Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 60
60
Þjónusta við sjávarútveg er meðal mikilvægustu þátta í starfsemi Odda, prentunar og umbúða, en
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs Odda segir,
fyrirtækið eina innlenda framleiðandann
á plastumbúðum úr mjúku plasti og
bylgjupappa. Oddi framleiðir og selur
pappa- og plastumbúðir fyrir sjávarútveg-
inn. Þess utan nýta fyrirtæki í sjávarút-
vegi, líkt og öðrum atvinnugreinum, alla
almenna prentþjónustu sem Oddi veitir en
sem kunnugt er er fyrirtækið ein stærsta
og best búna prent-
smiðja landsins.
Lagað að sér-
þörfum við-
skiptavina
„Við framleið-
um bæði
pappa- og
mjúkplastum-
búðir fyrir
sjávarútveginn
og erum með teymi sem sérhæfir sig í að
koma til móts við þarfir viðskiptavina í
sjávarútvegi. Einnig búum við vel að því
að vera með framleiðsluna innan okkar
veggja sem gerir okkur kleift að vera stöð-
ugt að þróa okkar vöruval – bæði í eigin
framleiðslu sem og í innflutningi á umbúð-
um sem við framleiðum ekki sjálf,“ segir
Kristján Geir. Hann segir framleiðslu fyrir
greinina mjög fjölbreytta og á þann hátt
fylgi hún sama takti og er í greininni
hverju sinni. Um er að ræða umbúðir fyrir
hvort heldur er vinnsluskip eða land-
vinnslur, bolfiskvinnslur sem uppsjávar-
framleiðslu, svo dæmi séu tekin tekin.
Íslenskar umbúðir fyrir íslenskar
aðstæður
„Okkar sérstaða byggir á að vera nálægt
viðskiptavinum og vera stöðugt að auka
okkar sveigjanleika í afhendingarhraða.
Við erum með mjög breitt úrval af íslensk-
um umbúðum sem eru sérhannaðar að ís-
lenskum aðstæðum, hvort sem er í plasti,
bylgjukössum eða öskjum.
Þarfir viðskiptavinanna í sjávarútvegi
eru mjög fjölbreyttar. Þetta getur snúið
bæði að formi umbúðanna og síðan er
auðvitað einnig mikil fjölbreytni í áprent-
uninni sjálfri. Við höfum verið að auka
áherslu á að þjónusta sjávarútveginn á
sem bestan hátt og munum auka hana enn
frekar á næstu misserum,“ segir Kristján
Geir.
Mikil áhersla á umhverfismálin
Áhersla á umhverfismál fara stöðugt vax-
andi í umbúðaframleiðslu líkt og í öðru er
lýtur að þjónustu við matvælaiðnað. Krist-
ján Geir segir Odda leggja sig fram um að
vera leiðandi í umhverfismálum, hvort
sem um er að ræða framleiðsluvörurnar
sjálfar eða framleiðsluferlið.
„Fyrirtækið í heild er mjög umhverfis-
miðað og það birtist í hráefnisvali, t.d. um-
hverfisvottun á pappír og pappa sem við
notum í okkar framleiðslu. Áhugi við-
skipavina á möguleikum til endurvinnslu
umbúða vex líka ár frá ári og þeim áhuga
fylgjum við eftir, líkt og öðru sem við-
skiptavinir leggja áherslu á. Má þar nefna
að Oddi hefur tekið fyrstu skrefin í að taka
á móti plasti frá viðskiptavinum til endur-
vinnslu,“ segir Kristján Geir.
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Odda.
Sveigjanleiki og afgreiðsluhraði
í umbúðaframleiðslu Odda
„Við búum vel að því að vera með framleiðsluna innan okkar veggja sem gerir okkur kleift að vera stöðugt að þróa okkar vöru-
val,“ segir Krisján Geir um umbúðaframleiðslu Odda.
oddi.is