Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 33
Hólmfríður Gréta Bjarnadóttir, Hulda Sveinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir [artsemi fyrr og nú ; - / tilefni 70 ára afmælis Kristnesspítala 1. nóvember 1997 Haldið var upp á á 70 ára afmæli Kristnesspítala við Eyjafjörð þann 1. nóvember s.l. Höfundum þessarar greinar fannst tímabært að minnast tímamótanna með því að rifja upp sögu spítalans og gefa lesendum blaðsins tækifæri til að kynnast þeirri þróun sem nú fer fram á Kristnesi. í greininni verður saga spítalans rifjuð upp, sagt frá starfsemi endurhæfingar- og öldrunar- lækningadeilda og nýjungunum í hjúkrunarmeð. Greint verður frá könnunum sem gerðar hafa verið til þess að meta lífsgæði hjá skjólstæðingunum og til að meta gæði hjúkrunar. í lokin verða raktir framtíðardraumar. Saga Kristnesspítala Árið 1925 var Heilsuhælisfélag Norðurlands stofnað en áður höfðu kvenfélög og ungmennafélög staðið fyrir fjár- söfnun til byggingar heilsuhælis fyrir Norðurland. Ástandið í heilbrigðismálum norðlendinga var hörmulegt á þessum árum. Berklarnir herjuðu sem aldrei fyrr og heilu fjölskyld- urnar hrundu niður og heimili sundruðust. Fjársöfnun til byggingarinnar hófst 1918. í apríl 1926 var samþykkt að taka tilþoði um þygginguna sem var síðan skilað fullfrá- genginni 2. októþer 1927. Heilsuhæli Norðurlands í Krist- nesi varvígt 1. nóvember 1927 (Halldór Halldórsson, 1997). Hælið kostaði 512 þúsund krónur fullbúið, um helming- ur þess var söfnunar- og gjafafé. Hinn helmingurinn var framlag ríkissjóðs. Fyrstu sjúklingarnir innrituðust á Krist- nesshæli 17. nóvember 1927 og í árslok voru þeir 47. Andrúmsloftið á hælinu einkenndist fyrsta áratuginn af vonleysi og algengt var að sjúklingar útskrifuðust heim veikari en þeir voru við komu. Um 1936 fór að birta til hjá þessum sjúklingahópi þegar skipulögð herferð gegn berkl- um hófst í landinu og veikir sjúklingar voru ekki sendir heim, heldur fengu allir þeir sem voru með virka berkla- veiki hælisvist (Halldór Halldórsson, 1997). Nýjar læknismeðferðir gegn berklum koma til sögunnar Þegar berklalyf komu til sögunnar um 1950 gerbreyttist öll læknismeðferð og nokkrum árum síðar var farið að beita lungnaskurðaðgerðum gegn berklum. Eftir að hælinu var deildaskipt 1961 jókst nýtingin og sjúklingafjöldinn fór upp í 74 sjúklinga fyrsta árið. Mesti fjöldi inniliggjandi einstaklinga var þann 15. maí 1968 alls 94 sjúklingar. Dánartíðni vegna berkla hrapaði úr 2-300 ári niður fyrir 10 tilfelli. Berklatilfellum fækkaði stöðugt og aðeins voru innritaðir sjö einstaklingar veikir af berklum í byrjun árs 1966. Þjón- ustu við berklaveika lauk 1976 (Halldór Halldórsson, 1997). Breyttar áherslur hjá stjórnvöldum Heilbrigðisráðherra markaði þá stefnu 1976 að Kristnes yrði framvegis endurhæfingar- og hjúkrunarsþítali. Vinnu- aðstöðu til sjúkraþjálfunar var komið á fót og sjúkraþjálfari hóf störf 1988. Iðjuþjálfi kom til starfa 1990 en fullnægjandi iðjuþjálfunaraðstaða var fullgerð 1996. Endurhæfingar- læknir tók til starfa 1991 og opnaði endurhæfingardeild formlega í ársbyrjun 1992, en árið 1997 er fyrsta árið sem endurhæfingardeildin hefur húsnæði sitt óskipt fyrir sjúkl- inga sem koma í endurhæfingu. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 33

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.