Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 38
38
Tæknifyrirtækið Marport mun í bás sínum á sjávarútvegssýningunni Sjávarútvegur 2016 leggja áherslu á
þrjár nýjungar í framleiðslu sinni. Í fyrsta
lagi nýtt kerfi sem stóreykur nákvæmni í
stjórnun fiskitrolls og annarra togveiðar-
færa, í öðru lagi kerfi með tíföldun í ná-
kvæmni upplýsinga og framsetningu
þeirra um fisk í trollveiðarfærum og loks
allra nýjasta tækniþróunarskref fyrirtæk-
isins fyrir stjórnendur fiskiskipa sem er
snjallforrit þar sem skipstjórnendur geta
fylgst með öllum helstu upplýsingum frá
nemakerfi Marport.
Nákvæm stjórnun veiðarfæra
Starfsemi Marport er víða um heim og er
markaður að stærstum hluta erlendis en
starfsmenn fyrirtækisins hér á landi stýra
þeirri tækniþróun sem snýr að nemabún-
aði fyrir fiskveiðar. Axel Óskarsson, verk-
fræðingur hjá Marport, segir nýja stjórn-
kerfið fyrir togveiðarfærin gera skipstjórn-
endum kleift að stýra trollveiðarfærum af
mun meiri nákvæmni en áður var unnt.
„Tæknilega gerir þetta skipstjórum
kleift að stýra skipinu eftir því hvað veið-
arfærið er að gera frekar en öfugt. Lykil-
þátturinn í kerfinu er að við höfum sam-
einað að baki því öll þau gögn sem fyrir
eru í skipinu, t.d. varðandi botnlag, og
byggt ofan á þær upplýsingar sem veiðar-
færanemarnir okkar senda stöðugt frá sér.
Birtingarformið er í þrívídd þannig að
skipstjórar sjá trollið, botninn í þrívídd og
botnlagið. Menn hafa til þessa vitað um
fjarlægð á trollinu frá skipi út frá víralengd
en aftur á móti ekki getað vitað með vissu
hver afstaðan er miðað við skip og það
sést best á því þegar menn verða fyrir því
að festa troll þegar þeir telja sig t.d. vera að
draga á öruggum botni. Inn í afstöðu á
trolli geta spilað þættir á borð við strauma
en með þessu nýja kerfi teljum við okkur
hafa stigið nýtt skref í tækniþróuninni. Við
höfum á þennan hátt aukið áreiðanleika
upplýsinga um veiðarfærið sem skipstjór-
inn hefur til að vinna með. Og þar með
aukið afköst og hagkvæmni í veiðum,“
segir Axel.
Nýtt trollauga og snjallforrit fyrir
skipstjórnendur
Nýtt trollauga frá Marport er einnig bylt-
ingarkennt en þar er um að ræða skynjara
á trolli sem nemur lífmassann í og við
veiðarfærið. Búnaðurinn hefur verið í
prófun í skipum síðasta árið og er fullþró-
aður.
„Þessi nýja tækni okkar skilar tíföldun í
upplausn, sem þýðir að hægt er að greina
lífmassann mun betur. Tækið greinir lóð
allt niður í 2,5 sentimetra að stærð og það
opnar líka möguleika á að greina fisk eftir
stærð, tegundum og þannig mætti áfram
halda,“ segir Axel.
Allra nýjasta framleiðsla Marport mun
einnig líta dagsins ljós í fyrsta skipti á Sjáv-
arútvegur 2016 sem er forrit fyrir snjall-
síma og spjaldtölvur.
„Við nýtum okkur þessa tækni til að
framlengja þær upplýsingar sem skip-
stjórnendur sjá í brúartækinu. Þannig geta
þeir verið með skjámyndina uppi í snjall-
síma eða á spjaldtölvu hvar sem þeir eru í
skipinu, fylgst þannig með það þeim upp-
lýsingum sem skynjarar okkar senda frá
sér á trollinu,“ segir Axel.
Nýtt stjórnkerfi
fyrir trollveiðarfæri
frá Marport
Axel Óskarsson, verkfræðingur hjá Marport.