Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 37
29
Úthagabeit, bœdi í heimalöndum og afréttum
Úthagabeit, bæði í heimalöndum og afréttum, er sá þáttur í altækri gæðastýringu sauðfjár-
ræktar sem getur orðið erfiðastur viðureignar, m.a. vegna upplýsingaskorts og mismunandi
sjónarmiða (8,9). Hér er augljós skörun við hrossaræktina í mörgum héruðum. Miklu máli
skiptir hversu strangar kröfur verða gerðar við ákvörðun beitarþols. Raunhæft er að miða við
a.m.k. jafnvægi í jarðvegs- og gróðurástandi. Þar fari saman aðgerðir til að bæta skipulag
beitarinnar og markvissar landgræðsluframkvæmdir í samvinnu við viðkomandi bændur.
Leggja verður mat á hverja jörð fyrir sig svo og einstök afréttarsvæði þar sem það á við.
Aflað er upplýsinga um tiltækt beitiland, stærð þess og gæði, þar með um ástand þess, beitar-
tíma, beitarálag og beitarsögu. Tryggt skal að beitarþörf alls búfjár sem nýtir úthagabeit sé
fullnægt og að teknu tilliti til hagabóta og nýtingar ræktaðs lands, einkum vor og haust. Ef
beitarþolið er minna en beitarálagið á viðkomandi jörð tel ég eðlilegt að gæðaviðurkenning
verði veitt, ef önnur skilyrði eru uppfyllt, að því tilskyldu að bóndinn útvegi meira beitiland
og/eða vinni að skipulegum landbótum til að auka beitarþol jarðarinnar á nokkurra ára að-
lögunartíma. Hef ég þá til hliðsjónar aiþekkt aðlögunarferli að lífrænum búskaparháttum (5).
Við þurfúm að ræða um aðferðir og framkvæmd beitarþolsmats í þágu gæðastýringar á bæði
faglegum og hagnýtum grundvelli innan þess ramma sem tími og fjármunir leyfa. Lögformleg
ítala (10) kemur vissulega til greina en er trúlega ekki raunhæfur kostur nema í einstökum til-
vikum vegna kostnaðar. Því geri ég ráð fýrir að beitt verði skyndimatsaðferðum í flestum til-
vikum. Sætti bóndi sig ekki við niðurstöður þeirra verði komið upp úrskurðamefiidum í
héraði og yfimefnd á landsvísu þar sem ítala gæti reynst úrslitakostur. Þótt beitarþolsmatið sé
erfitt úrlausnarefni er margvísleg þekking og reynsla tiltæk (11). Við verðum að takast á við
þetta viðfangsefni, hvort sem er vegna gæðastýringar í sauðfjár- og hrossarækt eða einfald-
lega vegna ríkjandi stefnu í átt til sjálfbærari landnýtingar.
Hreinlœti og snyrtimennska
Hreinlæti og snyrtimennska eru liðir í góðum búskaparháttum (12) og geta haft áhrif á gæði
og ímynd framleiðslunnar. Þar má nefna öflun góðs neysluvatns, ömgga meðferð sorps og
frárennslis og góða umhirðu fjárhúsa og umhverfis þeirra. Vísir að slíkum kröfum er í reglum
um vistvæna framleiðslu (6). Það samræmist ekki ffamleiðslu gæðaafúrða og hreinleika-
ímyndar þeirra að vaða þurfi svað til að komast inn í fjárhúsin eða að vart verði þverfótað
fyrir alls konar drasli innan húss sem utan, svo að dæmi séu tekin. Hér gæti verið skömn við
3. og 4. þætti hér að framan og fúll ástæða er til að hugleiða hve langt eigi að ganga í þessum
efnum.
GÆÐAHANDBÓK
Aðeins verður vikið lítillega að væntanlegri gæðahandbók en innihald hennar hlýtur að ráðast
mjög af þeim þáttum sem hér hafa verið taldir upp og þeim kröfum sem gerðar verðar til
gæðastýringarinnar. Á blönduðum búum era ýmsir þættir sameiginlegir fyrir tvær eða fleiri
búgreinar, t.d. áburðamotkun, og þarf því að gæta samræmis ef samin er sérstök gæðahand-
bók fyrir hverja búgrein. Fyrir sauðfjárrækt yrði úthagabeitin sameiginlegur þátmr með
hrossaræktinni. svo að annað dæmi sé tekið. Annað veigamikið atriði er að gera gæðahand-
bókina auðvelda í notkun fyrir alla aðiia, bændur, búfjáreftirlitsmenn, ráðunauta, dýralækna
o.fl. Hún yrði að vera samræmd þeim tölvuútskriftum sem notaðar væm í búgreininni, en þó
er ekki gert ráð fyrir að tölvuskráning verði skilyrði fyrir þátttöku í gæðastýringu á sauðfjár-
búi. Þar sem margir þurfa að koma að þessu undirbúningsstarfi reikna ég með að gæðahand-
bók/bækur verði til i vinnuhópum og er orðið tímabært að stofna slíkan vinnuhóp fyrir sauð-
fjárræktina er starfi í tenglum við fagráð búgreinarinnar.