Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 88

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 88
navis.is Skipahönnun Navis leggur áherslu á umhverfisþætti Verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Navis var stofnað árið 2003 af hópi skipaverkfræðinga og tæknifræð- inga með áratuga reynslu úr sjávarútvegi. Starfsemi Navis byggir því á traustum grunni sem hefur verið lagður á löngum tíma af sérfræðingum í hönnun og skipa- verkfræði. Navis er stærsta skipahönnunarfyrir- tækið á Íslandi í dag. Aðalskrifstofa þess er í húsi Sjávarklasans við Vesturhöfnina í Reykjavík en Navis er einnig með starfs- stöð á Akureyri. Fyrirtækið hefur annast nýhönnun og breytingar á flestum gerðum fiskiskipa, á dráttarbátum, kaupskipum, ferjum og far- þegaskipum og á sýningunni Sjávarútveg- ur 2016 mun gestum gefast kostur á að kynnast þessum verkefnum. Sem dæmi um skip sem Navis hefur unnið við á þessu ári má nefna breytingar á togaranum Blæng NK sem er í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Navis hannaði nýjar íbúðir og vistarverur fyrir áhöfn togarans auk innréttingar í brú og voru breytingarnar framkvæmdar í skipasmíðastöð í Póllandi. Nú er skipið komið til Akureyrar þar sem komið verður fyrir nýrri vinnslulínu á millidekki og mun Navis vera til ráðgjafar og eftirlits með því verkefni. Bjarni Ás- mundsson skipatæknifræðingur Navis á Akureyri hefur haft aðalumsjón með breytingunum á Blæng með dyggri aðstoð kolleganna í Reykjavík. „Þegar álagið er mikið er gott að eiga traust bakland fyrir sunnan sem hægt er að leita til. Kosturinn við stærri fyrirtæki eins og okkar umfram einyrkjana er að við getum bætt fleiri mönnum í verkin ef með þarf til að það klárist á réttum tíma,“ segir Bjarni. Alþjóðlegar kröfur Á seinni árum hafa tjónaskoðanir og mats- gerðir af ýmsu tagi fyrir innlend og erlend tryggingafélög og skipafélög verið vax- andi þáttur í starfsemi Navis. Hjörtur Em- ilsson framkvæmdastjóri segir að við hönnun Navis sé lögð sífellt meiri áhersla á umhverfisþætti og orkusparnað og reynt að minnka kolefnisspor útgerðanna og efla mengunarvarnir. „Við aðstoðum út- gerðirnar við að mæta alþjóðlegum kröf- um sem Íslendingar hafa verið að innleiða í þessum efnum. Þannig höfum við meðal annars staðfært og útbúið umsýslukerfi sem eru sniðin að þörfum einstakra skipa og sem auðvelda útgerðunum að halda ut- an um ýmsa umhverfisþætti í starfsem- inni.“ Sem dæmi um slík kerfi nefnir hann sorpumsýsluáætlun, orkunýtingaráætlun og mengunarvarnaráætlun. Hann segir að mikil áhersla sé lögð á að uppfæra og halda þessum gögnum við þannig að þau endurspegli og taki alltaf mið af nýjustu reglum. Rannsóknar- og þró- unarstarf Auk hefðbundinna hönnunar- og viðhalds- verkefna hefur Navis einnig sinnt ýmsum rannsóknar- og þróunar- verkefnum. Þannig er Navis þátttakandi í Green Marine Technology samstarfinu sem hefur það yfirlýsta markmið að þróa umhverfisvænar lausnir sem byggja á grænni orku og minni olíunotkun og stuðla að aukinni framleiðslu og framlegð. Þá hefur fyrirtækið verið í samstarfi við fleiri íslensk fyrirtæki um þróun á fyrsta hybrid línubátnum hér á landi en talið er að með hybrid vélbúnaði megi spara allt að 30% í eldsneytiskostnaði. Alexander Andersson skipaverkfræðingur segir að nýleg ferð hans á miðin með línubáti frá Austurlandi hafi styrkt hann í trú á þetta verkefni. „Það eru miklir möguleikar fólgnir í hybrid kerfum og það er ánægju- legt að finna hve sjómenn og þeir sem tengjast útgerðunum eru áhugasamir um þetta verkefni.“ Navis tekur einnig þátt í fjölþjóðlegu Evrópuverkefni um hönnun á farþegaferju úr nýju plastefni. Að sögn Hjartar eru bæði þessi verkefni háð því að styrkir fáist til rannsóknanna og er hann vongóður um að það takist. 88 Navis er stærsta skipahönnunarstofa landsins sem gerir henni kleift að takast á við stór og fjölbreytt verkefni. Alexander Anderson segir mikil tækifæri felast í hybrid kerfum í fiskiskipum en á vegum Navis er unnið að þróun fyrsta íslenska hy- brid línubátsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.