Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 35
27
Því ríður á að nýta þá þekkingu og reynslu sem tiltæk er í ýmsu formi og liggur beint við að
leggja eftirfarandi til grundvallar:
• Vegna skráningar er æskilegt að viðeigandi forrit Bændasamtaka íslands verði notuð, þ.e. jarð-
ræktarforritið NPK og skýrsluhaldsforritið FJARVIS fýrir ætta- og afurðaskráningu sem bæði
falla vel að þörfum sauðfjárbænda. í því síðarnefnda hefur verið tekið sérstakt tillit til lífrænan
og vistvænna búskaparhátta.
• Tekið verði fullt tillit til ýmissa gæðatengdra ákvæða í reglugerðum sem snerta sauðfjárræktina,
einkum:
• regiugerð um eftirlit meó aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með fram-
ieiðslu kjöts og annarra afurða þeirra nr 60/2000.
• reglugerð um vörslu búijár nr 59/2000.
• reglugerð um forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár (væntanleg).
Þá koma einnig við sögu ýmsar reglugerðir sem varða heilbrigðiseftirlit, mengunarvarnir
og sláturafurðir, og síðast en ekki síst reglugerðir um lifræna og vistvæna landbúnaðarfram-
leiðslu sem áður var vikið að. Má gera ráð fyrir endurskoðun, a.m.k. á þeirri síðastnefndu, í
tengslum við útfærslu á nýju gæðastýringarkerfi í sauðfjárræktinni, m.a. varðandi eftirlits-
þáttinn.
Nú liggur fýrir að gæðastýringin muni taka til eftirtalinna þátta og verður hér fj allað um
hvem fyrir sig, einkum til að undirbyggja umræðu um skráninguna. Þótt margt sé augljóst í
þeim efhum geta verið uppi ýmis álitamál sem fljótlega þarf að taka afstöðu til vegna gerðar
gæðahandbókar.
Kynbólaskýrsluhald
Kynbótaskýrsluhald í sauðfjárrækt á sér langa hefð hér á landi og með endurbótum á tölvu-
forritum og þróun í skráningu eiginleika stöndum við vel að vígi miðað við það sem almennt
gerist í nágrannalöndunum. Þar sem kynbóta- og afurðaskýrsluhald getur stuðlað mjög að
bættri afkomu verður þessi þáttur veigamikill í gæðastýringunni. Því tel ég nauðsynlegt að
sauðfjárbændur sem ætla að taka þátt í gæðastýringu séu með í skýrsluhaldinu. Tengsl
skýrsluhaldsins við kjötmatið eru góð, en ullarþáttinn mætti bæta og stuðla þannig að bættum
gæðum þeirrar aukaafurðar á fjárbúinu. Æskilegt er að sem flestir fjárbændur í gæðastýringu
verði aðilar að FJÁRVÍS eða öðru viðurkenndu sauðfj árskýrsluhaldskerfi.
Einstaklingsmerking
Einstaklingsmerking er grundvallaratriði til þess að unnt sé að skrá margvíslegar upplýsingar
um féð og tryggja rekjanleika í öllu framleiðsluferlinu. Þannig verður allt fé að vera ein-
staklingsmerkt og skráð, bæði lömb og fullorðið, eins og lengi hefur tíðkast í fjárræktar-
félögunum. Ég tel heppilegast er að merkja allt fullorðið fé með lituðum plötumerkjum í eyru
eftir vamarsvæðum í samræmi við reglugerð um búfjármörk o.fl. nr 200/1998, með síðari
brevlingum. Þá tel ég æskilegt að merkja einnig lömbin á vorin með sama hætti, þ.e.
einstaklingsnúmer öðrum megin á merki en bæjamúmer, sýslutákn og sveitamúmer hinum
megin. Þótt eitthvað af merkjunum tapist úr myndu réttarstörf verða auðveldari og fjárskil
betri og rekjanleikinn verður öraggari eftir því sem betur er vandað til merkinga. Hugsanlega
koma örmerkingar til greina í framtíðinni, annað hvort í plötumerkjum eða undir húð, sérstak-
lega þegar langdrægari aflestrartæki verða tiltæk og kostnaður viðráðanlegur. Verið er að gera
víðtækar prófanir á notkun örmerkja i sauðfé í nokkram Evrópusambandslöndum (7) og er
fylgst með þeirri þróun.
Lyfjaskrúning og heilsufarseflirHi
Lyfjaskráning og heilsufarseftirlit hlýtur að byggjast mjög á samvinnu við dýralækna, hvort
L