Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 58

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 58
58 Allir vita að tölvur eru viðkvæmur búnaður og því afar mikilvægt að þeim sé búið öruggt og æskilegt starfsumhverfi. Nordata sérhæfir sig í lausnum fyrir lítil og stór gagnaver, hvort heldur um er að ræða uppbyggingu nýrrar aðstöðu eða endurbætur á eldri tölvusöl- um. Nordata kynnir þjónustu sína á sýn- ingunni Sjávarútvegi 2016 í Laugardalshöll og þar verður í forsvari Steindór Björn Sig- urgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Bætt rekstraröryggi „Samandregið má segja að við hjá Nordata sérhæfum okkur í að þjónusta tölvubúnað fyrirtækja og tryggja að hann búi við sem allra bestar aðstæður svo hann þjóni sínu hlutverki sem best. Til að ná fram há- marksafköstum og stöðugleika í búnaði þarf að halda réttu hita- og rakastigi innan þess rýmis sem hýsir tölvurnar og þar er kæling á hagkvæman og umhverfisvænan máta viðfangsefni númer eitt,“ segir Stein- dór Björn í samtali. Nordata var stofnað árið 2009 og var megin forsenda stofnunar þess aukin þörf á markaði fyrir sérhæfða aðila til upp- byggingar og markvissra endurbóta á nú- verandi tölvusölum. „Við sáum að víða var pottur brotinn og enn eru alltof mörg fyrir- tæki með afar frumstætt og óhentugt rými fyrir viðkvæman tölvubúnað. Smám sam- an hefur forsvarsmönnum fyrirtækja orðið betur ljóst hve mikilvægt það er að vel sé búið um þann auð sem er innan fyrirtæk- isins í formi rafrænna gagna og mörg fyrir- tæki hafa tryggt sér lausnir frá okkur sem tryggja betur virkni tækjanna og aukið rekstraröryggi búnaðarins.“ Fjölþættar lausnir „Við erum afar stolt af því trausti sem skapast hefur milli fyrirtækisins og við- skiptavina okkar. Þetta traust endurspegl- ast meðal annars í sífellt viðameiri og flóknari viðfangsefnum sem okkur eru fal- in. Við erum þó hvað stoltust af þeirri stað- reynd að allir í viðskiptamannaskránni hafa sótt til okkar oftar en einu sinni. Það er traust sem við ætlum okkur að varð- veita,“ segir Steindór. Nordata hefur komið að hönnun og uppbyggingu gagnavera og tölvurýma fyr- ir fyrirtæki í m.a. fjármálageiranum, heil- brigðisþjónustu og sjávarútvegi, bæði á sjó og landi. Forunnar heildarlausnir Við hönnun leggjum við mikla áherslu á að lausnir okkar búi yfir sveigjanleika fyrir breytingum í framtíðinni og að megnið af smíði, uppsetningu og prófunum geti farið fram á verkstæðisgólfinu hjá okkur. Það sem vinnst með því er sem minnst truflun á starfsumhverfi viðskiptavinarins auk þess sem auðveldast er að tryggja að gæðaferlum sé fylgt í okkar eigin um- hverfi. Þá hefur það einnig sýnt sig að þessu verklagi fylgir mikill tímasparnaður. Lausnin er svo flutt á endanlegan stað full- búin og klár til tengingar. Á sýningunni munum við kynna upp- setningu samsettra skjáveggja til notkunar í t.d. brú skipsins og koma þeir í stað tuga minni skjáa sem í dag taka dýrmætt rými. Þessa lausn höfum við hjá Nordata þróað í góðu samstarfi við reynslumikla aðila á þessum markaði. Við vonumst til þess að sem flestir gefi sér tíma til að líta við á glæsilegan bás B13 til að fá frekari upplýs- ingar um þær lausnir sem við höfum að bjóða.“ Steindór Björn Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Nordata. Tölvurnar þurfa gott starfs- umhverfi  Hönnun, efnisútvegun og verkleg framkvæmd á smíði eða endurbótum gagna- vera eða tölvurýma.  Loftslagsstjórnun, bæði hvað varðar hita- og rakastýringu.  Rafkerfi, meðal annars varaaflgjafar (UPS), dreifieiningar og rafmagnsfjöltengi (PDU).  Tölvuskápar þar sem í boði eru heilstæðar lausnir jafnt fyrir rekkakerfi og kapal- skipulag.  Netkerfi, hvort heldur sem er kopar- eða ljósleiðaralausnir.  Vöktun sem byggir á hugbúnaðarlausnum og skjámyndakerfum til eftirlits með mikilvægum búnaði og heildstæðum kerfum.  Þjónustusamningar byggðir upp eftir þörfum hvers og eins.  Stöðuúttektir á tölvusölum. nordata.is Helstu dæmi um þjónustu sem Nordata veitir er eftirfarandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.