Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 174
174
Athygli hefur unnið markvisst að því að auka þjónustu sína á útgá-fusviðinu við sjávarútvegsfyrir-
tæki og þá aðila sem þjónusta sjávarútveg-
inn með rekstrarvörur og öll aðföng. Í
tímaritinu Ægi, sem við höfum gefið út um
langt árabil og í Sóknarfæri, sem er kynn-
ingarblað í dagblaðsbroti og kemur út fjór-
um sinnum á ári, miðlum við fróðleik um
greinina og höldum uppi umræðu um það
sem er að gerast í sjávarútvegi á Íslandi.
Þær umfjallanir spanna allt frá veiðum og
vinnslu, til nýsköpunar, markaðs- og sölu-
mála og fjölþættrar þjónustu við sjávarút-
veginn. Nýjasta viðbótin í þessari flóru At-
hygli er vefmiðillinn Kvótinn sem opnar
ýmsa nýja möguleika og styrkir okkar
miðla enn frekar,“ segir Valþór Hlöðvers-
son, útgáfustjóri Athygli. Fyrirtækið mun
kynna starfsemi sína í bás A-5 á sýning-
unni Sjávarútvegur 2016.
Vilja ekki allir meiri Kvóta?
Fyrr á þessu ári tók Athygli ehf. við útgáfu
vefmiðilsins Kvótans en honum ritstýrir
Hjörtur Gíslason, gamalreyndur blaða-
maður með aðsetur í Grindavík. Eins og
lesendur Kvótans hafa tekið eftir hafa
verulegar breytingar verið gerðar á útliti
og virkni Kvótans með það að markmiði
að gera efnið aðgengilegra lesendum. „Við
birtum nýjar fréttir oft á dag sem og viðtöl
og greinar af ýmsu tagi. Uppskriftir má
líka finna á síðunni, einnig sjóveðurspár,
skipakort og margt, margt fleira að
ógleymdum auglýsingum frá fyrirtækjum í
greininni en gildi vefauglýsinga vex ár frá
ári. Það voru vissulega ákveðin tímamót
að hefja störf við útgáfu fréttavefjar um
sjávarútveg á sínum tíma þó viðfangsefnið
sem slíkt væri mér mjög vel kunnugt eftir
áralöng störf á Mogganum. Þetta er
skemmtilegt starf og gefur manni kost á að
vera í daglegu sambandi við aðila í grein-
inni um land allt. Viðtökurnar við Kvótan-
um eru afbragðs góðar og ég sé fyrir mér
að Kvótinn muni eflast og dafna á næstu
misserum. Vilja ekki allir fá meiri kvóta?“
spyr Hjörtur Gíslason ritstjóri.
Stóraukin útgáfa Athygli fyrir sjávarútveginn
Vefmiðillinn
Kvótinn með
nýjar fréttir
oft á dag
Valþór Hlöðversson útgáfustjóri.
Hjörtur Gíslason, ritstjóri Kvótans.
Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri Ægis.
Inga Ágústsdóttir, sölustjóri auglýsinga.
kvotinn.is