Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 166
166
Þjónusta við sjávarútveg og iðnað hefur verið stór þáttur í starfsemi Kemi ehf. frá upphafi. Fyrirtækið
býður meðal annars upp á smurefni frá
Interflon sem notuð eru við krefjandi að-
stæður. Þær vörur hafa reynst vel og eru
mikið notaðar af íslenskum vélstjórum og
má þar sérstaklega nefna smurefnið Fin
Lube. „Í upphafi beindust áherslur okkar
fyrst og síðast að sjávarútvegi, landbúnaði
og iðnaði með sölu á smur- og hreinsiefn-
um. Með tímanum hefur fyrirtækið stækk-
að, vöruframboðið er breiðara og þjónust-
an fjölbreyttari. Það hefur orðið mjög mikil
vakning hvað varðar viðhaldskostnað hjá
fyrirtækjum og reynum við eftir fremsta
megni að leiðbeina okkar viðskiptavinum
varðandi val á réttum smurefnum og
hreinsiefnum“ segir Reynir Óli Reynisson,
sölustjóri fyrirtækisins.
Öryggisvörur og sérhæfð efni
Kemi er með verslun og vöruhús að
Tunguhálsi 10 og alla aðra starfsemi fyrir-
tækisins. „Einnig erum við með heimasíð-
una kemi.is sem gefur okkur möguleika á
því að veita enn betri þjónustu eins og
okkur er mikið í mun. Talsverð viðskipti
fara nú í gegnum vefsíðuna sem er til hag-
ræðingar fyrir alla,“ segir Reynir Óli.
Ef horft er til vöruframboðs Kemi má
nefna öryggisvörur frá 3M sem eru þekkt-
ar af gæðum, t.d. lím, límbönd, slípivörur,
rafsuðuhjálma (Speedglas), Loctite lím og
efnavörur. Í Interflon vörulínunni eru sér-
hæfð smurefni sem byggjast á MicPol
tækni og Teflon hráefninu, t.d. þurrsmurn-
ing, vatnsþolin smurefni og smurfeiti,
bæði venjuleg sem og matvælavottuð
smurefni. Einnig er fyrirtækið með smur-
olíur, glussa, frostlög og smurefni frá Total-
Elf, Irving Oil og 77 lubricants. Í hreinsi-
efnum fyrir matvælaiðnað er Kemi með
vörur frá Novadan sem bjóða uppá alhliða
hreinsi- og sótthreinsilausnir. Einnig eru á
boðstólum iðnaðar- og olíuhreinsiefni, t.d.
NAUTILUS olíu- og sóthreinsir frá Ide
Kemi sem er vatnsblandanlegt efni. Sömu-
leiðis má nefna Plum handhreinsiefni og
augnskol. „Það má segja að ef þig vanti
efni í brúsa þá höfum við lausnina,“ segir
Reynir Óli.
Staðið ströngustu próf
Þjónusta Kemi er fjölþætt og nær í seinni
tíð til fleiri þátta en áður gerðist. Starfs-
menn Kemi veita sömuleiðis góð ráð um
val á efnum og leiðbeiningar um notkun
örvera til niðurbrots í frárennslislögnum,
fitugildrum og rotþróm. Svona má áfram
telja. „Sölumenn Kemi búa yfir mikilli
þekkingu og margra ára reynslu af þessum
vörum ásamt því að hafa sótt námskeið hjá
birgjum erlendis. Þá erum við með raf-
drifnar smursprautur, olíusugur, ryðfría
smurnippla, könnur, tunnudælur og fleira
frá LUMAX, gæðavörur sem hafa staðist
ströngustu próf framleiðenda og reynst vel
á markaði,“ segir Reynir Óli.
„Við erum alltaf að auka úrval okkar á
vörum tengdum sjávarútvegi og iðnaði.
Við vitum að fyrirbyggjandi viðhald er
mjög mikilvægt hjá öllum sem standa í at-
vinnurekstri og ennþá mikilvægara nú í
dag en áður. Að lokum vil ég minna á
heimasíðuna okkar og bið þig lesandi góð-
ur um að vera í sambandi varðandi lausnir
frá okkur.“
Gæðavörur
og góð þjónusta
hjá Kemi
Á myndinni eru frá vinstri: Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri, Eiríkur Jóns-
son sölufulltrúi, Lúðvík Matthíasson viðskiptastjóri, Haukur Hauksson verslunar-
stjóri og Reynir Óli Reynisson sölustjóri.
kemi.is