Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 53
45
RfiÐUNflUTRfUNDUR 2000
Gæðasty ring í hrossarækt
Ágúst Sigurðsson
Bœndasamtökum lslands
INNGANGUR
Um allnokkurt skeið hefur verið rætt um nauðsyn þess að beita gæðastýringu í ríkari mæli í
íslenskum landbúnaði. Þetta fyrirbæri, sem sló fyrst í gegn í Japan um miðja 20 öldina, hefur
verið afar fyrirferðamikið í allri umræðu um nýmóðins rekstur fyrirtækja um langa hríð og nú
er komið að hrossaræktinni. „Hrossakjöt" hlýtur öllum að detta í hug þegar minnst er á Japan
og hross í sama vetfanginu. En þegar hugtakinu „gæði“ er bætt við þá flýgur um hugann að
líklega væri mun verðmætara að kenna Japönum að njóta hinna raunverulegu gæða íslenskra
gæðinga og selja þeim reiðhross í stað sláturhrossa. Þessi kæruleysislegi málflutningur á sér
þann tilgang að færa okkur að kjama þessa erindis sem er gæðastýrð hrossarækt, en ræktun ís-
lenska reiðhestsins snýst um gæði og aftur gæði.
í grein þessari er hugmyndin að segja frá þvi hvemig gæðastýringu verður við komið í ís-
lenskri reiðhestarækt með því að lýsa þeim skrefum sem þegar hafa verið tekin í þá átt, auk
þess að benda á ákjósanlegar framtíðarviðbætur.
GÆÐASTÝRING - GÆÐAVOTTUN
Flestar ffæðilegar útskýringar á því hvað felist í orðinu ,,gæði“ eiga sér það sammerkt að
áherslan er ávallt á neytandann og þarfir hans, þ.e.a.s. að gæði séu það sem viðskiptavinurinn
segi að þau séu. Galdurinn felst því í að skilgreina kröfur hans bæði í nútíð og framtíð.
Það sem hér er til umfjöllunar varðar markmiðssetningu fyrir greinina í heild sinni og því
nauðsynlegt að hugsa sér íslenska hrossarækt sem eitt stórt fyrirtæki þar sem ætlunin er að
koma á gæðastýringu. Sú leið sem valin hefur verið tekur að stómm hluta á ímynd íslenskrar
hrossaræktar með tilliti til trúverðugleika og vistvænleika, en auðvitað hvílir undir niðri að
stefna á aukna arðsemi og bætta stöðu gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Sú leið sem
farin verður að þessum sameiginlegu markmiðum er fyrst og fremst í gegnum nokkur af-
mörkuð þrep gæðavottunar.
STIG VOTTUNAR
Segja má að mikilvægt gæðavottunarkerfi hafí verið við lýði í íslenskri hrossarækt um langt
skeið sem er dómar kynbótahrossa. Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en tæki til gæða-
stýringar og er notað sem slíkt til aukinnar afurðasemi í gegnum ræktunarstarfíð, auk þess
sem trúverðugleiki kerfísins hefur verið notaður til verðmyndunar. Þetta má með góðri sam-
visku kalla alþjóðlegt gæðakerfi fyrir íslensk kynbótahross, enda viðurkennt sem slíkt af Al-
þjóðasamtökum eigenda íslenskra hesta (FEIF).
Sú aukna gæðastýring sem sem nú er verið að koma á í íslenskri hrossarækt miðar að því
að votta framleiðslu búanna sem vistvæna gæðaframleiðslu og tekur á þáttum sem lúta að
áreiðanleika ættemis og uppruna hrossanna, velferð þeirra og verndun landgæða. Fyrsta stig
vottunarinnar sem lýtur að ætt og uppruna er þegar komið til framkvæmda, en hin stigin tvö
koma til framkvæmda á þessu ári.