Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 26
26
Fyrirtækið Marás eru umsvifamikið í sölu sjálfvirks stjórnbúnaðar fyrir togvindur, „autotroll“ frá Scantrol í
Noregi. Búnaðurinn, sem kallast „SCAN-
TROL ISYM“, er þegar í fjölmörgum ís-
lenskum fiskiskipum og verður um borð í
fjórum skipum, sem nú er verið að smíða
erlendis, þremur fyrir Samherja og einu
fyrir Fisk Seafood. Í þessum skipum eru
einnig aðalvélar frá Yanmar sem Marás
hefur umboð fyrir. „Við erum bæði að selja
þennan búnað hérna og þjónusta notend-
ur hans og höfum selt í töluverðan fjölda
skipa hér heima,“ segir Þorkell Guð-
mundsson, sérfræðingur í Scantrol.
Búnaður í nýju skipin
„Töluvert er um að við seljum Scantrol í
eldri skip sem hafa verið með eldri stjórn-
búnað eða jafnvel engan. Svo erum við
sömuleiðis að selja búnaðinn um borð í
nýsmíðar og hann verður um borð í fjórum
skipum sem nú er verið að smíða erlendis
fyrir Íslendinga, þrjú fyrir Samherja og eitt
fyrir Fisk Seafood. Þar mun Scantrol
stjórna rafmagnsvindum. Þetta er búnaður
sem hefur sannað notagildi sitt og reynst
mjög vel. Menn eru bæði ánægðir með að
nota hann og bilanir afar fátíðar. „Scantrol
búnaður er í fiskiskipum um allan heim,
en þó Ísland sé okkar sölusvæði fer þjón-
usta okkar fram víða um heiminn“, segir
Þorkell. Kerfið verður sýnt á sýningunni
Sjávarútvegur 2016 í lok september.
Auk þess að stýra togvindunum býður
Scantrol „SCANTROL ISPOOL“ búnað sem
stýrir vírunum inn á tromluna. Sé Scantrol
stjórnbúnaður fyrir í skipinu er hægt að
samtengja hann og vírastýribúnaðinn.
Algjörlega sjálfvirkt
„Þetta kerfi virkar þannig að þegar verið
er að veiðum með hefðbundið troll byrja
menn á að slaka trollinu út í sjó á fjarstýr-
ingu, kannski fyrstu 20 til 40 metrana. Síð-
an tekur stýrikerfið við og rennir trollinu
út í þá lengd sem ákveðin hefur verið og
skiptir þá sjálfkrafa yfir í togprógramm.
Það stjórnar svo vindunum þannig að allt-
af sé jafnvægi milli stjór og bak, óháð því
hvort verið er að toga beint eða snúa. Kerf-
ið sér um að halda sem bestu jafnvægi á
milli til að halda sem mestri opnun á troll-
inu. Það gerist algjörlega sjálfvirkt, en auð-
vitað eru ýmsar stillingar sem menn geta
sett inn til að ná einhverjum ákveðnum
punktum.
Grunnvirknin er sú að kerfið sér algjör-
lega um að halda trollinu sem allra mest
opnu fyrir aftan skipið. Þegar á að hífa er
ýtt á takka á skjánum og hífir kerfið trollið
inn sjálfkrafa og stoppar þar sem það tók
við, þegar trollið var látið fara. Maðurinn í
brúnni tekur þá við með fjarstýringunni og
klárar ferlið þaðan. Svona vinnur þetta í
grunninn; stjórnar öllu ferlinu frá því troll-
ið er komið í sjóinn og þar til það er komið
upp að skipinu á ný,“ segir Þorkell.
Algjörlega sjálfvirkur stjórnbúnaður
fyrir togvindur frá Scantrol
Þorkell Guðmundsson, sérfræðingur í Scantrol hjá Marás við eina af Yanmar vélunum, sem fyrirtækið er að selja.
maras.is