Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 28
20
GÆÐASTÝRING í JARÐRÆKT
Hvaða þœlti á ad skrá?
í 1. töflu er listi yfír mikilvægustu þætti sem gert er ráð fyrir að verði skráðir og haldið sér-
staklega utan um í gæðastýringu í jarðrækt. Hér er ekki um endanlega upptalningu skrán-
ingarþátta að ræða. Ugglaust má bæta ýmsum við og fella einhverja út, en það þarf að meta
áður en lagt er upp. Upptalningin í töflunni tekur mið af þáttum sem líklegastir eru til að upp-
fylla forsendur gæðastarfsins.
í jarðræktinni má í grófum dráttum skipta skráningaratriðunum í fimm aðalflokka.
» Grunnupplýsingar um býlið, landstærð, túnastærðir, jarðvegsgerð og jarðvinnslu þarf að skrá.
Þessar upplýsingar eru hluti af samræmdum grunni hvers býlis sem mikilvægt er að haldið sé
utan um á einum stað. Þær þurfa að vera á því formi að geta nýst til ólíkra viðfangsefna og í
öðrum upplýsingakerfúm í búrekstrinum. Svo dæmi sé tekið þá er mikilvægt að jarðar- eða
býlisnúmerið sé það sama og á sama formi í jarðrækt, nautgriparækt og öðrum búgreinum.
o Jarðvinnsla og ræktun eru þættir sem mikilvægt er að halda utan um sem og ræktunarsögu
hverrar spildu ræktunarlandsins á búinu. Þær upplýsingar mynda grunn að því að gera sér grein
fyrir og meta afrakstur aðgerða og ræktunaraðferða sem framkvæmdar hafa verið. Hér er einnig
um mikilvægar upplýsingar að ræða til að meta ýmsar hagtölur í jarðræktinni, s.s. á ræktunar-
kostnaði, breytilegan framleiðslukostnað við fóðuröflun heima á hverju býli o.fl.
• Næringarefnabúskapur og notkun aðskotaefna. Einn af stærri árlegum útgjaldaliðum í
breytilegum ræktunarkostnaði er áburður. Hagkvæm notkun áburðar er þýðingarmikill þáttur í
arðsömum búrekstri. Að gera áburðaráætlun og skrá áburðarnotkun eru Iykilatriði í því. Áhugi
almennings á umhverfísmálum, sjálfbærri þróun og viðhaldi á frjósemi lands, - jafnt ræktaðs
sem óræktaðs, - virðist fara vaxandi. Næringarefnabúskapur og skráning á notkun næringarefna
sem og ýmissa aðskotaefna (efnamengun í ár og vötn, þungmálmar og jurtalyf) er einnig við-
fangsefni sem nýtur vaxandi áhuga sem rannsóknarefni víða í okkar nágrannalöndum og hefur
þess utan hagrænt gildi í búskapnum.
• Heyöflun - Uppskera - Fóðurgildi (Forðagæsla - búfjáreftirlit). Haldgóðar upplýsingar um
uppskeru, - bæði magn og gæði, - er grundvöllur að hagkvæmum búrekstri og er grunnur að
fjölþættri rekstraráætlanagerð í búfjárrækt sem byggir á heimaræktuðu fóðri. Auk þess sem
þannig upplýsingar eru hagnýttar í opinberu eftirliti með heyforða, ástandi búfjár og skepnu-
höldum.
• Landkostir og landnýting. Þáttur bænda í skynsamlegri og ábyrgri landnýtingu og landvörslu
hefur verið samofinn landbúnaði gegnum aldir og nýtur nú vaxandi almenns skilnings. Um-
hverfísvöktun, mat á beit og beitarþoli er veigamikill hluti í gæðastýringu og mun fara vaxandi að
vægi. Þessum þætti er því mikilvægt að huga að og halda til haga. I byrjun er ekki gert ráð fyrir að
hann verði umfangsmikiil hluti af skráningu upplýsinga í gæðastýringu í landbúnaði. Hins vegar
má gera ráð fyrir að í framtíðinni muni áhersla á hann fara vaxandi. Þörf er á að skoða hann í sam-
hengi við hugmyndir að gæðastýringu í sauðfjárrækt í samningi við ríkið, sbr. og „Nytjaland“.
1. tafla. Yfirlityfir helstu skráningaratriði í jarðrækt.
Skráningarþættir í jarðrækt
Þættir Upplýsingar Skýringar Hvar skráð
Um býliö Upplýsingar um býlió (Jaróabók), s.s. NPK eða önnur
• Landnúmer (lögbýlisnúmer) viöurkennd
• Jarðarkort ef til er (loftmynd) jarðræktarforrit
CS ou • Túnkort, spildur og spildustærð
•1 • Landstærð, gróf jarðvegsflokkun
Ræktun og Rœktunarlandið NPK
framræsla • Spildur/stærð
• Jarðvegsgerð/tegund
• Framræsla
• Hvenær og hvernig unnið
• Viðhald framræslu
• Annað
J