Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 45
37
RRBUi\fiimFUNDUR 2003
Gæðastjórnun í garðyrkju
Garðar R. Ámason
Bœndasamtökum Is/ands
INNGANGUR
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað og munu eiga sér stað varðandi markaðsumhverfi
garðyrkjunnar hér á landi og ekki er ljóst hvaða afleiðingar þær munu hafa í för með sér.
Ljóst er að innlendi markaðurinn er að opnast meira en verið hefur og neytendur mimu í fram-
tíðinni standa frammi fyrir fleiri valkostum en áður. Innlenda farmleiðslan mun því mæta
aukinni samkeppni, einkum varðandi verð og því er mikilvægt að skilgreina og leggja áherslu
á þau forskot sem við höfum. Þar af eru gæðin langmikilvægust.
Mjög mikilvægt er að taka gæðamálin til gagngerrar endurskoðunar, til að varðveita og
bæta samkeppnisstöðu okkar í ffamtíðinni. I því sambandi væri markvisst gæðastjómunar-
kerfi mjög áhugaverður kostur. Hæpið er að leggja áherslu á „magnvörur“, því neytandinn
gerir væntanlega lítinn greinarmun þar á og velur væntanlega það ódýrasta. Þess í stað ætti að
skapa vörum okkar ákveðna sérstöðu, þar sem m.a. væri lögð megin áhersla á ferskleika,
hreinleika, bragðgæði, næringargildi og hollustu, þar með talið tn'gging fyrir því að græn-
metið innihaldi ekki leifar vamarefna. Mjög mikilvægt er að vömmar standi undir þeim
væntingum sem búið er að skapa um þær og í þeim efnum er auðvelt að fara full geyst.
Um leið og innflutningsvemdin minnkar myndu rýr gæði tákna minni markaðshlutdeild, því
möguleikar okkar í að keppa í verði em litlir. Náum við hins vegar að halda meiri gæðum á inn-
lendu framleiðslunni en em á þeirri erlendu em líkur á að neytendur muni frekar velja þá inn-
lendu. Það er því mjög tímabært að leggja aukna áherslu á gæði. Möguleikar okkar á að ffamleiða
hágæða garðyrkjuafurðir em miklir, hvort heldur er í grænmeti, blómum eða garðplöntum.
Spumingin um gæði hefur ýmsar hliðar. Ytri gæði lúta ákveðnum flokkunarreglum, en það er
þó ekki sjálfgefið að flokkunarreglumar endurspegli mat neytenda á gæðum. Stöðugt má betrum-
bæta flokkunarreglumar. Mjög mikilvægir gæðaeiginleikar em bragð og ferskleiki og í þeim
efnum stöndum við sterkt. Einn mikilvægasti gæðaþáttur innlends grænmetis er að grænmetið er
nánast án leifa aðskotaefna. Akaflega lítið er um þungmálma í íslenskum jarðvegi, svo og í þeim
áburðartegundum sem við notum. Ennffemur höfum við miklu minni þörf fyrir notkun plöntu-
lyija við ræktunina miðað við ræktendur í suðlægari löndum. Plöntulyf eða vamarefni em bara
notuð þegar brýna nauðsyn ber til og er þá farið eftir mjög ströngum notkunarreglum. Á næstu
árum mun hreinleiki matvæla án efa skipa æ mikilvægari sess í huga fólks.
GÆÐASTJÓRNUN - ALMENNT
Mjög mikilsvert væri að unnin væri nákvæmari stefnumörkun varðandi búrekstur garðyrkju-
stöðvanna, annað hvort hver garðyrkjustöð íyrir sig og/eða sameiginlega. Við slíka stefnu-
mörkun þyrffi m.a. að taka mið af effirfarandi þáttum:
1. Greining á tiltækum mörkuðum.
2. Áform um gæðaeftirlit.
3. Áform um fjármögnun.
4. Áform um verktækni og vélvæðingu.
5. Áform um nýtingu mannafla og annarra auðlinda.