Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 49
41
1. Markmið: Markmiðið gæti verið að nota eingöngu lífrænar varnir.
2. Áætlanir: Sett er upp yfirlit yfir þá skaðvalda sem hætt er á að komi upp og hvenær hættan sé
mest á að þeir birtist. Á grundvelli þessa er unnið aðgerðarplan, þ.e.a.s. hvaða nytjadýrum skuli
dreift, hvenær og í hvaða magni. Ef ekki reynist mögulegt að fylgja settri áætlun, þ.e.a.s. verjast
skaðvöldunum á lífrænan hátt, þarf að liggja fyrir áætlun um hvað unnt sé að gera í staðinn.
3. Ábyrgð: Ákveða þarf hverjum skuli falið að leita skaðvaldanna með reglulegu millibiii og hver
skuli sjá um að panta nytjadýrin og dreifa þeim.
4. Eftirlit: Setja þarf upp ákveðið kerfi fyrir hvemig eftirlitið skuli ffamkvæmt. Þeim sem verkið er
falið skal dæma um stöðuna í plöntuverndinni, svo og þörfinni fyrir aðgerðir og panta t.d nytja-
dýr eftir því sem þörf krefur.
5. Skráning: Skráð er allt það sem í Ijós kemur í eftirlitinu og þær aðgerðir sem gripið er til, t.d.
þegar nytjadýrunum er dreift, í hvaða magni og hver framkvæmdi verkið.
Hafi maður nú unnið sig í gegnum fyrmefndar vinnureglur, í hveiju mætti þá vænta að
það skilaði sér?:
1. Búið gæti verið að ná markmiðinu um að nota eingöngu lífrænar varnir.
2. Búið er að útbúa ákveðið aðgerðarplan, sem gæti komið í veg fyrir óvæntar uppákomur.
3. Búið væri að efla ábyrgðartilfmningu starfsfólksins, þar sem skilgreindur vinnugangur Iiggur
fyrir, sem og skipting ábyrgðar.
4. Búið að skapa skilyrði fyrir vinnusparnað gagnvart óþrifum og hugsanlegri hreinsun vörunnar
fyrir sölu.
5. Búið gæti verið að efla gæði framleiðslunnar og styrkja ímynd stöðvarinnar út á við til lengri
tíma litið, sem ætti að geta skilað sér í aukinni og betri sölu.
6. Búið er með skráningunni að vinna góðan grunn til að vinna út frá í næstu ræktun.
GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MARKAÐSSETNINGU OG SÖLU
Oft mætti spyija sjálfan sig eftirfarandi spumingar: Hvort lifi ég af plöntunum eða viðskipta-
vinunum? Flest okkar hefðum fúlla þörf fyrir að beina athyglinni meira frá vömnni sjálfri að
viðskiptavininum, þ.e. að verða meira markaðssinnuð.
Segja má að prófíll sé það sem við segjum sjálf að við séum, en ímynd sé upplifun
annarra á þvi sem við erum. Hvom tveggja þarf að stemma saman. Ef ekki þá verður að vinna
markvisst að því að svo verði.
Mörg fyrirtæki em með breitt tegundaval, en vita allir hvar tekjumar liggja? Hve lengi
hafa menn efni á því að vera með tegundir i ræktun sem ekki skila hagnaði? Mikilsvert er
fyrir hvern og einn að setja upp einfalda markaðsáætlun fyrir garðyrkjustöðina, sem tekur mið
af stöðu þess og ímynd. í slíkri áætlun gæti verið ástæða til að taka mið af eftirfarandi at-
riðum:
1. Stöðulýsing: Hvar erum við stödd í dag?
2. Innra verklag og vinnuaðstæður.
3. Fjárhagsáætlanir.
4. Hæfni starfsfólks.
5. Markaðir: Nú og í framtíðinni.
6. Hver er besti viðskiptavinurinn?
7. Hvernig upplifa viðskiptavinirnir garðyrkjustöðina?
8. Mat og greining á samkeppnisstöðu.
9. Starfsáætlun.
Sala afurðanna er eins og gefur að skilja mjög mikilvæg fyrir hvaða garðyrkjustöð sem
er, en kaupendurnir em misjafnlega nærri stöðvunum eftir því hvemig sölumálunum er
háttað. I dag ríkir offramboð á flestum vörategundum stóran hluta framboðstímans og því er