Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 22
Fyrr á þessu ári gekk Hampiðjan frá kaupum á Voninni í Færeyjum en með þeim tvöfaldast stærð Hamp-
iðjunnar. Samstæðan er nú væntanlega
stærsta fyrirtæki heims í veiðarfæragerð
með afar víðfeðmt markaðssvæði og 35
starfsstöðvar í tólf löndum. Ægir ræddi
við Hjört Erlendsson, forstjóra Hampiðj-
unnar.
Sterkari saman
„Starfsemi Hampiðjunnar og Vonarinnar
fellur afar vel saman þótt bæði fyrirtækin
starfi aðallega á N-Atlandshafi. Þannig
hefur Vonin fyrst og fremst sinnt Færeyj-
um, Grænlandi og Noregi en Hampiðjan
Íslandi, Danmörku, Írlandi og Bandaríkj-
unum. Bæði fyrirtækin hafa svo lítil neta-
verkstæði á Nýfundnalandi.
Í Siauliai í Litháen er Hampiðjan svo
með fyrirtækið Hampidjan Baltic sem
framleiðir efni til veiðarfæragerðar, net,
tóg og ofurtóg. Þess má geta að Vonin hef-
ur nýlega sett upp stórt netaverkstæði í
sama bæ og það gæti því ekki passað betur
saman. Að auki er Hampiðjan með fyrir-
tæki á Nýja Sjálandi, í Australíu og Rúss-
landi,“ segir Hjörtur.
Landfræðilega falla fyrirtækin afar vel
að hvort öðru og ekki síður í vöruúrvali
því Vonin hefur mikla þekkingu og getu í
þjónustu og útbúnaði fyrir fiskeldi og hef-
ur góða markaðsstöðu á því sviði, bæði í
Færeyjum og Noregi. „Það er mikilvægt
því aðstæður fyrir fiskeldi eru sérstaklega
erfiðar í Færeyjum og því eru fiskeldiskví-
arnar aðlagaðar vondu verðurfari eins og
oft er hér á Íslandi.“
Sjálfstæð dótturfyrirtæki
Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar njóta mik-
ils sjálfstæðis og Vonin verður ekki undan-
tekning frá því. Þannig mun markaðstarf-
semi Vonarinnar á Íslandi verða óbreytt og
viðskiptavinir félaganna geta valið að vild
á milli þess sem þau bjóða og nú með
þeirri fullvissu að veiðarfærin verði þjón-
ustuð eins og best verður á kosið þar sem
Hampiðjan Group og Vonin hafa netaverk-
stæði.
„Stækkun Hampiðjusamstæðunnar
þýðir því betri og viðtækari þjónusta og
samanlögð stærð félaganna gefur einnig
tækifæri til að ná hagstæðum innkaupum
sem síðan skilar sér í betri kjörum fyrir
þær útgerðir sem fyrirtækin þjónusta.“
Mikil vöruþróun
Vöruþróun hefur verið öflug innan bæði
Hampiðjunnar og Vonarinnar og eflist nú
enn frekar því aukin áhersla hefur verið
sett á frekari þróun, bæði í efnum til veið-
arfæragerðar og í hönnun veiðarfæra.
„Þar er af mörgu að taka og áhugaverð-
ar hugmyndir eru svo margar að erfitt er
stundum að velja hvað skuli hafa forgang
á hverjum tíma. Það er sannarlega jákvætt
viðfangsefni og gefur vonir um að hægt
verði að kynna markverðar nýjungar á
næstu árum til að bæta enn frekar hag-
kvæmni í veiðum og vinnslu,“ segir Hjört-
ur Erlendsson að lokum.
Hampiðjan
stækkar og eflist
Hjörtur Erlendsson við fiskeldiskvíar
Bakkafrosts í Fuglafirði í Færeyjum
en Vonin hefur framleitt og þjónustað
kvíar fyrir Bakkafrost um árabil.
hampidjan.is
22