Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 64
Hildur Einarsdóttir Starfsmat gegn launamisrétti kynja á Ríkíssoítölum / Akveðið hefur verið að gera tilraun með framkvæmd kynhlutlauss starfsmats hjá Ríkisspítölum. Skoðuð verða nokkur hefðbundin störf kven- na annars vegar og hefðbundin störf karla hins vegar. Verkefnið er í þessu skyni afmarkað við tvö svið Ríkisspít- ala, þ.e. lyflækningasvið og tækni- og rekstrarsvið. Metin verða 16 ólík störf/starfsheiti á þessum tveimur svið- um. Vinna við verkefnið er hafin og er stefnt að verklokum næsta sumar. Aðdragandi að verkefninu er að í mars 1995 skipaði félagsmálaráðu- neytið starfshóp til að safna upplýs- ingum um notkun starfsmats til að draga úr launamun kynjanna. Síðar lagði starfshópurinn til að gerð yrði tilraun til að nota starfsmatskerfi sem sænska vinnumálastofnunin (Arbets- livsinstitutet) hefur verið með í smíð- um síðustu misseri. Þetta er s.k. kynhlutlaust starfsmatskerfi sem þýðir einfaldlega að það uppfyllir skil- yrði um að lýsa jafnt starfsþáttum sem eru einkennandi fyrir hefðbundin störf kvenna líkt og karla. Óskað var eftir því að Ríkisspítalar tækju þátt í tilraunaverkefninu og jafnframt var óskað eftir þátttöku tveggja stofnana hjá Reykjavíkurborg, þ.e. Hitaveitu Reykjavíkur og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Stjórnendur þess- arra stofnana féllust á að taka þátt í verkefninu. Vinna við verkefnið er hafin hjá Ríkisspítölum og hjá Hita- veitunni og Félagsmálastofnun. Hvað er starfsmat? Allar launaákvarðanir fela í sér eins konar mat á verðmæti starfa, stun- dum án þess að forsendur matsins séu Ijósar. Starfsmat er leið til þess að meta innihald og þar með verð- mæti starfa á samræmdan hátt, samkvæmt stöðluðu kerfi. Mikilvægt er að hafa í huga að með starfsmati er aðeins lagt mat á innihald starfa, þ.e. hvaða kröfur starfsmenn þurfa að uppfylla til að sinna tilteknu starfi á viðunandi hátt. Skrifaðar eru ná- kvæmar starfslýsingar fyrir afmörkuð störf/starfsheiti og greint lið fyrir lið hvað felst í hverju starfi fyrir sig. Ekki er lagt mat á einstaka starfsmenn, frammistöðu þeirra eða einstaklings- bundna hæfileika. 64 Sömu laun fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf Samkvæmt jafnréttislögum ber að greiða körlum og konum jöfn laun og tryggja þeim sömu kjör fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf. Hingað til hefur ekki verið skýrt hvernig eigi að meta hvort ólík störf séu sambærileg og jafnverðmæt og því hefur verið vandkvæðum bundið að fylgja þes- sum ákvæðum jafnréttislaganna. Einn af meginkostum starfsmats er sá að með því er mögulegt að bera saman störf þótt þau séu mjög ólík. Metið er á kerfisbundinn hátt hvaða kunnáttu og færni þarf til að sinna viðkomandi starfi, hvers konar ábyrgð starfið felur í sér, lagt er mat á líkamlega og andlega áreynslu sem starfið krefst af þeim sem sinna því og eins er lagt mat á vinnuaðstæður og starfsumhverfi. Öll störf eru metin á sama hátt og skoðaðir nákvæmlega sömu þættir í hverju starfi. Tilgangur og markmið starfsmatsverkefnisins Það skal tekið skýrt fram að starfs- matsverkefnið sem hér um ræðir er unnið í tilraunaskyni og fyrst og fremst ætlað að draga ýmsan lær- dóm af notkun starfsmats og skoða kosti þess og galla. Niðurstöður starfsmatsins verða ekki tengdar gildandi kjarasamningum. í grófum dráttum eru markmið verkefnisins eftirfarandi: • Að bera saman hefðbundin kvenna- og karlastörf til að sjá hvort kynhlutlaust starfsmat dragi fram þætti í hefðbundnum kvenna- störfum sem hingað til hafa verið vanmetnir. • Fá reynslu af notkun starfsmats til að raða störfum innbyrðis innan fyrirtækja/stofnana. • Aðlaga kynhlutlaust starfsmatskerfi íslenskum aðstæðum. • Kynna þessa aðferð hér á landi við að raða störfum innbyrðis. Starfsmat- endurskoðun gamalla gilda Það er mikilvægt að starfsmat sé unnið í góðu samstarfi atvinnu- rekenda/stjórnenda starfsfólks og stéttarfélaga starfsfólks þar sem matið fer fram. Vel heppnað starfs- mat byggist á því að þeir sem taka þátt í því séu reiðubúnir að endur- skoða ríkjandi gildismat og varpa fyrir róða hugsanlegum fordómum um störf og mikilvægi þeirra. Nánari upplýsingar um starfsmatskerfi veitir Margrét Erlendsdóttir, verkefnisstjóri, félagsmálaráðuneytinu, sími 560-9121. Starfsmat og frammi- stöðumat í nýju launakerfi Skýrsla til miðstjórnar Bandalags háskólamanna. Höfundar: Birgir Björn Sigurðsson og Vigdís Jónsdóttir Útgefandi: BHM 1997 í skýrslunni eru settar fram hugmyndir um hvernig hagnýta má starfsmat og frammistöðumat við launaákvarðanir í nýju launa- kerfi háskólamanna. Hugmyndir þessar eru birtar á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki endilega stefnu aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.