Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 100
100
Fyrirtækið MD vélar, sem hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við dönsku fyrirtækin PJ Diesel Engine-
ering AS og PJ Woodward Controls & Injec-
tion Systems, gerði á dögunum nýja sam-
starfssamninga við dönsku fyrirtækin.
Hjalti Sigfússon, eigandi MD véla, segir
tryggja enn öflugri þjónustu fyrirtækisins
hér á landi hvað varðar túrbínur, gagnráða
og ýmislegt fleira sem lýtur að vélbúnaði,
bæði á sjó og á landi.
Þó um sé að ræða aðskilda samninga
eru dönsku fyrirtækin nátengd, þ.e. PJ Wo-
odvard Controls & Injection Systems er
deild innan PJ Diesel Engineering AS. „Við
höfum í áratugi verið í góðu samstarfi við
PJ Diesel en nú aukum við það enn frekar,
sem og umsvifin í túrbínum og Woodward
gangráðum,“ segir Hjalti en PJ Diesel var
stofnað í Danmörku árið 1978 og sérhæfir
sig í endurbyggingu og framleiðslu á hlut-
um í dísel vélar, túrbínur og og ýmsa aðra
vélarhluti. Sérhæfing PJ Diesel snýr m.a.
að endurbyggingum á túrbínum fyrir skip
og hafa MD vélar einkaleyfi til sölu á vél-
búnaði frá PJ Diesel hér á landi og í Fær-
eyjum, býður upp á varahluti í túrbínur,
viðgerðarþjónustu og endurbyggingar á
túrbínum.
Með samningnum við PJ Woodward
tryggja MD vélar sér einkaleyfi til sölu
búnaðar fyrirtækisins hér á landi en
Woodward gagnráðar eru notaði í vélbún-
aði skipa, virkjana og víðar þar sem stærri
vélar koma við sögu. Einnig annast MD
vélar viðhald, varahlutaþjónustu og ráð-
gjöf fyrir notendur búnaðar frá PJ Woodw-
ard hér á landi.
Víðtækari
þjónusta hjá
MD vélum
Kári Jónsson, vélvirki hjá MD
vélum, á verkstæði fyrirtækisins
á Vagnhöfða í Reykjavík.
mdvelar.is
Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is
REYNSLA – ÞEKKING – RÁÐGJÖF
Viðhalds- og varahlutaþjónusta
Sérhæft viðgerðaverkstæði
... í þjónustu við útgerðina
BUSINESS PARTNER