Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 36
28
sem um hópmeðferðir eða einstaklingsmeðferð er að ræða. Öll kaup á lyfjum skulu skráð svo
og notkun, þ.e. hvaða lyf, og hvenær í hveiju tilviki, lengd meðferðar þar sem það á við og
hvers vegna þau eru notuð. Væntanlega nægir að skrá hópmeðferðir á borð við bólusetningar
og ormalyfjagjöf á alla hjörðina, en skráning á einstaklinga er nauðsynleg, t.d. þegar einstakar
ær fá lyfjameðferð vegna júgurbólgu og einstök lömb vegna stíuskjögurs. Gert er ráð fyrir að
dýralæknir votti um heilbrigði fjárins í sláturhúsi. Draga þarf úr skörun við þá þætti í gæða-
handbókinni sem búfjáreftirlitsmaður sér um sbr. 4. þátt. Undir þennan skráningarflokk ættu
einnig að koma niðurstöður sjúkdómagreininga eftir krufningu á Keldum. Ef FJÁRVÍS ræður
ekki við alla lyfja- og sjúkdómaskráningu sem talin er nauðsynleg í gæðastý'ringarkerfinu
verða gerðar viðeigandi breytingar til aðlögunar.
Aóbúnaóur og hiröing fjárins
Aðbúnaður og hirðing fjárins eru þættir sem þarf að taka fastari tökum í samræmi við ákvæði
reglugerðar nr 60/2000 og væntanlegrar reglugerðar um forðagæslu. Búfjárvernd er veiga-
mikill þáttur í ímynd greinarinnar og er eðlilegt að búfjáreftirlitið verði eflt þannig að viður-
kenningar eða vottorð frá búijáreftirlitsmönnum um þætti á borð við rými í fjárhúsum, loft-
ræstingu, fóðrun, hirðingu og ástand fjárins verði nægilega trúverðug til að uppfylla settar
kröfur til gæðastýringar. Einnig geta komið við sögu gæði sláturfjár, t.d. hvort aðstaða sé til
að hafa það nægilega þurrt og hreint við afhendingu í sláturhús. Við eftirlit með þessum
þáttum skiptir miklu máli hvernig gæðahandbókin er uppbyggð. Meðal annars þarf að taka af-
stöðu til þess hve langan tíma ijárbóndi fær til að bæta úr því sem ekki uppfyllir tilteknar
gæðastýringarkröfur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir án þess að það verði of tímafrekt og
kostnaðarsamt. Þá er spurningin hve langt á að ganga í skráningu upplýsinga um meðferð
fjárins utan húsvistartíma, t.d. um vorbeit, sleppingu í úthaga, flutninga á affétt, rúning,
smölun, flutning eða rekstur úr réttum og haustbeit.
A buróarnolkim og uppskentskráning
Áburðamotkun og uppskeruskráning em þættir sem falla undir almennan búrekstur og geta
skipt verulegu máli í viðleitni til að bæta rekstur og auka hagkvæmni búsins, sérstaklega fyrir
bændur í gæðastýringu. Einnig koma slíkar upplýsingar að góðu gagni við rekstrargreiningu
og áætlanagerð. Þótt ljóst sé að skrá þarf áburðarnotkun og uppskeru hverrar túnspildu getur
verið álitamál hversu ítarleg slík skráning á að vera. Eftir því sem næst verður komist upp-
fyllir NPK forritið vel þær kröfur sem gera þarf til jarðræktar á gæðastýrðu sauðfjárbúi. Þó
þarf að huga að skráningu og eftirliti með þungmálmum í áburði, s.s. kadmíum, þar sem
ákveðin mörk eru nú þegar í reglum um lífræna og vistvæna framleiðslu (5,6). Ekki má varpa
skugga á hreinleika og hollustuímynd íslenskra sauðfjárafurða, síst af öllu þeirra gæðastýrðu.
Fóöurskráning
Fóðurskráning kemur í rökréttu framhaldi af áburðar- og uppskemskráningu á fjárbúinu. Hér
er fyrst og fremst um vetrarfóður og fóðrun að ræða, bæði gróffóður og kjamfóður, en auk
þess beit á ræktað land vor og haust. Skömn við 4. og 5. þætti og jafnvel 3. þátt hér að framan
dregur úr þörf fyrir skráningu undir þessum lið. Um hópskráningu samkvæmt gæðahandbók
er að ræða, s.s. ær í tveim eða fleiri hópum, fullorðnir hrútar, lambgimbrar og lambhrútar, í
einu eða fleiri fjárhúsum eftir aðstæðum á hverju búi. Fóðurskráninguna þarf að athuga með
tilliti til endurskoðunar á FJÁRVIS. Við gerð gæðahandbókar er ráðlegt að gæta samræmis
við færslur á forðagæslueyðublaði og þar með viðauka væntanlegrar reglugerðar um forða-
gæslu. Líkt og með áburð þarf að vera ljóst hvaða tegundir og frá hvaða framleiðendum
fóðurbætir er í notkun á búinu. Aftur á móti er álitamál hversu ítarleg slík skráning á að vera
enda lyfjablöndun í fóður ekki leyfð. Hér em því greinilega tengsl við Aðfangaeftirlitið.