Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 55
* Að loknu þessu tímabili, með vinnuafköstum sem nægt hefðu tíu manns alla ævina, tók hún loks til við það sem hún allan tímann, já, líklega alit sitt líf hafði ætlað sér að gera: Koma á fót skólum sem menntuðu hjúkrunarkonur. Sjálf gat hún ekki stýrt skólahaldinu, til þess var hún of veikburða og útslitin og líka upptekin af öðrum stórum verkefnum. En í samvinnu við dugandi lækni á St. Thom- asarspítalanum í Lundúnum og röggsama forstöðukonu, frú Wardroper, stofnsetti hún skóla. Markmiðið var að þær hjúkrunarkonur sem numið hefðu við Nightingaleskólann gætu síðan farið víðsvegar um England og komið á fót öðrum hjúkrunarskólum. En hlutirnir gengu ekki hratt fyrir sig á þessu sviði frekar en öðrum. Átök á milli þess gamla og nýja voru ekki minni þar en annars staðar. Florence gat ekki einu sinni fengið að sitja í stjórn skólans enda þótt Nightingale sjóðurinn hefði verið stofnaður henni til heiðurs. Það var vegna þess að hún var bara kona! En enginn þurfti að fara í grafgötur um hver hefði tögl og hagldir í skólastarfinu og taumhald á öllu. Florence mótaði ný viðhorf og svo að segja lyfti hjúkruninni frá því að vera minna en einskis virt í vel metna og virta starfsgrein. Nemendurnir voru sérstaklega valdir af henni og í skólanum ríkti járnagi. Árið 1859 hafði Florence skrifað hina kunnu bók sína „Handbók í hjúkrun, hvað hún er og hvað ekki” (Notes on Nursing - what it is - and what it is not). Þetta er ekki kennslubók heldur leiðbeiningarit fyrir þá sem annast sjúka. Hjúkrun er hárnákvæm list sem verður að lærast; að vera sjálfur frískur en verða samt að setja sig í spor þess sem er veikur, það er vandinn. Florence vissi svo sannarlega hvað það er að vera veik. „Sjúklingur á við andstæðing að etja. Hann berst innilokaður við ótta og öryggisleysi, von og ístöðuleysi, og allan tímann verður að styðja hann í þeirrri baráttu." Florence Nightingale hefur ritað ótölulegar leiðbeiningar og greinar um gildi hreinlætis, mataræðis, loftræstingar, sjúkrahúsabygginga og skipulags heilbrigðismála. Henni er það gefið að sjá ævinlega kjarna hvers máls og uppistöðu- þætti og oftast á undan sinni samtíð. En hún vanmetur ekki smáatriði sem einnig skipta miklu máli. „Verið varkár með að hella ekki kaffi niður á undirskál- ina. Það þarf svo lítið til að sjúklingur missi matarlyst." Hávaði og óþefur gengur nærri sjúku fólki. Þetta var á þeim árum þegar krínólín voru í tísku og Florence sagði þeim stríð á hendur vegna grindanna sem konurnar þöndu pilsin út með. Það var engu líkara en vera dag og nótt truflaður af brakandi körfustólum. Ég skil vel einn vina minna sem sagði að hann vildi „heldur að sér væri hjúkrað af körlum, því að þeir geta þó að minnsta kosti gengið hljóðlega um. Það þarf góða heilsu til að þola hjúkrun kvenna!" Svo krín- ólínin urðu að víkja. Florence Nightingale hefur ekki fundið hjúkrunina upp. En hún hefur mótað og grundvallað nútíma hjúkrun, sem byggir á þekkingu, menntun,- siðgæði - og góðvild og virðingu fyrir sérhverjum mannlegum einstaklingi. Hjúkrunin átti að vera starf sem væri metið til mann- sæmandi launa og að nemar hefðu laun á námstíma. Einnig að kjör stéttarinnar væru þannig að við starfslok fengju hjúkrunarkonur lífeyri og byggju við fjárhagslegt öryggi á sínum efri árum. Hjúkrun átti ekki að vera góðgerðastarfsemi sem ein- göngu efnakonur hefðu tök á að sinna og sjúkir stimplaðir fátæklingar. Af þeim stimpli einum og sér næði enginn heilsu. Florence fylgdist með hjúkrunarnemunum í öllu sem gert var, hvatti þá og styrkti, sagði þeim til syndanna og lét þá fara sem ekki stóðu sig. Hún þreyttist aldrei á að tala við þá og var aldrei of uppgefin til að skrifa bréf. Þau enduðu gjarnan eitthvað á þessa leið: „Ef ég get gert eitt- hvert gagn, mundu þá eftir mér.” Einkum þrír nemanna urðu uppáhald hennar, það voru „Perlan”, „Dýrgripurinn” og „Guðsbarnið”. Finar ungar konur og vinir mínir til æviloka. Skólinn var kröfuharður og nemendurnir bjuggu við strangan aga allan sólarhringinn. En öðru hverju áttu þeir fríhelgi. Þá voru þeir boðnir heim til Florence til þess sem hún kallaði „frá laugardegi til mánudags í rúminu heim- sókn”. Þá áttu stúlkurnar að láta sér líða vel og slaka á. Frá morgni til kvölds var stjanað við þær, borinn fram góður matur og þær umvafðar blómum, bókum og tónlist. Að heimsókn lokinni voru þær, úthvíldar og glaðar í bragði, kvaddar hlýjum orðum og þeim ekið til baka í hestvagni sveipaðar ábreiðum og með hitaflöskur. Eftir ársdvöl á skólanum dreifðust hjúkrunarkonurnar til starfa á sjúkra- húsum í ýmsum borgum bæði innanlands og utan. Þær voru dugandi og hreyknar af starfi sínu. Hjúkrun var orðið virðingarheiti. En við máttum ekki blekkja okkur með því að eitthvað sem máli skipti hefði áunnist í starfsgreininni fyrr en búið væri að skipuleggja hjúkrun þeirra sem voru bláfátækir og voru á fátækraheimilunum og hjúkrun í heimahúsum og fræðsla Ijósmæðra komin í gott horf. Verkefnin voru sem sagt í biðröðum. * Ekki mátti halda að einhverju væri lokið. Þetta viðhorf var dæmigert fyrir Florence. Hennar markmið voru svo háleit að hún unni sér aldrei hvíldar. En óháð því hvað henni sjálfri fannst þá varð öllum umhverfis hana æ betur Ijóst hver hún var og hvers hún var megnug. Frægðin og virðingin fór ofar landamærum 55 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.