Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 136
136
Vélaborg hefur verið leiðandi í inn-flutningi á lyfturum og vinnuvél-um í gegnum árin og munum við á
sýningunni Sjávarútvegi 2016 kynna það
sem við höfum að bjóða. Okkar markmið
er ávallt að vera skrefi framar í þjónustu,
hvort heldur við sjávarútveg eða aðrar at-
vinnugreinar,“ segir Ingimar Ingimarsson,
sölumaður Vélaborgar í samtali.
„Vélaborg hefur um áratuga skeið verið
umboðsaðili fjölmargra þekktra vöru-
merkja sem framleiða búnað fyrir sjávar-
útveg. Við seljum t.d. Jungheinrich lyftara
og hillukerfi, KAB sæti og Durwen snún-
inga, Crawford hurðir og vöruhúsabryggj-
ur og margt fleira. Við seljum líka flesta
aukahluti á og fyrir lyftara s.s. gámabrekk-
ur, mannkörfur og vinnuljós,“ segir Ingi-
mar og undirstrikar
að góð þjónusta
sé í forgangi,
hvert sem litið sé
hjá Vélaborg.
„Við höfum
öfluga vara-
hlutaverslun
sem þjónustar flest vörumerki í vélageir-
anum. Þá höfum við glæsilegt verkstæði
sem þjónustar flestar gerðir véla og lyftara.
Að baki þessu öllu er öflugt teymi reynslu-
mikilla starfsmanna sem hafa aðeins eitt
aðalmarkmið; hraða og góða þjónustu.“
Lyftarar sem þola álagið í sjávarútvegi
Eins og áður segir selur Vélaborg Jung-
heinrich lyftara en Ingimar segir þar á ferð
stærsta framleiðanda lyftara í Evrópu.
„Jungheinrich hefur verið leiðandi í lyft-
ara- og lyftitækjaframleiðslu í yfir 60 ár.
Hjá þeim er lögð áhersla á gæði, endingu
og nýtingu orku. Þeir lyftarar sem við ætl-
um að leggja áherslu á á sýningunni eru
sérstaklega settir upp með tilliti til notkun-
ar í fiskvinnslum. Þetta eru sterkir og öfl-
ugir lyftarar sem þola vel mikla notkun,
salt og vatn sem fylgir sjávarútveginum,“
segir hann.
Lyftarasnúningar og vönduð sæti
Ingimar segir búið að reyna margar gerðir
snúninga fyrir lyftara í fiskvinnslum. Frá
Durwen býður Vélaborg slíkan búnað og
hefur hann reynst vel. „Durwen hafa verið
að þróa fiskverkunarþolna snúninga í tugi
ára og mikið verið notaðir í sjávarútvegi í
Noregi þar sem reynslan er mjög góð,“ seg-
ir Ingimar.
Annar þrautreyndur búnaður sem
Vélaborg hefur á boðstólum fyrir sjávarút-
veginn eru lyftarasæti frá KAB. Hvernig er
að sitja í þeim? „Það er auðvitað mjög gott,
þó ég segi sjálfur frá! Enda er KAB með
stærstu og þekktustu framleiðendum sæta
fyrir vélar í heiminum. Bátasætin frá KAB
hafa líka verið mjög vinsæl hjá okkur. Þau
eru þekkt fyrir að vera endingargóð og
slitsterk. Á sýningunni munum við kynna
ný módel af bátasætum frá KAB,“ segir
Ingimar.
Ingimar Ingimarsson, sölumaður hjá Vélaborg. „Að baki þessu öllu er öflugt teymi reynslumikilla starfsmanna sem hafa aðeins
eitt aðalmarkmið; hraða og góða þjónustu.“
Jungheinrich lyftarar verða meðal helstu
áhersluefna Vélaborgar á sýningunni í
Laugardalshöll en lyftararnir eru sér-
staklega settir upp til notkunar í sjávaút-
vegi.
Bátasætin frá KAB
eru sannkölluð
hásæti.
Vélaborg skrefi framar!
velaborg.is