Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 52
44
SKREF 2 - ENDING
Ending blóma er háð afbrigðum, en ending hvers afbrigðis er háð ýmsum þáttum í ræktun,
þroskastigi við uppskeru/afhendingu og meðhöndlun við uppskeru og til neytenda.
Til einföldunar verður hér einungis fjallað um þá þætti sem hafa áhrif á endingu af-
skorinna rósa.
í nýlegum hollenskum rannsóknum var könnuð ending eins rósaafbrigðis hjá 35 fram-
leiðendum. Mælingar fóru fram í garðyrkjustöðvum á umhverfisþáttum og skráðir voru verk-
þættir hvemig og hvenær þeir vom framkvæmdir.
Þeir þættir sem útskýrðu 45% breytileika á endingu afskorinna blóma voru rakastig, upp-
skeruþroski, hitastig síðasta hálfa mánuðinn fyrir skurð, þurrefni og köfnunarefni í blöðum.
Af þessum þáttum vógu loftraki og sveiflur á loftraka og uppskeraþroski mest. Hátt rakastig
eða sveiflur á rakastigi leiða til lélegri endingar. Aukinn uppskeraþroski, þ.e. 2-3 krónublöð
era farin að opnast þegar blómið er uppskorið, leiðir til betri endingar, sérstaklega að vetri, en
ef skorið er fyrr. Þessi niðurstaða gengur þvert á trú kaupmanna sem telja að vel þroskuð
blóm séu ofþroskuð og standi skemur. Um leið er þetta mjög jákvæð niðurstaða fyrir íslenska
garðyrkjubændur, því hæfilega þroskuð blóm verða frekar fyrir hnjaski í flutningum en lítt
þroskuð blóm.
Að lokinni uppskera koma aðrir þættir inn:
• Hitastig; því fyrr sem blómið er kælt niður í um 4°C því minna vatnstap, því minni öndun því
minni áhrif af ethylene.
• Safaspenna; því fyrr sem blómið nær að taka upp vatn því minna vatnstap.
• Gerlafjöldi; aukinn fjöldi gerla í vatninu eykur líkur á stöðvun vatnsupptöku. Ymis sk. end-
ingarefni draga úr fjölda gerla, auk þess að gefa blómunum sykrur sem þær geta nýtt til
öndunar.
• Ethylene, ethylene sem er náttúrulegt öldrunarhormón plantna, dregur úr endingu afskorinna
blóma. Þroskaðir ávextir mynda mikið magn af ethylene, en það myndast einnig við ófull-
kominn bruna (bílar og reykingar t.d.).
Mikilvægt er að rétt meðhöndlun blómanna sé tryggð í gegnum allt ferlið frá ffamleið-
anda til neytanda, því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar.
Uppsetning gæðastýringar á þessum ferli er auðveld í framkvæmd, en fræðsla til starfs-
manna á garðyrkjustöðinni, í heildsölunni og í blómabúðinni er lykilatriði.
í ræktuninni þarf að setja upp forskrift sem fara á eftir, setja verklagsreglur um uppskeru
og eftirmeðhöndlun, tryggja ábyrgð, leiðbeiningar, eftirlit og framkvæmd.
SKREF 3 - LEIT AÐ MEINDÝRUM OG SJÚKDÓMUM
Því fyrr sem uppgötvast sjúkdómar eða meindýr því auðveldara er að ráða niðurlögum þeirra.
Eftirlit eða leit getur verið tvennskonar, annars vegar leit sem er sérstakur verkþáttur, ffam-
kvæmd og ábyrgð á höndum eins aðila eða hins vegar á ábyrgð og undir leiðsögn eins aðila
en framkvæmd af öllum sem vinna að uppskerustörfum og annarri umsjón plantnanna. I
síðara tilfellinu, sem er hagkvæmara, þarf að þjálfa starfsfólk í að þekkja meindýr og sjúk-
dóma. Þeir skrá síðan hvað og hvar þeir fundu og sá sem ber ábyrgð lítur á það og gripið er til
viðeigandi vamaraðgerða. Slíkt innra eftirlit með meindýrum og sjúkdómum getur dregið
stórlega úr notkun varnarefna, ásamt því að hætta á uppskeratapi vegna erfiðra sjúkdóma eða
meindýra minnkar. I nefnd sem fjallar um eftirlit með meindýrum og plöntusjúkdómum hafa
komið fram hugmyndir um að þeir framleiðendur sem flytja inn plöntur verði að koma á innra
eftirliti með sjúkdómum og meindýram til að fá leyfi til að flytja inn plöntur.