Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 47
39
áburðargjöf og vökvun, eða sjúkdóma og meindýr, en tiltölulega auðvelt er að byrja með
þessa þætti.
Þegar búið er að keyra kerfið um stund er viðbúið að það missi smám saman nýjabrumið.
Hætt er við að sú stund muni renna upp að allir séu mjög önnum kafnir, að einhverjir falli í þá
freistni að sleppa skráningunni og eftirlitinu þá vikuna. Það versta er að yfirleitt skeður ekkert
þó svo að 1-2 vikur líði, en áður en maður veit af þá er mánuðurinn liðinn og er þá mjög erfítt
að byrja upp á nýtt. Líklegast verða menn lítið varir við óvæntar uppákomur, en það er bara
tímaspursmál hvenær þau mistök komi upp sem gæðastjómuninni var ætlað að fyrirbyggja.
Gæðastjómun á að fúllnægja eigin þörfum viðkomandi, án þess þó að krefjast meiri út-
láta en viðkomandi er tilbúinn fýrir. Eftirfarandi upptalning gefur til kynna ýmsa þá þætti sem
gæðastjómun við ræktun grænmetis gæti tekið til: Skipulagning innan stöðvarinnar; ffam-
leiðslan (ræktunarþættir); innkaup; meðhöndlun; geymsla; pökkun og flutningur; tækni-
búnaður; sala; rekstur og viðhald; umhverfisþættir; starfsfólk og bætt gæði/flokkun. Einstaka
þættir í þessari upptalningu geta oft vegið misþungt og verið misjafnlega umfangsmiklir.
UPPBYGGING GÆÐASTJÓRNUNARKERFIS
Gæðastjómunarkerfið þyrfti ekki nauðsynlega að ná yfir allan reksturinn, a.m.k. ekki í byrjun.
Hugsanlegt er að byrja bara með ákveðið svið, t.d. ákveðna tegund eða ræktunarþátt, nokkuð
sem garðyrkjubóndinn yrði að ákveða sjálfur. Ef ætlunin er að byggja upp gæðastjómunar-
kerfi væri það hins vegar stór kostur að það næði yfír allan reksturinn. Uppbygging þess gæti
þó með góðu móti farið fram í smærri einingum í einu. Þar með væri auðveldara að halda
yfirsýninni yfir kerfið og með umfangi einstakra þátta.
Ábyrgðin á gæðastjómunarkerfinu hvílir ekki á einum aðila, heldur á öllum starfs-
mönnum garðyrkjustöðvarinnar. Allir eiga rétt á og bera skyldu til að fara eftir reglum gæða-
stjómunarkerfisins. Þar sem gæðastjómunarkerfinu er m.a. ætlað að varpa Ijósi á þau mistök
sem gerð era í stöðinni, er hugsanlegt að einhverjir líti á kerfið sem ógnun um að upplýsa
mistök og refsingu í kjölfarið. Því er mikilvægt að gera sem minnst úr mistökunum sem
slíkum, en nota þau í þess stað á uppbyggilegan hátt. Rétt er að fagna hverjum þeim mis-
tökum sem koma í ljós. Það er eini möguleikinn til að leiðrétta þau og koma í veg fyrir sam-
svarandi mistök síðar. Mikilvægt er að láta alla starfsmenn skilja að markmiðið með kerfinu
er að hjálpa öllum í sameiningu að leysa vinnuna betur af hólmi og auka arðsemi allra.
GÆÐASTJÓRNUN Á RÆKTUNARSTIGI
Gæðastjómun á ræktunarstiginu væri meginhlutinn af gæðastjómun hverrar garðyrkjustöðvar.
Hentugt gæti verið að skipta ræktunarstiginu upp í smærri einingar, eins og t.d.:
1. Ræktunarskipulagning: Lýsir þörf og skilyrðum ræktunarinnar.
2. Loftslagsstjórnun.
3. Vökvun og áburðargjöf.
4. Plöntuvernd.
5. Vaxtarstýring.
6. Gæðaeftirlit með afurðunum, að þær uppfylli gæðakröfur fyrir sölu.
7. Vinnulýsingar: Hvernig á að vinna verkið.
Flestar garðyrkjustöðvar era nú þegar með þessa þætti meira eða minna í ákveðnum far-
vegi. Hins vegar mætti í flestum tilfellum bæta þá umtalsvert og stuðla þar með að öruggari
ræktun og bættum árangri. Einn möguleikinn er að fara í gegnum alla þætti stöðvarinnar og
setja þá upp í ákveðið „módel“, þar sem tilgreind era markmið - áætlanir - ábyrgð - eftirlit
og skráning.