Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 46
38
Til að ná og viðhalda sem bestri samkeppnisstöðu þarf stöðugt að bæta þær vörur eða
þjónustu sem í boði eru. I hinni hörðu samkeppni eru gæði vörunnar mjög mikilvægur sam-
keppnisþáttur. Allir ræktunarþættir, umhirða, eftirlit og meðhöndlun ákvarða endanleg gæði
vörunnar. Til að ná góðri lokaafurð er mjög mikilvægt að vita hvað á að gera, hvemig á að
framkvæma verkið og að fullur vilji sé fyrir hendi að vinna gott verk. I þessum tilgangi er
mikilvægt að virkja alla starfsmenn íyrirtækisins. Líta má á gæðastjómunina sem stórt púslu-
spil, þar sem margir smáir bútar þurfa að vera á réttum stað til að unnt sé að ábyrgjast að
varan fullnægi settum kröfum um gæði, magn og tímasetningu.
Tilgangur þess að koma á gæðastjómun væri m.a.:
1. Koma á öguðu og skilvirku stjómunarkerfí.
2. Leggja grunn að því að hægt sé að fylgjast með frammistöðu garðyrkjustöðvarinnar.
3. Trvggja nevtandanum að afurðimar standist settar gæðakröfur.
4. Tryggja að frammistaða garðyrkjustöðvarinnar fari stöðugt batnandi.
Gæðastjórnun felur í sér að með góðu eftirliti á öllum stigum framleiðslunnar er unnt að
tryggja viðskiptavininum þá vöru sem um var samið. Með góðri skipulagningu, markvissum
aðgerðum og eftirliti er stuðlað að bættum rekstri og ömggari framleiðslu.
Gæðastjómun getur fækkað mistökum og þannig dregið úr kostnaði vegna mistaka. Mis-
tök kosta fjármuni. Eins og flestir hafa reynt, þá eiga mistökin sér oft stað þegar síst skyldi, á
óþægilegum tímapunkti þegar erfitt er að leiðrétta þau. Færri mistök auka andlega vellíðan og
auðvelda yfirsýn yfir það tímabil sem í vændum er. Til skamms tíma litið dregur úr til-
kostnaði með færri mistökum, því það kostar álíka mikið að framleiða gallaða vöm eins og
góða vöm. Til lengri tíma litið geta færri mistök aukið söluna, því góð vara selst ætíð betur.
í hugtakinu gæði felst m.a. að gera hlutina rétt frá byrjun, til að koma í veg fyrir sóun,
aukna vinnu og aukinn tilkostnað. Færri mistök draga úr kostnaði og auka hagkvæmni. Allir
geta gert mistök og smá mistök öðm hvom em bara eitthvað til að læra af. Hins vegar hefur
það óþarfa kostnað í fÖr með sér að gera sömu mistökin oftar en einu sinni. Gæðastjómuninni
er m.a. ætlað að koma í veg fyrir að sömu mistökin séu endurtekin. Segja má að góðir hlutir
náist með skipulagningu, en að þeir lélegu gerist af sjálfu sér.
Gæðastjórnun táknar i raun að miklu leyti bara góða búskaparhætti, þar sem unnið er eftir
ákveðnu kerfi sem byggir á heilbrigðri skynsemi. Alvarlegt vandamál innan garðyrkjimnar,
sem og víða annars staðar í íslensku þjóðfélagi, er hreinlega agaleysi, bæði gagnvart sjálfum
sér og öðmm. Meginmunurinn á því sem tíðkast víða í dag og gæðastjómun er skráningin.
Líta má á gæðastjómunina sem ákveðið verkfæri til að skilgreina og bæta það sem gert
er. Margt sem við lítum á sem venjulegt hættir til að verða sjálfvirkt eða að ákveðinni
„rútínu“, þannig að við missum sjónar á nýjum möguleikum og m.a. þess vegna er gæða-
stjómun af hinu góða. Með gæðastjómun er stuðlað að varðveislu og þróun auðlinda hvers
fyrirtækis, en auðlindir þessar geta t.d. falist í eigin kunnáttu og þekkingu, tæknibúnaði,
starfsmönnum o.fl. Áhugasamt og virkt starfsfólk vinnur betur og einn tilgangur gæða-
stjómunar er að stuðla að því að svo sé. Mikilvægt er að virkja starfsfólkið í að koma með
hugmyndir. I mörgum garðyrkjustöðvum er daglegur rekstur mjög háður einum aðila, sem
oftast er eigandinn sjálfur, en gæðastjómunin þyrfti m.a. að draga úr slíku.
Garðyrkjubændur ættu tvímælalaust að nýta sér þær góðu hugmyndir sem gæðastjómun
byggir á. Hins vegar ætti ekki að ætla sér of stuttan tíma til að koma henni á. Lykilatriði er
að gott skipulag ríki innan stöðvarinnar. Allir verða að vita hvers vænst sé af þeim og hvaða
ábyrgð hvíli á þeim. Þegar þetta er komið í rétt horf er unnt að velja úr þá þætti sem ætlunin
er að byrja á. Æskilegt er að byrja með einhvern þátt eða þætti sem ollu erfiðleikum á
síðustu árum, þ.e. einhvern þann þátt sem vitað er að mest er í að sækja. Þar má t.d. nefna