Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 30
22
NPK / Gœdahandbók í jardrœkt
Fyrir nokkru þróuðu Bændasamtökin og settu á markað jarðræktarforritið NPK. Það er í
tveimur útgáfum annars vegar fyrir bændur og hins vegar ráðunauta. Upprunalega var forritið
fyrst og fremst hugsað til áburðaráætlanagerðar. Hugmyndin er að aðlaga það því markmiði
að halda jöfnum höndum utan um allar upplýsingar hvers býlis í jarðrækt, hvort heldur til-
gangurinn er almennt túnabókhald, áburðaráætlun/næringarefnabúskapur, ræktunaráætlun eða
gæðastýring í jarðrækt. Með því móti verður leitast við að gæðastarfið sé eðlilegur hluti af
upplýsingavinnslu jarðræktarinnar á búinu. Það mun væntanlega einnig stuðla að því að þeir
bændur sem eiga og nota tölvur og eru með forritið NPK (eða önnur sambærileg og viður-
kennd) geta hagnýtt hana í gagnaskráningunni ffá byrjun.
Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir því að bændur sem vilja taka þátt í gæðastarfmu þurfi
nauðsynlega að eiga og nota tölvu. Hugmyndin er að þeir geti handskráð nauðsynlegar upp-
lýsingamar á til þess gerð eyðublöð. Hvora leið sem menn velja er óhjákvæmilegt annað en
útbúa sérstaka handbók, - gæðahandbók, - ásamt skýrum leiðbeiningum um skráningu og
færslu upplýsinga.
GÆÐASTÝRING í NAUTGRJPAR.ÆKT
í 2. töflu er yfirlit yfir þætti sem gert er ráð fyrir að þurfi að skrá og halda sérstaklega utan um
í nautgriparækt. Þessum þáttum má gróflega skipta í eítirtalda flokka:
* Grunnupplýsingar - afurðaskýrsluhald. Eins og áður segir er búfjárskýrsluhald elsti og út-
breiddasti hluti af gæðastjórnun í landbúnaði. Grundvallaratriði í gæðastýringu í búfjárrækt er því
þátttaka í viðurkenndu ræktunar- og afurðaskýrsluhaldi. Grunnur þess er að allir gripir séu merktir
samkvæmt viðurkenndu rnerkja- og númerakerfí. Olík viðhorf eru til þess hvort í gæðastýringu eigi
að skylda þátttakendur til að merkja alla ásetta gripi samkvæmt samræmdu miðstýrðu merkjakerfí.
Að því er varðar þætti eins og rekjanleika og uppruna gripa þá mælir vissulega margt með því að
svo sé. í þessu efni eru aðstæður búfjárgreinanna þó ólíkar. Einn þátt í því sambandi er þá þarft að
meta, en það er kostnaður við stofnsetningu og rekstur á slíku merkingakerfí. Reglubundnar
mælingar á afurðum, s.s. efnasamsetning mjólkur og mjólkurgæði eru mikilvægir þættir sem nú
þegar eru mældir á viðunandi hátt. Gögn þau þarf að geyma vel og hagnýta í rekstrinum.
* Skráning á heilsufari, sjúkdómum og lyfjanotkun. Kerfísbundin skráning þessara þátta verður
tvímælalaust að fylgja gæðastýringu í búfjárrækt. Þó töluvert sé vitað um tíðni algengustu sjúk-
dóma hjá nautgripum og notkun lyfja hér á landi, hefur kerfísbundin skráning ekki verið fram-
kvæmd. Slíkar upplýsingar geta nýst á margvíslegan hátt, t. a. m. í ræktunarstarfi og í búrekstri.
Frá sjónarhóli gæðastýringar eru þær upplýsingar ekki síður mikilvægar í markaðsstarfi með bú-
fjárafurðir og væntanlega höfða þær auk þess sterkt til neytenda.
• Fóður, fóðrun og vatnsgæði. Mikilvægur þáttur í gæðastýringu er kortlagning fóðurgæða og
gerð fóðuráætlana sem sýna hvaða fóður er notað, fóðurgildi þess og efnainnihald. Varðandi að-
keypt fóður er einnig þýðingarmikið að fyrir liggi upplýsingar um seljandann, efnainnihald þess
og staðfesting þar til bærra aðila um að það innihaldi ekki óæskileg aðskotaefni, s.s. (fúkka) lyf,
vaxtarhvetjandi efni, vaka, þungmálma o.þ.h.
* Smitvarnir, þrif og sótthreinsun. Hér er átt við hvernig smitvörum í gripahúsum er almennt
háttað, hvað gert er til að halda skordýrum og meindýrum frá fénaðarhúsum, - ennfremur hvaða
reglur gilda um heimsóknir utanaðkomandi aðila, gesta og annarra bænda, svo og lýsing á þrifum,
sótthreinsun og efnanotkun í þeim tilgangi.
• Hirðing, aðbúnaður og umhverfi búfjár. Fyrir liggi úttektir búfjáreftirlitsmanna og staðfesting
þess að reglum um aðbúnað, húsrými á grip, umhverfisþætti (hita, raka gasstyrk o.fl.) sé fylgt.
Hér koma einnig tii skoðunar atriði sem sett eru fram í nýrri reglugerð um góða búskaparhætti.
• Afurðaúrvinnslan. Margháttaðar upplýsingar um afurðirnar verða til í reglubundnu eftirliti af-
urðastöðvanna með þeim afurðum sem þær taka á móti. 1 nær öllum tilvikum er hér um að ræða
upplýsingar sem varða almenn gæöi varanna og ekki síður verðlagningu þeirra til bóndans. Þessar
upplýsingar er þýðingarmikið að halda utan um og hagnýta við stjórnun búsins.
J