Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 64
64
Norska fyrirtækið Scanmar hefur um áratugaskeið átt í góðu sam-starfi við íslenskar fiskiskipaút-
gerðir og eru vörur fyrirtækisins þraut-
reyndar við íslenskar aðstæður. Nemarnir
eru festir á veiðarfærin og hafa mismun-
andi virkni og skila þeim upplýsingum
upp í skip. Skipstjórnendur geta þannig
fylgst með opnun á trolli, fjarlægð þess frá
botni, afstöðu hlera, straumum við veiðar-
færið, aflamagni og ýmsum öðrum mikil-
vægum upplýsingum í rauntíma. Á sýn-
ingunni Sjávarútvegur 2016 í Laugardals-
höll verður stórum áfanga náð þegar Scan-
mar sýnir í fyrsta sinn nýja og byltingar-
kennda útgáfu af svokölluðu brúarkerfi
sem er gjörbreytt framsetning upplýsinga
frá nemunum.
Stærsta hugbúnaðarskref í 15 ár
„Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við
að þetta nýja kerfi verði mikið framfara-
skref fyrir notendur okkar búnaðar og fái
góðar viðtökur. Þetta er stærsta hugbúnað-
arskref sem Scanmar hefur tekið í 15 ár,“
segir Ulf Lundvall, forstjóri Scanmar í sam-
tali við Ægi um nýja brúarkerfið.
Fyrsta útgáfa kerfisins, og sú sem kynnt
verður á Sjávarútvegi 2016, verður gjör-
breytt framsetning upplýsinga frá veiðar-
færanemunum en nú verður hægt að sjá
skjámyndir fyrir nemana í Windows um-
hverfi. Ulf segir notendur hafa mun meiri
möguleika til að hafa áhrif á framsetningu
upplýsinganna en áður var.
„Sveigjanleikinn fyrir notendur verður
allt annar en verið hefur. Ekki aðeins verða
upplýsingarnar í kunnuglegu og nútíma-
legu tölvuumhverfi heldur geta skipstjórn-
armenn sjálfir haft áhrif á uppröðun og
birtingu skjámyndanna eins og best hentar
þeim hverju sinni. Þá eru í þessu nýja kerfi
margir nýir möguleikar fyrir notendur sem
ekki hafa sést áður.
Líkt og í allri vöruþróun Scanmar þá
höfum við fengið ábendingar frá notend-
um okkar víðs vegar um heiminn og nýtt
okkur þeirra óskir og ábendingar til að
gera búnaðinn sem best úr garði,“ segir Ulf
og bætir við að strax á næsta ári verði
næsta skref stigið í þróun brúarkerfisins
með nýjum móttökubúnaði.
Þeir notendur sem eru í dag með Scan-
bas og Scanmate kerfin frá Scanmar, sem
nýja kerfið leysir af hólmi, geta á auðveld-
an hátt tengt þann búnað yfir í tölvu með
nýja hugbúnaðinum og þannig skipt yfir í
nýja vinnuumhverfið. „Þannig geta þessir
notendur í raun haft bæði kerfin í notkun
til að byrja með, ef þeir kjósa svo,“ segir
Ulf.
Mikilvægur markaður á Íslandi
Það er til marks um mikilvægi íslenska
markaðarins fyrir Scanmar að fyrirtækið
notar tækifærið til að kynna nýja hugbún-
aðinn hér á landi. „Íslenski markaðurinn
hefur alltaf verið einn af mikilvægustu
mörkuðum Scanmar frá stofnun fyrirtæk-
isins. Þess vegna höfum við verið með eig-
ið dótturfyrirtæki á Íslandi um árabil og
erum aðeins með slík fyrirtæki í tveimur
öðrum löndum, þ.e. Skotlandi og Rúss-
landi. Við leggjum því mikið upp úr góðri
þjónustu og tengingu við viðskiptavini
Scanmar á Íslandi. Ég vonast til að sem
flestir sjái sér fært að koma til okkar á bás-
inn á sýningunni til að kynna sér þetta
nýja kerfi okkar því sjón er sögu ríkari,“
segir Ulf Lundvall.
Scanmar frumsýnir nýtt brúarkerfi
Ulf Lundvall, forstjóri Scanmar, segir
nýtt brúarkerfi mikla framför fyrir not-
endur nemakerfis fyrirtækisins.
Allar skjámyndir nemakerfisins eru
nú komnar í Windows-umhverfi í
tölvu og sveigjanleiki notenda til að
setja upp sitt eigið notkunarviðmót
hefur gjörbreyst. Þetta mun Scan-
mar sýna í fyrsta sinn á sýningunni
í Laugardalshöll.
scanmar.is