Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 40
32
RÁÐUNflUTflfUNDUfi 2000
Gæðastýring í svínarækt
Birna Baldursdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
INNGANGUR
í stefnumörkun stjómar Bændasamtaka Islands (BI) varðandi gæðastýringu í landbúnaði
(GSL) er lögð áhersla á að bæta rekstur og afkomu búanna. að bæta starfsumhverfi bænda,
ásamt því að tryggja gæði, hreinleika og öryggi afurða. Hver búgrein íyrir sig setur sér síðan
nánari markmið og hvert bú getur sömuleiðis útfært sín eigin markmið.
Bændasamtök íslands hafa valið að nota norska gæðakerfið „Kvalitetsstyring i lant-
bruket“ (KSL) sem fyrirmynd að íslensku gæðastýringarkerfi í landbúnaðinum. Það kerfi
byggir að verulegu leyti á GÁMES (Gát á mikilvægum eftirlitsstöðum, eða á ensku: HACCP
= Hazzard Analysis Critical Control Point). Það er því ekki ætlunin að búa til nýtt kerfi heldur
byggja á gömlum gmnni og bæta við effir þörfiim. Bændasamtökin leggja áherslu á að það
gæðastýringarkerfi sem nú er kynnt til umræðu er aðeins 1. útgáfa og þar em aðallega þættir
sem lúta að gmnnrekstri búanna svo og þættir sem snúa að neytendum.
Svínaræktin á íslandi hefur staðið nokkuð framarlega í landbúnaði hvað varðar skráningu
gagna og effirlit. Því til stuðnings má nefna að reglugerð nr 219 um aðbúnað og heilbrigðis-
eftirlit á svínabúum var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi (Landbúnaðarráðuneytið 1991).
Hins vegar má alltaf gera betur og það em í raun einkunnarorð gæðastjómunar; að gera betur
í dag en í gær.
SKRÁNINGARÞÆTTIR
Hér á effir verður fjallað um þá skráningarþætti sem Bændasamtök íslands leggja til sem lág-
marksviðmið í gæðakerfmu (GSL). Einnig verður flallað um reglugerð nr 219, um aðbúnað
og heilbrigðiseffirlit á svínabúum, en þar er komið inn á marga þætti sem tengjast lágmarks-
viðmiðunum (Landbúnaðarráðuneytið 1991). Flestir af þessum þáttum eru hluti af forritinu
AgroSoff-Winsvin en það er notað við skýrsluhald í svínarækt hérlendis. Alls em um 50
svínabú á landinu í dag og er AgroSoff-Winsvin notað á um þriðjungi þeirra, sem nær yfir
60-65% af heildarframleiðslunni.
Búfé
Hér er átt við númerakerfi fyrir alla gripi, upplýsingar um ættemi, aldur, tilhleypingar
(sæðingar), fang, got og fædda grísi. Þetta em grunnupplýsingar sem em til staðar í dag á
búum með skýrsluhald. Dæmi em þó um að bændur hafi dregið úr merkingum á sláturgrísum.
Þá verður að hafa í huga auknar kröfur markaðarins um rekjanleika afurða, sem væntanlega
eiga effir að verða enn meiri í framtíðinni.
Upplýsingar um afurðir eins og fallþunga, gæðamat, heilbrigðisskoðun skrokka o.fl. sem
koma frá sláturhúsi þarf einnig að geyma samkvæmt GSL. Þessar upplýsingar eru skráðar nú
þegar í sláturhúsum og sendar viðkomandi bónda.
Aðhúnadur
í GSL er gert ráð fyrir að skrá upplýsingar um tegund bygginga, rými á grip, lýsingu, loff-
j