Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 82
82
Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er nú búinn að festa sig í sessi sem góð-ur kostur fyrir fólk sem vill mennta
sig á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis. Um
150 manns stunda þar nám í vetur í grunn-
þáttum fiskvinnslunnar og framhalds-
greinum eins og gæðastjórnun, Marel
vinnslutækni og fiskeldi. Atvinnugreinin
hefur tekið nemendum sem útskrifast úr
skólanum opnum örmum og greiðir þeim
sem lokið hafa grunnnámi mun hærri laun
en ófaglærðu fólki. Ægir ræddi við skóla-
stjórann Ólaf Jón Arnbjörnsson og spurðist
fyrir um námsframboðið.
Skólinn býður upp á tveggja ára grunn-
nám í fisktækni. Það byggist þannig upp
að það er ein önn í skóla og önnur á vinnu-
stað bæði árin. Farin var sú leið að byggja
ekki upp aðstöðu fyrir fiskvinnslu eins og
gert var í gamla Fiskvinnsluskólanum í
Hafnarfirði, heldur færa alla starfsþjálfun
inn í það sem Ólafur Jón nefnir fyrirmynd-
arfyrirtæki. Þannig var tryggt að námið
yrði ódýrara, þyrfti ekki eins mikið hús-
næði og ekki eins mikinn vinnslubúnað.
Þar að auki var tryggt að skólinn hefði allt-
af aðgang að nýjustu þekkingu og búnaði
sem er til staðar, meðal annars í sjávarút-
vegsfyrirtækjunum í Grindavík, Vísi og
Þorbirni og fjölmörgum fleirum víða um
land.
Þrjár námsbrautir
„Þá höfum við byggt upp þrjár námsbraut-
ir ofan á þennan grunn. Marel vinnslu-
tækni höfum við byggt upp í samstarfi við
Marel. Það er svona svipað og „Baader-
maðurinn“ sem var og er enn, en starfar
sem n.k. tengiliður milli hráefnisins og
tækninnar. Marel vinnslutækni er eins árs
nám ofan á fisktæknina og hefur reynst af-
skaplega vel. Annar hópurinn er núna að
koma inn í seinni hluta námsins. Við erum
líka með nám í gæðastjórnun í vinnslu. Við
byrjuðum á því í fyrra við miklar vinsældir
og annar hópurinn er í námi núna, alls 14
nemendur. Þau klára í desember og kom-
inn er biðlisti inn í næsta hóp í janúar. Við
kennum gæðastjórnun í samstarfi við mat-
vælastofnunina Sýni. Þriðja brautin til eins
árs ofan á fisktæknina er svo fiskeldi. Það
er sérhæfing og er brautin þróuð í sam-
starfi við Háskólann á Hólum og við reikn-
um með að bjóða upp á hana fyrsta janúar
næstkomandi í fyrsta skipti.“
Starfsreynsla metin til eininga
„Þetta er námsframboðið okkar og hefur
gengið vel. Það sem kannski er svolítið sér-
stakt er að á þessum þremur námsbraut-
um, vinnslutækni, Marel tækni og gæða-
stjórnun, eru um 80% nemenda fólk sem
er starfandi í greininni, sem fyrirtækin eru
að senda til okkar og greiða fyrir. Þetta er
fólk með mikla reynslu en vantar kannski
faglega þáttinn. Þá koma alltaf fleiri og
fleiri upp í gegnum fisktæknina. Þeir nem-
endur sem hafa farið beint inn á þriðja árið
hafa farið gegnum nokkuð sem kallað er
raunfærnimat – unnið og þróað í samstarfi
við símenntunarmiðstöðvarnar. Það er
vaxandi þáttur í starfsemi skólans, sem
gengur út á að meta starfsreynslu fólks til
eininga. Þetta hefur verið til í öðrum at-
vinnugreinum eins og húsasmíðum og tré-
iðnaðargreinum og fleirum þar sem mikið
hefur verið af ófaglærðu fólki, sem hefur
getað sannað og sýnt fram á þekkingu og
verkkunnáttu og fengið reynsluna metna
til móts við námsskrá, sem þegar er til.
Þetta hefur ekki staðið til boða í fisk-
vinnslu fyrr en nú,“ segir Ólafur Jón Arn-
björnsson.
Um 150 manns
í fisktækninámi
Ólafur Jón Arnbjörnsson,
skólastjóri Fisktækni-
skóla Íslands. „Atvinnu-
greinin hefur tekið nem-
endum sem útskrifast úr
skólanum opnum örmum
og greiðir þeim sem lokið
hafa grunnnámi mun
hærri laun en ófaglærðu
fólki.“
fiskt.is