Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 15
15
Velkomin í bás B-20
„Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að
koma og heimsækja okkur á sýningunni í
bás B-20 til að sjá þær nýjungar sem við
bjóðum upp á þar. Samkeppni er af hinu
góða og á alltaf rétt á sér. En einhvern veg-
inn held ég að það sé ekki grunvöllur fyrir
tvær stórar sýningar á hverju þriggja ára
tímabili og trúi illa að báðar sýningarnar
muni lifa. Ekki ætla ég að spá um það hvor
þeirra verði ofan á fyrir ekki stærri markað
en við höfum hér á Íslandi. Þessar sýningar
eru orðin mjög dýr markaðstæki og því er
það jákvætt að okkur sé gert kleift að sýna á
lægra verði en áður af íslenskum aðilum, en
svo á eftir að koma í ljós hvernig tekst til
með markaðssetningu á sýningunni sér-
staklega erlendis og hvernig aðsóknin verð-
ur. Frost tekur þátt í sýningum hér á Íslandi,
Brussel, í Færeyjum og nú í ágúst tókum við
þátt í sjávarútvegssýningunni í Þrándheimi
með samstarfsaðilum okkar í Noregi. Það
var lukkuleg sýning, sem skilaði okkur álit-
legum verkefnum,“ segir Guðmundur.
Tvær verksmiðjur fyrir
uppsjávarfisk
Miklar annir eru hjá Kælismiðjunni Frost
þessa dagana. Fyrirtækið er að vinna að
lokafrágangi á stórri vinnslu hjá Vinnslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum, þar sem verið
er að setja upp viðbótarfrystingu með af-
kastagetu upp á 450 tonn af uppsjávarfiski
á sólarhring í nýjum blástursfrystum. Það er
hin svokallaða norska aðferð, en verksmiðj-
an er að fara í gang þessa dagana.
„Jafnframt því erum við í samstarfi við
Skagann og Rafeyri að reisa gríðarstóra
verksmiðju fyrir uppsjávarfisk hjá Eskju á
Eskifirði. Hún á að afkasta í fyrstu lotu 850
tonnum af uppsjávarfiski á sólarhring. Sú
verksmiðja verður væntanlega gangsett um
miðjan nóvember og er mjög mikið og krefj-
andi verkefni.
Við erum einnig að hefja uppsetningu á
nýrri bolfiskvinnslu fyrir HB Granda á
Vopnafirði. Það eru afskaplega jákvæð og
skemmtileg tíðindi að þar sé verið að hefja
bolfiskvinnslu á ný. Þá erum við að fara
setja upp ammoníak frystikerfi og nýjan
lausfrysti fyrir Ísfisk í Kópavogi,“ segir Guð-
mundur.
Setja niður frystibúnað í 5 frystiskip
„Við erum einnig að endurnýja frystikerfi í
einu verksmiðjuskipi á Las Palmas á Kanar-
íeyjum og svo erum við að hefja uppsetn-
ingu á frystikerfi fyrir nýtt skip fyrir kanad-
íska útgerð. Það er smíðað í Rúmeníu en
lokafrágangur fer fram í Noregi og við setj-
um búnaðinn niður þar. Þetta eru nokkur
nýmæli fyrir okkur því í þessum stóru er-
lendu verkefnum í nýsmíðum höfum við
venjulega verið að hanna og selja búnaðinn
og verið með eftirlit með niðursetningu en
ekki séð um hana sjálfir eins og við gerum
nú. Alls eru það fimm frystiskip sem við
höfum hannað búnað fyrir og sjáum síðan
um niðursetningu á næstu misserum, þetta
kanadíska, tvö fyrir Þýskaland, eitt til Spán-
ar og eitt fyrir Frakka.
Þessu til viðbótar erum við að afhenda
kælibúnað í sjö ísfisktogara fyrir íslensk fyr-
irtæki; þrjú fyrir Samherja, eitt fyrir Fisk
Seafood og þrjú fyrir HB Granda. Við mun-
um starta upp fyrstu kerfunum seinna í
þessum mánuði, en skipin verða afhent á
næsta ári.
Því má því segja að meira en nóg er að
gera. Það hafa verið annasamir dagar allt
þetta ár og verða út árið og eins og við
sjáum fram á næsta ár verða svipaðar annir.
Starfsmenn okkar eru rúmlega 50 en við
höfum einnig leigt til okkar innlenda og er-
lenda verktaka til að létta á okkur,“ segir
Guðmundur Hannesson.
Kælismiðjan Frost mun senn afhenda kælibúnað í sjö ísfisktogara fyrir íslensk fyrirtæki sem verða afhent á næsta
ári. Að auki er verið að hanna og setja niður búnað í fimm frystiskip fyrir erlenda aðila.
frost.is