Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 94

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 94
94 Fjölskyldufyrirtækið Beitir í Vogun-um lætur kannski ekki mikið yfir sér en línuspil, beitingartrektir og ýmis annar búnaður frá fyrirtækinu er í fjöl- mörgum smábátum á Íslandi og fisk- vinnsluhúsum víða um land. En það er ekki allt. Beitir gerði „strandhögg“ í Noregi fyrir nokkrum árum með góðum árangri og seldi til dæmis í fyrra 56 línuspil í Nor- egi auk fleiri búnaðar eins og spila til að nota við gildruveiðar o.fl. Byrjaði í bílskúrnum „Þetta byrjaði upphaflega 1987 heima í bíl- skúr með smíði beitningartrektar. Fyrstu 13 árin var maður bara í skúrnum og var mikið að vinna í bátunum líka. Svo þróast þetta þannig að maður fer yfir í þessa beitningarhluti alla og línuspil upp úr 1990. Við flytjum svo hingað í Jónsvörina árið 2000. Þá vorum við komin með meiri vaxtarmöguleika og gátum ráðið meiri mannskap og höfum síðan verið að jafnaði sex hér í vinnu. Svo fórum við að sinna fjölþættari verkefnum eins og smíði fyrir fiskvinnsluna og stærri báta, eins og slæg- ingarbúnað og þess háttar,“ segir Haf- steinn Ólafsson, sem á og rekur Beiti ásamt eiginkonu sinni Þóru Bragadóttur. Haf- steinn er í hönnun og smíði en Þóra sér um bókhaldið og heldur utan um reksturinn. Upphaflega einbeittu þau sér að ís- lenska markaðnum með örri fjölgun smá- báta á línuveiðum. Þegar nýsmíði smá- bátanna hér dróst mikið saman var farið í útrás. Sölufyrirtæki í Noregi „Við fórum á sínum tíma inn á norska markaðinn, þegar færi gafst þar og hægð- ist að sama skapi um hér. Við stofnuðum fyrirtækið Beitir Norge sem sér um okkar sölumál í Noregi. Við áttuðum okkur á því að allt of dýrt væri að hafa umboðsmann þar auk þess sem þeir eru misjafnir að gæðum og upplagi. Þetta var langbesta lausnin þannig að kúnninn gæti bara feng- ið vöruna beint án þess að leysa út úr tolli og þessháttar og við erum með lager í Norður-Noregi. Við bjuggum svo vel að yngsta dóttir okkar er lögfræðingur og býr í Osló og sér hún um daglegan rekstur í fyrirtækinu úti.“ Hafsteinn segir að allt sem frá Beiti fer sé smíðað í Vogunum. „Við fáum reyndar skífurnar steyptar í Danmörku og mótor- arnir koma frá Þýskalandi. Þetta eru línu- spil, færaspil og fleira og svo erum við með sérbúnað fyrir Noreg, kapalspil fyrir gildruveiðar, en þeir eru að fiska kónga- krabba og fisk sem er kallaður leppefisk. Hann er notaður til að éta lús af laxi í eld- iskvíum.“ Hafsteinn segir að norski markaðurinn sé stærsta númer Beitis í dag en þar sé gríðarlegur fjöldi af minni bátum. „Þeir hafa vanrækt línuveiðar almennt í mjög mörg ár og hafa þurft á endurnýjun og uppbyggingu að halda. Hér áður fyrr veiddu þeir mikið á línu, en því var mikið til hætt nema á mjög stórum bátum.“ Viðhald og nýsmíði hér heima Markaðurinn á Íslandi er orðinn mjög tak- markaður því minna er um nýsmíði smærri báta. Hafsteinn segir að verkefnin séu þó af ýmsu tagi. „Þetta er orðið meira viðhald og varahlutir sem við seljum hér heima en engu að síður þó nokkuð í því að gera. Við höfum snúið okkur meira að stærri útgerðum og erum núna að smíða fyrir HB Granda á Vopnafirði, þar sem þeir eru að hefja bolfiskvinnslu. Við erum að smíða fyrir þá afísunarkör og tengdan búnað og eins fyrir Loðnuvinnsluna á Fá- skrúðsfirði. Við smíðuðum mikið í upp- sjávarlínunni hjá þeim. Það var stórt og mikið verkefni fyrir ekki stærra fyrirtæki en okkar.“ beitir.is Noregur stærsti markaðurinn hjá Beiti Hafsteinn Ólafsson á og rekur Beiti ásamt eiginkonu sinni, Þóru Bragadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.