Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 39
Orlofsstyrkir '97 Stjórn orlofssjóðsins auglýsir eftir umsóknum um orlofsstyrki fyrir tímabilið 1.5 - 30.9 1998. Um er að ræða 160 styrki að upphæð 20.000 kr. hver sem greiddir verða gegn framvísun kvittana fyrir útlögðum kostnaði vegna sumarleyf- isferða. Staðfestingin verður að vera vegna kaupa á farmiða eða gistingu innanlands eða utan. Ekki er hægt að fá úthlutað bæði sumarhúsi og styrk á sama tíma. Orlofsstyrkirnir eru greiddir út á tímabilinu 1.5 - 30.9 1998. Ef þeirra er ekki vitjað innan þess tíma falla þeir niður. Orlofshús Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur tekið á leigu neðan- skráð orlofshús fyrir félagsmenn sína sumarið 1998. Vakin er athygli á því að orlofshús í eigu félagsins eru til útleigu alla daga ársins, ekki bara um helgar að vetrinum. Þetta eru húsin Bláskógar við Úlfljótsvatn, Birkilundur 20 og 24 í Húsafelli, Kvennabrekka við Reykjalund og orlofsíbúðin að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík. Orlofssjóður endurleigir einnig 3 herb. íbúð á Akureyri til félagsmanna sinna allt árið um kring. Auk þessa leigir sjóðurinn sumarhús Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur 24 Húsið er 34 fm, 1 svefnherbergi og svefnloft. Rúm fyrir 2 í aðalbústaðnum og 3 í viðbyggingu. Á svefnlofti eru 3 dýnur. Sjónvarp og útigrill. Leiga: 13.000 kr. á viku. Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur 20 Húsið er 40 fm, 2 svefnherbergi og svefnloft. Rúm fyrir 8. Sjónvarp, útigrill og heitur pottur. Leiga: 13.000 kr. á viku. Glaðheimar við Blönduós Húsið er 45 fm, 3 svefnherbergi. Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp, heitur pottur og gufubað. í nágrenninu er 9 holu golfvöllur og hægt að kaupa veiðileyfi í nærliggj- andi ám og vötnum. Leiga: 13.000 kr. á viku. Syðra Lágafell í Miklaholtshreppi Gamalt, uppgert íbúðarhús með 3 svefn- herbergjum, stórri, vinalegri baðstofu, stórri stofu og borðstofu sem rúmar 12- 14 manns. Upplagt fyrir 2-3 fjölskyldur eða minni ættarmót. Rúm fyrir a.m.k. 8 manns og fjölmargar aukadýnur. Sjónvarp, útvarp og kolagrill. Staðsetningin gefur möguleika á mis- munandi dagsferðum um Snæfellsnes og léttum gönguferðum um nágrennið. Tuttugu mínútna akstur á næstu sund- staði sem eru á Lýsuhóli og Kolviðarnesi. Möguleiki er á veiðileyfi í nærliggjandi vötnum. Leiga: 10.000 kr. á viku. Bakki í Vatnsdal Húsið er 50 fm, 2 svefnherbergi. Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp og kolagrill. Möguleiki er á silungsveiði í nærliggjandi vötnum og börnin geta fengið að fylgjast með bústörfum. Næsti golfvöllur er í 26 km fjarlægð og sundlaug er á Blönduósi og Húnavöllum. Leiga: 10.000 kr. á viku. Kotabyggð í Vaðlaheiði gegnt Akureyri Húsið er 30 fm, 1 svefnherbergi og svefnloft. Rúm fyrir 6, sjónvarp, útvarp og kolagrill. Leiga: 10.000 kr. á viku. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 Soffia Sigurðardóttir - veitir upplýsingar um Oriofssjóð hjá félaginu. víðs vegar um landið yfir sumarið og endurleigir félagsmönnum sem greiða u.þ.b. 1/3 af raunverulegu leiguverði húsanna. Leigutími kemur fram i með- fylgjandi töflu. Húsin eru leigð viku í senn. Skiptidagar eru föstudagar. Hús og húsbúnaður Öll húsin eru nýleg eða nýuppgerð með rafmagni og heitu vatni. í þeim er sturta, ísskápur, eldavél, borðbúnaður og allt til ræstinga, sængur og koddar a.m.k. fyrir hvert rúm í húsinu, nema annað sé tekið fram. í sumum húsum eru einnig auka- rúm eða dýnur. Gæludýr eru ekki leyfð í húsunum. Eyjólfsstaðarskógur, hús nr. 8., Vallahreppi 11 km. frá Egilsstöðum. Húsið er 50 fm, 2 svefnherbergi og lokað svefnloft. Rúm fyrir 8, sjónvarp, útvarp og gasgrill. Leiga: 13.000 kr. á viku. Lindarbakki, Hornafirði Húsið er 54 fm, 2 svefnherbergi, svefnloft með 4 rúmum. Rúm fyrir 8. Sjónvarp og kolagrill. í nágrenninu eru skemmtilegar gönguleiðir og einnig skipulagðar ferðir. Upplýsingar veitir Skarphéðinn Larsen, s. 478 2555. Leiga: 13.000 kr. á viku. Sel í Grímsnesi Húsið er 60 fm, 2 svefnherbergi og svefnloft. Rúm fyrir 8 og sængurfatnað er hægt að leigja. Svart-hvítt sjónvarp og útvarp. Leiga: 10.000 kr. á viku. Bláskógar í Grafningi Húsið er 55 fm, 3 svefnherbergi, stofa og svefnloft með 4 dýnum. Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp og útigrill. Leiga: 13.000 kr. á viku. 39 Ljósm.: Lára Long
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.