Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 38
skipti öllu máli ef gamalt fólk á að geta hjálpað sér sjálft og verið óháð öðrum eftir veikindi. Þó úrtakið sé ekki stórt má telja að svörin gefi ákveðnar vísbendingar um skoðun þeir- ra sem lögðust inn á öldrunarlækningadeildina á þessu tímabili. Af svörunum má ráða hvar hægt er að bæta starf- semina því markmiðið hlýtur að vera að allir skjólstæðingar verði ánægðir með dvölina og nái þeim árangri sem raun- hæft er að náist (Valgerður Jónsdóttir, 1996). Öldrunarlækningadeildin er lítil, aðeins eru 12 rúm fyrir öldrunalækningaþjónustu, en á deildinni búa líka 10 hjúkr- unarsjúklingar. í framtíðinni eiga öll 22 rúmin að nýtast til öldrunarlækninga. Þegar samantekt var gerð vegna ársskýrslu eftir starf- semi fyrsta ársins var greinilegt að árangur var jákvæður. Starfið á deildinni hefur forðað nokkrum einstaklingum sem metnir höfðu verið sem hjúkrunarsjúklingar, skv. vist- unarmati, frá stofnanavistun, bætt hreyfifærni flestra sem inn lögðust og aukið lífsgæði hjá allflestum. Framtíðarsýn Kristnesspítala Starfsfólk Kristness telur mikilvægt að styðja enn betur við fjölskyldur skjólstæðinganna með því að efla betur tengslin við þær. Mikilvægt er að auka fræðslu til aðstandenda og skjólstæðinga og er það næsta verkefni starfsfólksins í þróun starfseminnar. Spurningin er: Hvað er það sem getur bætt þjónustuna við skjólstæðinga okkar? Er það aukinn tækjabúnaður og sérhæfing? Eða er það heildrænni meðferð þar sem litið er á skjólstæðinginn sem heild en ekki samsafn hluta? Mikilvægt er að sá einstaklingur sem leggst inn til endurhæfingar ávinni sér meiri líkamlega færni. Ekki er síður mikilvægt að hann nái aftur fótfestu í lífinu, geti sætt sig við sínar hamlanir og útskrifist jákvæður og sáttur við sitt hlutskipti. Starfsfólkið á Kristnesi á sér drauma fyrir hönd síns ágæta vinnustaðar. Brýnasta málið er að Ijúka gerð sund- laugarinnar. Enn vantar milljónir til að það megi takast. Helsti stuðningur við smíði hennar hafa verið frjáls framlög einstaklinga, en Lionshreyfingin og nokkur kvenfélög hafa einnig safnað miklu fé. Miklar vonir eru nú bundnar við að opinberir aðilar komi til hjálpar svo hægt verði að taka sundsprett í sundlauginni fyrir aldamót. Kristnesspítali er að vinna sér sess sem eini endurhæf- ingarspítalinn utan Reykjavíkursvæðisins, fólk sem þarfn- ast endurhæfingar þarf ekki lengur að leita suður með öllum þeim kostnaði og erfiðleikum sem því fylgir, heldur getur það fengið endurhæfingu nálægt sinni heimabyggð. Fagurt umhverfi Kristness er heilsubætandi, þar er ró og friður ríkjandi. Helmlldir. Brendstrup, E. og Launsö, L. (1997). Headache and Reflexological Treatment The National Board og Health. Copenhagen: The council concerning Alternative Treatment. Eiríkur Örn Arnarson (1997). Fræðsla til hjúkrunarfræðinga á Kristnesi um slökunarmeðferðir. Fyrirlestur. 17. janúar. Halldór Halldórsson (1997). Af 70 ára sjúkrahúsþjónustu í Krístnesi. Morgunblaðið 2. nóvember bls. 36. Hunt, S.J., McEwen, J. og McKenna, S.P. (1986). Measuring health sta- tus. Kent: Croom Helm. Linge, O. (1995). Tverfaglig eller flerfaglig samarbeid? Ergotherapeuten 3, 16-18. Lorensen, M. (1994) Endurhæfing aldraðra. Timarít hjúkrunarfræðinga 2(70) 32-37. Magna Birnir (1994). Öldrunarhjúkrun leiðbeinandi atferlisrannsókn fimm daga deildar. Þriggja mánaða tilraunaverkefni með fimm daga öldr- unarlækningadeild á FSA/Kristnesi. Payne, A. R. (1995) Relaxation techniqes. A Practical handbook for the Health Care Professional. Edinborg: Longman Group Limited. Snyder, M. (1992). Independent Nursing Interventions. New York: Delmar Publishers V^lgerður Jónsdóttir (1996). Könnun. Mat sjúklinga á þjónustu öldrun- árlækningadeildar FSA/Kristnesi. Valg'erður Jónsdóttir (1997). Heilsufarsmynd. Könnun á lífsgæðum ein- staklinga á öldrunarlækningadeild FSA/Kristnesi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu í kjölfar ritstjórnarpistilsins Krókódílar I kastalasíki sem birtist í Tímariti hjúkrun- arfræðinga í september sl. óskaði Óla- fur Ólafsson, landlæknir, eftir nánari upplýsingum um viðkomandi heilsu- gæslustöð. Að þeim fengnum sendi hann fyrirspurn til heilsugæslustöðvar- innar og óskaði umsagnar þaðan um þau samskipti sem lýst er í greininni. Landlækni hefur borist svar frá heilsugæslustöðinni og upplýst mig um það bréflega. f svari heilsugæslu- stöðvarinnar kemur fram að þar er umbótastarf í gangi þar sem ferli kvart- ana er m.a. er til umræðu og hve lang- ur tími eigi í hæsta lagi að líða þar til þjónustuþegar ná tali af einhverjum heilbrigðisstarfsmanni. Þessi umbóta- vinna var hafin áður en greinin birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Þá segir í bréfinu að hluti vandans sé gifurlegur heimiiislæknaskortur og ofálag á þá sem fyrir eru og að miðað við núver- andi mönnun sé heilsugæslan ófær um að sinna verkefnum sínum samkvæmt þeim væntingum sem ber að gera til hennar. í bréfi landlæknis segir m.a.: „Grein þín hefur án efa vakið marga til um- hugsunar og þá vonandi leitt til jákvæðra breytinga þar sem þeirra hef- ur verið þörf. Ekkert mælir gegn því að lýsingar, jákvæðar og neikvæðar, um heilbrigðisþjónustu birtist í tímaritum. Þó vill landlæknir árétta mikilvægi þess að ef þjónustuþegar telja að heilbrigðis- þjónustunni sé ábótavant er það hlut- verk landlæknis samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustuna að skoða slíkar ábendingar eða kvartanir." Landlæknir óskaði jafnframt eftir því að þeim upplýsingum yrði komið á fram- færi til hjúkrunarfræðinga gegnum Tíma- rit hjúkrunarfræðinga að það sé hlutverk Landlæknisembættisins að skoða mál ef fólk hefur athugasemdir við heilbrigð- isþjónustu og væntir þess að vera látinn vita. Hann bendir á að sú vitneskja gæti gagnast hjúkrunarfræðingum bæði sem einstaklingum og sem leiðbeinendum um heilbrigðisþjónustu. Þessum skila- boðum er hér með komið á framfæri. Þ.R. 38 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.