Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2016, Side 64

Ægir - 01.07.2016, Side 64
64 Norska fyrirtækið Scanmar hefur um áratugaskeið átt í góðu sam-starfi við íslenskar fiskiskipaút- gerðir og eru vörur fyrirtækisins þraut- reyndar við íslenskar aðstæður. Nemarnir eru festir á veiðarfærin og hafa mismun- andi virkni og skila þeim upplýsingum upp í skip. Skipstjórnendur geta þannig fylgst með opnun á trolli, fjarlægð þess frá botni, afstöðu hlera, straumum við veiðar- færið, aflamagni og ýmsum öðrum mikil- vægum upplýsingum í rauntíma. Á sýn- ingunni Sjávarútvegur 2016 í Laugardals- höll verður stórum áfanga náð þegar Scan- mar sýnir í fyrsta sinn nýja og byltingar- kennda útgáfu af svokölluðu brúarkerfi sem er gjörbreytt framsetning upplýsinga frá nemunum. Stærsta hugbúnaðarskref í 15 ár „Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við að þetta nýja kerfi verði mikið framfara- skref fyrir notendur okkar búnaðar og fái góðar viðtökur. Þetta er stærsta hugbúnað- arskref sem Scanmar hefur tekið í 15 ár,“ segir Ulf Lundvall, forstjóri Scanmar í sam- tali við Ægi um nýja brúarkerfið. Fyrsta útgáfa kerfisins, og sú sem kynnt verður á Sjávarútvegi 2016, verður gjör- breytt framsetning upplýsinga frá veiðar- færanemunum en nú verður hægt að sjá skjámyndir fyrir nemana í Windows um- hverfi. Ulf segir notendur hafa mun meiri möguleika til að hafa áhrif á framsetningu upplýsinganna en áður var. „Sveigjanleikinn fyrir notendur verður allt annar en verið hefur. Ekki aðeins verða upplýsingarnar í kunnuglegu og nútíma- legu tölvuumhverfi heldur geta skipstjórn- armenn sjálfir haft áhrif á uppröðun og birtingu skjámyndanna eins og best hentar þeim hverju sinni. Þá eru í þessu nýja kerfi margir nýir möguleikar fyrir notendur sem ekki hafa sést áður. Líkt og í allri vöruþróun Scanmar þá höfum við fengið ábendingar frá notend- um okkar víðs vegar um heiminn og nýtt okkur þeirra óskir og ábendingar til að gera búnaðinn sem best úr garði,“ segir Ulf og bætir við að strax á næsta ári verði næsta skref stigið í þróun brúarkerfisins með nýjum móttökubúnaði. Þeir notendur sem eru í dag með Scan- bas og Scanmate kerfin frá Scanmar, sem nýja kerfið leysir af hólmi, geta á auðveld- an hátt tengt þann búnað yfir í tölvu með nýja hugbúnaðinum og þannig skipt yfir í nýja vinnuumhverfið. „Þannig geta þessir notendur í raun haft bæði kerfin í notkun til að byrja með, ef þeir kjósa svo,“ segir Ulf. Mikilvægur markaður á Íslandi Það er til marks um mikilvægi íslenska markaðarins fyrir Scanmar að fyrirtækið notar tækifærið til að kynna nýja hugbún- aðinn hér á landi. „Íslenski markaðurinn hefur alltaf verið einn af mikilvægustu mörkuðum Scanmar frá stofnun fyrirtæk- isins. Þess vegna höfum við verið með eig- ið dótturfyrirtæki á Íslandi um árabil og erum aðeins með slík fyrirtæki í tveimur öðrum löndum, þ.e. Skotlandi og Rúss- landi. Við leggjum því mikið upp úr góðri þjónustu og tengingu við viðskiptavini Scanmar á Íslandi. Ég vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma til okkar á bás- inn á sýningunni til að kynna sér þetta nýja kerfi okkar því sjón er sögu ríkari,“ segir Ulf Lundvall. Scanmar frumsýnir nýtt brúarkerfi Ulf Lundvall, forstjóri Scanmar, segir nýtt brúarkerfi mikla framför fyrir not- endur nemakerfis fyrirtækisins. Allar skjámyndir nemakerfisins eru nú komnar í Windows-umhverfi í tölvu og sveigjanleiki notenda til að setja upp sitt eigið notkunarviðmót hefur gjörbreyst. Þetta mun Scan- mar sýna í fyrsta sinn á sýningunni í Laugardalshöll. scanmar.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.