Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 38

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 38
38 Tæknifyrirtækið Marport mun í bás sínum á sjávarútvegssýningunni Sjávarútvegur 2016 leggja áherslu á þrjár nýjungar í framleiðslu sinni. Í fyrsta lagi nýtt kerfi sem stóreykur nákvæmni í stjórnun fiskitrolls og annarra togveiðar- færa, í öðru lagi kerfi með tíföldun í ná- kvæmni upplýsinga og framsetningu þeirra um fisk í trollveiðarfærum og loks allra nýjasta tækniþróunarskref fyrirtæk- isins fyrir stjórnendur fiskiskipa sem er snjallforrit þar sem skipstjórnendur geta fylgst með öllum helstu upplýsingum frá nemakerfi Marport. Nákvæm stjórnun veiðarfæra Starfsemi Marport er víða um heim og er markaður að stærstum hluta erlendis en starfsmenn fyrirtækisins hér á landi stýra þeirri tækniþróun sem snýr að nemabún- aði fyrir fiskveiðar. Axel Óskarsson, verk- fræðingur hjá Marport, segir nýja stjórn- kerfið fyrir togveiðarfærin gera skipstjórn- endum kleift að stýra trollveiðarfærum af mun meiri nákvæmni en áður var unnt. „Tæknilega gerir þetta skipstjórum kleift að stýra skipinu eftir því hvað veið- arfærið er að gera frekar en öfugt. Lykil- þátturinn í kerfinu er að við höfum sam- einað að baki því öll þau gögn sem fyrir eru í skipinu, t.d. varðandi botnlag, og byggt ofan á þær upplýsingar sem veiðar- færanemarnir okkar senda stöðugt frá sér. Birtingarformið er í þrívídd þannig að skipstjórar sjá trollið, botninn í þrívídd og botnlagið. Menn hafa til þessa vitað um fjarlægð á trollinu frá skipi út frá víralengd en aftur á móti ekki getað vitað með vissu hver afstaðan er miðað við skip og það sést best á því þegar menn verða fyrir því að festa troll þegar þeir telja sig t.d. vera að draga á öruggum botni. Inn í afstöðu á trolli geta spilað þættir á borð við strauma en með þessu nýja kerfi teljum við okkur hafa stigið nýtt skref í tækniþróuninni. Við höfum á þennan hátt aukið áreiðanleika upplýsinga um veiðarfærið sem skipstjór- inn hefur til að vinna með. Og þar með aukið afköst og hagkvæmni í veiðum,“ segir Axel. Nýtt trollauga og snjallforrit fyrir skipstjórnendur Nýtt trollauga frá Marport er einnig bylt- ingarkennt en þar er um að ræða skynjara á trolli sem nemur lífmassann í og við veiðarfærið. Búnaðurinn hefur verið í prófun í skipum síðasta árið og er fullþró- aður. „Þessi nýja tækni okkar skilar tíföldun í upplausn, sem þýðir að hægt er að greina lífmassann mun betur. Tækið greinir lóð allt niður í 2,5 sentimetra að stærð og það opnar líka möguleika á að greina fisk eftir stærð, tegundum og þannig mætti áfram halda,“ segir Axel. Allra nýjasta framleiðsla Marport mun einnig líta dagsins ljós í fyrsta skipti á Sjáv- arútvegur 2016 sem er forrit fyrir snjall- síma og spjaldtölvur. „Við nýtum okkur þessa tækni til að framlengja þær upplýsingar sem skip- stjórnendur sjá í brúartækinu. Þannig geta þeir verið með skjámyndina uppi í snjall- síma eða á spjaldtölvu hvar sem þeir eru í skipinu, fylgst þannig með það þeim upp- lýsingum sem skynjarar okkar senda frá sér á trollinu,“ segir Axel. Nýtt stjórnkerfi fyrir trollveiðarfæri frá Marport Axel Óskarsson, verkfræðingur hjá Marport.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.