Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 32
-rá landlækni Um upplýst samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsóknum Ein af forsendum þess að framfarir eigi sér stað innan heilbrigðis- þjónustunnar er að gerðar séu vís- indarannsóknir. Flestar vísindarannsóknir hafa það markmið að auka skilning á orsökum, meingerð og þróun sjúk- dóma og annarra vandamála sem heilbrigðisþjónustan fæst við svo og að bæta aðferðir við varnir þeirra, greiningu og meðferð. í slíkum rann- sóknum er þátttaka sjúklinga, skjól- stæðinga, heilbrigðisþjónustunnar eða aðstandenda þeirra oft nauðsynleg. í því skyni að vernda rétt og hagsmuni þátttakenda í vísindarann- sóknum hafa verið settar ýtarlegar siðareglur sem byggja að nokkru leyti á siðareglum sem samþykktar voru í Nurnberg árið 1947. Má þar nefna Helsinkiyfirlýsingu Alþjóða- félags lækna frá 1964 með áorðnum breytingum og „Ráðleggingar ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum" frá 1990. í vísindarannsóknum verða hags- munir einstaklings alltaf að ríkja yfir þörfum vísinda og samfélags. Höfuðatriði til verndar hagsmunum einstaklings sem þátt tekur í rann- sókn er að hann veiti formlegt samþykki sitt til þátttöku eftir að hafa fengið og skilið upplýsingar sem lúta að rannsókninni og þátttöku hans í henni. Siðaráð landlæknis hefur á síð- ustu árum unnið Leiðbeiningar varð- andi þátttöku í vísindarannsókn byggt á vitneskju um rannsóknina. Landlæknisembættið fer þess á leit við heilbrigðisstarfsmenn að þeir kynni sér meðfylgjandi leiðbeiningar og styðjist við þær þegar leitað er samþykkis einstaklings fyrir þátttöku í vísindarannsóknum. Leiðbeiningar varðandi samþykki til þátttöku í vísindarannsókn byggt á vitneskju um rannsóknina. • Grundvöllur upplýsts samþykkis er siðferðilegur, enda þótt það geti átt sér stoð í lögum. • Siðferðilega gilt upplýst samþykki er grundvallað á sameiginlegri ákvörðun sem byggð er á gagn- kvæmri virðingu þeirra sem hlut eiga að máli. Það er ekki aðeins skjal sem skrifað er undir eftir að lesinn hefur verið listi vandamála sem fram geta komið við rannsóknina. • Veita þarf upplýsingar um mark- mið, aðferðir og áhættu rann- sóknar á skýran og greinargóðan hátt þannig að viðkpmandi geti gert upp hug sinn. • Ganga þarf úr skugga um að viðkomandi hafi skilið þær upp- lýsingar sem honum voru veittar. • Viðkomandi þarf að geta haft samráð við fagfólk og aðra (ættingja, vini) sem hann kýs sér til halds og trausts. • Samþykki þarf að vera óþvingað og sjálfviljugt. Viðkomandi þarf að fá nægilegan tíma til að gera upp hug sinn. Hann má hætta þátt- töku hvenær sem er án skýringa eða eftirmála. • Viðkomandi þarf að vera hæfur til að veita samþykki sitt. Sé hann ekki lögráða, ber að leita samþykkis lögráðanda. Ekki skal gera rannsóknir á börnum eða fólki sem er svo vanheilt (andlega eða líkamlega) að ekki sé unnt að afla samþykkis ef einhver kostur er á að afla upplýsinganna sem leitað er eftir á annan hátt. Að öðrum kosti þarf leyfi foreldris eða þess sem fer með forsjá. • Þegar rannsakandi aflar sam- þykkis verður hann að gæta sér- stakrar varúðar ef viðkomandi er háður honum (t.d. nemandi) eða möguleiki er á að hann gefi sam- þykki sitt nauðugur. Þá ætti ein- hver annar, sem ekki er aðili að rannsókninni, að leita samþykkis. • Samþykki skal að jafnaði vera skriflegt. • Rannsókn skal byggja á sérstakri rannsóknaráætlun (protocol) sem samþykkt hefur verið af til þess skipaðri nefnd (vísindasiðanefnd). • Stjórn rannsóknar skal vera á höndum þeirra einna sem hafa til þess reynslu og færni. Rannsakandi ber ætíð ábyrgð á heilsu þeirra sem taka þátt í rannsókn, jafnvel þó þeir hafi gefið samþykki sitt. • Rannsakanda ber að standa vörð um nákvæmni niðurstaða sinna þegar þær eru birtar. Niðurstöður ber eingöngu að nota í samræmi við upphaflegan tilgang rannsók- nar. • Gæta þarf fyllsta trúnaðar varð- andi allar upplýsingar sem í rann- sókninni verður afiað. • Niðurstöður rannsókna sem ekki eru framkvæmdar í samræmi við Helsinkiyfirlýsinguna skulu ekki samþykktar til birtingar. Landlæknisembættið Siðaráð landlæknis ágúst 1996 32 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.