Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 27
19
Ræjf\iAUTflFJI\iDU9 2000
Gæðastýring í jarðrækt og nautgriparækt
Gunnar Guðmundsson
Bœndasamlökum Islands
INNGANGUR
Á undanfömum ámm hefur töluvert verið fjallað um gæðastjómun á ráðunautafundum. Bæði
hefur umijöllunin verið almenn, en einnig sértæk að því er varðar landbúnað og einstakar
greinar hans. Atvinnugreinar em misjafnlega á vegi staddar hvað hagnýtingu gæðastýringar
varðar. Almennt em menn þó sammála um að hugmyndir og aðferðir gæðastjómunar hafi
skilað viðunandi eða allgóðum árangri í mörgum greinum atvinnulífsins að því er varðar
aukið framleiðsluöryggi og bættan rekstur. Ymsar ytri aðstæður, en einkum aukin samkeppni
á markaði og aukin alþjóðleg viðskipti með vörur og þjónustu, kalla eftir því að gæði, hrein-
leiki afurða og hollusta, uppruni og framleiðsluöryggi vara séu tryggð eins og frekast er
kostur.
Stjórn Bændasamtaka Islands hefur markað skýra stefnu um að í samvinnu við búgreina-
félögin og aðra hlutaðeigandi aðila verði komið á formlegri gæðastýringu í íslenskum land-
búnaði. Þar verði tekið mið af mismunandi þörfum og hagsmunum einstakra búgreina. í því
sambandi verði höfð hliðsjón af þeirri leið og þeim aðferðum sem forsvarsmenn í norskum
landbúnaði hafa kosið að fara („Kvalitetssystem i landbruket“ - KSL). í stuttu máli byggir sú
aðferð á víðtækri skráningu upplýsinga í búrekstrinum, sem hefur þann tvíþætta tilgang að
styrkja ákvarðanatöku bóndans um reksturinn, - búa betur og treysta gæði og framleiðslu-
öryggi. Hinu er heldur ekki gleymt að með skráningu mikilvægra upplýsinga er neytendum
sýnt fram á hvemig framleiðsluhættir í landbúnaði eru.
ALMENNAR FORSENDUR GÆÐASTÝRINGAR í LANDBÚNAÐI
í þessu erindi verður leitast við að gera grein fyrir hugmyndum að gæðastýringarkerfi, annars
vegar í jarðrækt og hins vegar í nautgriparækt - þ.e. hvaða upplýsingar þátttakendur í gæða-
starfinu þurfa að skrá og halda utan um og hvemig fyrirhugað er að hagnýta þær í bú-
rekstrinum, annars vegar að því er varðar að auka arðsemi rekstrarins og hins vegar að auka
eða treysta gæði og framleiðsluöryggi.
Eftirfarandi forsendur em lagðar til grundvallar þeim almenna ramma sem fyrsta stig gæða-
stýringar (skráningarfyrirkomulag) í hverri búgrein tekur til og þátttakendur þurfa að uppfylla:
• að gæðakerfið sé einfalt og ódýrt í framkvæmd,
• að það verði verkfæri fyrir bóndann til þess að ná betri árangri í búrekstrinum og bættri afkomu,
• að gæðastýringarkerfið taki fullt tillit til mikilvægustu lagafyrirmæla og reglugerðarákvæða sem
búgreinin starfar eftir,
• að áhersla verði lögð á; að gæðastarfíð taki sérstaklega til þátta í framieiðslunni sem höfða
sterkt til neytenda og frekast geta treyst samkeppnisstöðu (hæfni) innlendrar ffamleiðslu gagn-
vart innfluttri matvöru,
• að rekjanieiki í framleiðslunni verði mögulegur og miði að því að treysta öryggi og fækka mis-
tökum (örugg og jöfn gæði),
• að lágmarkskröfur gæðastarfsins (skráningar) útheimti hófleg útgjöld fyrir þorra bænda (útgjöld
minni en fjárhagsávinningur) og skapi grunn að vottun framleiðslunnar.