Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2016, Side 15

Ægir - 01.07.2016, Side 15
15 Velkomin í bás B-20 „Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að koma og heimsækja okkur á sýningunni í bás B-20 til að sjá þær nýjungar sem við bjóðum upp á þar. Samkeppni er af hinu góða og á alltaf rétt á sér. En einhvern veg- inn held ég að það sé ekki grunvöllur fyrir tvær stórar sýningar á hverju þriggja ára tímabili og trúi illa að báðar sýningarnar muni lifa. Ekki ætla ég að spá um það hvor þeirra verði ofan á fyrir ekki stærri markað en við höfum hér á Íslandi. Þessar sýningar eru orðin mjög dýr markaðstæki og því er það jákvætt að okkur sé gert kleift að sýna á lægra verði en áður af íslenskum aðilum, en svo á eftir að koma í ljós hvernig tekst til með markaðssetningu á sýningunni sér- staklega erlendis og hvernig aðsóknin verð- ur. Frost tekur þátt í sýningum hér á Íslandi, Brussel, í Færeyjum og nú í ágúst tókum við þátt í sjávarútvegssýningunni í Þrándheimi með samstarfsaðilum okkar í Noregi. Það var lukkuleg sýning, sem skilaði okkur álit- legum verkefnum,“ segir Guðmundur. Tvær verksmiðjur fyrir uppsjávarfisk Miklar annir eru hjá Kælismiðjunni Frost þessa dagana. Fyrirtækið er að vinna að lokafrágangi á stórri vinnslu hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum, þar sem verið er að setja upp viðbótarfrystingu með af- kastagetu upp á 450 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring í nýjum blástursfrystum. Það er hin svokallaða norska aðferð, en verksmiðj- an er að fara í gang þessa dagana. „Jafnframt því erum við í samstarfi við Skagann og Rafeyri að reisa gríðarstóra verksmiðju fyrir uppsjávarfisk hjá Eskju á Eskifirði. Hún á að afkasta í fyrstu lotu 850 tonnum af uppsjávarfiski á sólarhring. Sú verksmiðja verður væntanlega gangsett um miðjan nóvember og er mjög mikið og krefj- andi verkefni. Við erum einnig að hefja uppsetningu á nýrri bolfiskvinnslu fyrir HB Granda á Vopnafirði. Það eru afskaplega jákvæð og skemmtileg tíðindi að þar sé verið að hefja bolfiskvinnslu á ný. Þá erum við að fara setja upp ammoníak frystikerfi og nýjan lausfrysti fyrir Ísfisk í Kópavogi,“ segir Guð- mundur. Setja niður frystibúnað í 5 frystiskip „Við erum einnig að endurnýja frystikerfi í einu verksmiðjuskipi á Las Palmas á Kanar- íeyjum og svo erum við að hefja uppsetn- ingu á frystikerfi fyrir nýtt skip fyrir kanad- íska útgerð. Það er smíðað í Rúmeníu en lokafrágangur fer fram í Noregi og við setj- um búnaðinn niður þar. Þetta eru nokkur nýmæli fyrir okkur því í þessum stóru er- lendu verkefnum í nýsmíðum höfum við venjulega verið að hanna og selja búnaðinn og verið með eftirlit með niðursetningu en ekki séð um hana sjálfir eins og við gerum nú. Alls eru það fimm frystiskip sem við höfum hannað búnað fyrir og sjáum síðan um niðursetningu á næstu misserum, þetta kanadíska, tvö fyrir Þýskaland, eitt til Spán- ar og eitt fyrir Frakka. Þessu til viðbótar erum við að afhenda kælibúnað í sjö ísfisktogara fyrir íslensk fyr- irtæki; þrjú fyrir Samherja, eitt fyrir Fisk Seafood og þrjú fyrir HB Granda. Við mun- um starta upp fyrstu kerfunum seinna í þessum mánuði, en skipin verða afhent á næsta ári. Því má því segja að meira en nóg er að gera. Það hafa verið annasamir dagar allt þetta ár og verða út árið og eins og við sjáum fram á næsta ár verða svipaðar annir. Starfsmenn okkar eru rúmlega 50 en við höfum einnig leigt til okkar innlenda og er- lenda verktaka til að létta á okkur,“ segir Guðmundur Hannesson. Kælismiðjan Frost mun senn afhenda kælibúnað í sjö ísfisktogara fyrir íslensk fyrirtæki sem verða afhent á næsta ári. Að auki er verið að hanna og setja niður búnað í fimm frystiskip fyrir erlenda aðila. frost.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.