagnsbíla eru engin takmörk
sett og eru þeir t.d. upplagðir sem þjón-
ustubílar fyrir sjávarútveginn. Goupil var
stofnað 1996 en kom með G3 bílinn sem
Íslyft – söluhæstir í 20 ár
Linde lyftarar eru víða í íslenskum sjávarútvegi og eru þeir í boði bæði dísel- og rafknúnir.