Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 41
33
ræstingu, rakastig og lofttegundir. í reglugerð nr 219 er mjög skýrt tekið á þessum þáttum í 4.,
5., 6. og 7. grein. Þar er m.a. nákvæmlega tekið fram hvemig aðbúnaður í fordyri skuli vera til
að tryggja að smitvarnir séu sem bestar. Einnig er tekið fram hvemig gangar og dyr svínahúsa
skuli vera til að auðvelda rýmingu í neyðartilfellum. Afköst og virkni loftræstingar er tiltekin,
svo og raka- og hitastig í öllum deildum svínabúsins. Hámarksmagn lofttegunda, eins og kol-
tvísýrings (CO2), ammóníaks (NH3) og brennisteinsvetnis (H2S), er tiltekið í reglugerðinni og
skal sýnataka fara fram samkvæmt viðurkenndum reglum. I 6. grein er lýst hvemig við-
vörunarkerfí varðandi loftræstingu og vamsþrýsting skuli vera. Lýsingu skal þannig háttað,
samkvæmt reglugerðinni, að Ijós á að vera hjá svínunum minnst 8 klst á sólarhring og ljós
eiga að vera slökkt a.m.k. 7 klst að næturlagi. Lágmarksstærðir á stíum og básum em
nákvæmiega tilteknar í 5. grein reglugerðarinnar, svo og útfærslur á innréttingum m.t.t.
fóðmnar, brynningar og sótthreinsunar.
Heilbrigði, smiivarnir ogþrif
I GSL er gert ráð fyrir að skrá alla sjúkdóma og kvilla sem upp koma í svínahjörðinni, svo og
að halda til haga skýrslum og niðurstöðum ffá sláturhúsum og dýralæknum. Eftirtalda þætti
þarf einnig að skrá í GSL; hvaða grip er gefíð lyf, dagsetning meðhöndlunar, hver gefur lyfið
(bóndi eða dýralæknir), lyfjategund og magn, og sláturfrestur lyfja.
í reglugerð nr 219, í 2., 9. og 10. grein, er fjallað um heilbrigðiseftirlit og sjúkdóma-
vamir. Þar er tilgreint nákvæmlega hvemig eftirliti skuli háttað og hvaða upplýsingar þurfi að
skrá. I reglugerðinni kemur fram að héraðsdýralæknar skuli sinna reglubundnu heilbrigðis-
eftirliti á svínabúum a.m.k. tvisvar á ári hverju. Aðgerðir, ef upp koma alvarlegir smitsjúk-
dómar, em tilteknar í 9. grein. I 10. grein er sérstaklega fjallað um samvinnu svínabús,
héraðsdýralæknis og sláturhúss og skyldur viðkomandi aðila tíundaðar. Þar kemur m.a. ffam
að svínabóndi skuli halda til haga heilbrigðiskortum, niðurstöðum skráninga á sjúkdómum frá
sláturhúsi og niðurstöðum rannsókna á sýnum. Bónda er einnig gert skylt að skrá alla sjúk-
dóma sem upp koma og meðhöndlun þeirra á heilbrigðiskort (sem yfírdýralæknir lætur í té),
svo og að tilkynna héraðsdýralækni öll vandamál í sambandi við heilbrigði dýranna. Þá er for-
stöðumanni sláturhúss skylt að koma skýrslum kjötskoðunardýralæknis til viðkomandi ffam-
leiðanda. Af þessu er ljóst að flestir skráningarþættir er varða heilbrigði ættu að vera í góðu
lagi nú þegar.
Varðandi smitvamir á svínabúum eru eftirfarandi þættir mikilvægir; fræðsla, eftirlit dýra-
lækna, bólusetningar, meðhöndlun sjúkdóma, fyrirkomulag og innréttingar svínahúsa, um-
hverfi svínahúsa, afhending sláturdýra, heimsóknir utanaðkomandi aðila og þrif og sótt-
hreinsun. í reglugerð nr 219 er í flestum greinum komið inn á þessa þætti. Þar stendur að
dýralæknir svínasjúkdóma skuli sinna fyrirbyggjandi fræðslustarfi og hafa umsjón með eftir-
liti á svínabúum. Síðar verður komið inn á hvemig umhverfi svínahúsa skuli vera til að hindra
að smit berist í hjörðina. Fyrirkomulag og innréttingar svínahúsa skulu vera þannig, sam-
kvæmt reglugerðinni, að þrif og sótthreinsun sé sem auðveldust. Varðandi heimsóknir utanað-
komandi aðila gildir sú almenna regla að menn hafi ekki verið á öðm svínabúi síðustu 48 klst.
Starfsfólk sem kemur erlendis ffá skal fara í læknisskoðun áður en það hefur störf á svínabúi.
Að öðru leyti er óviðkomandi aðilum stranglega bannaður aðgangur að svínabúum. I reglu-
gerðinni er nákvæmlega útlistað hvemig fordyri svínahúsa skuli vera m.t.t. smitvama. Þar
þarf að vera aðstaða til að sápuþvo hendur með heitu vatni, bakki með sótthreinsandi efni
fyrir stígvél og geymsla fyrir hlííðarföt og skófatnað. I fordyri á að rjúfa samgang við innra
umhverfi svínahússins með því að skipta um skófatnað eða sótthreinsa hann og fara í sérstök
hlífðarföt.
Þvottur og sóttlireinsun innréttinga og mikilvægra svæða á búinu eru hluti af skráningu í