Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 54
46
/. Gieóa-Skýrsluhcild
Tilgangurinn með skýrsluhaldi i hrossarækt er fyrst og fremst að aðstoða hrossaræktendur við
að halda á tryggan hátt utan um allar mikilvægar upplýsingar um einstök hross í þeirra eigu
og mynda á þann hátt gagnagrunn sem unnt er að vinna úr frekari upplýsingar, sem síðan
nýtast hveijum og einum við ræktunarstarfið. Vel unnið skýrsluhald verður stöðugt mikil-
vægara þar sem kröfur um sönnun á réttmæti upplýsinga verða sífellt háværari meðal kaup-
enda íslenska hestsins. Gæðavottun á skýrsluhaldið er til að koma til móts við þessar kröfur,
en auðvitað einnig þeim sem hrossarækt stunda til hagsbóta. Folöld sem fæðast á árinu 1999
eru fyrstu gripirnir sem koma til skráningar í þessu nýja kerfi.
Skýrsluhald með gæðavottun eða gæðaskýrsluhald er i sjálfu sér ekki flókið fyrirbæri, en
það felst í því að þrenns konar skýrslur eru fylltar út og sendar inn til skráningar hjá hrossa-
ræktardeild Bændasamtakamia i ákveðinni röð og fyrir ákveðinn tíma.
a. Stóðhestaskýrsla (sendist inn til BI jyrir 31.12 áriö sem hryssan fékk).
Fyrsta stigið af þremur í gæðavottuninni er skýrsla sem umsjónarmanni stóðhests er falið að
fylla út, en þar koma fram allar þær hryssur sem hjá hestinum voru það tímabil sem um ræðir og
upplýsingar um ef hryssurnar voru sónaðar og niðurstaða niðurstaða þeirrar skoðunar.
Hrysseigandi getur einnig farið þá leið í framtíðinni að vera sjálfur með hefti með sk. fangvott-
orðum er liann fyllir út fyrir hverja hryssu sem hann leiðir undir hest og fá þessi vottorð undir-
rituð af umsjónarmönnum viðkomandi stóðhesta.
4. Fang- og folaldaskýrsla (sendist inn til Blfyrir 31. desember árið sem folaldið fceðist).
Hér er um að ræða þá hálfútfylltu skýrslu sem berst hrossaræktendum á haustin þar sem listaðar
eru allar hryssur búsins. Hér þarf að fyila inn hvort hryssa hefur kastað, hvors kyns folaldið er,
undan Itvaða hesti og einstaklingsnúmer þess. Þegar þessi skýrsla hefur síðan borist til B1 þá eru
upplýsingar um föður folaldsins samiesnar við stóðhestaskýrsluna (fangvottorðið) og ef það
stenst þá er öðru stigi í gæðavottuninni á skýrsluhaldið náð.
: Skýrsla um einstaklingsskráningu (sendist inn til BI fyrir 1. mars árið eflir að folaldið fceðist).
Lokastigið er síðan einstaklingsmerking folaldsins (frostmerking eða örmerking) og útfylling á
vottorði um einstaklingsmerkingu. Þegar um er að ræða folald í gæðavottuðu skýrsluhaldi þá
þarf einungis að skrá fæðingarnúmer, nafn og uppruna auk frost- og/eða örmerki á vottorðið.
Folöldin skal merkja þegar við móðurhlið, en menn hafa tíma fram í febrúar árið eftir að
folaldið fæðist til þess að merkja það og skila inn skýrslunni.
Ef að þessi þrjú þrep eru í lagi þá gefur hrossaræktardeild Bændasamtakanna gæðavottun
á ætternisfærslur fyrir þetta folald sem kemur m.a. fram á upprunavottorði þess ef til útflutn-
ings kæmi. Skýrsluhaldið hefur verið þátttakendum að kostnaðarlausu hingað til og verður
vonandi að sem mestu leyti hægt að bjóða upp á það áffam.
Ef upplýsingar um ætternisfærslur hrossa berast ekki eftir þeim farvegi sem rakinn er hér
áður er eina leiðin til þess að fá vottun að sanna ætternið með DNA-greiningu. Mun meira
umstang felst í þessari leið og örugglega meiri kostnaður emt sem komið er, hvað sem síðar
verður.
Til þess að ræktendur eða lirossaræktarbú geti óskað eftir vottun um vistvæna gæðafram-
leiðslu (Skýrsluhald-Landnýting-Heilbrigði) þurfa folöld búsins fædd árið á undan að hafa
hlotið gæðavottun á ætternisfærslur.
2. Gœúa-Landnýting
Annar af þremur hlutum vottunar um vistvæna gæðaframleiðslu lýtur að notkun lands með til-
liti til beitar. Þar er leiðarljósið að nýta landið en níða ei, og vottunin gengur út á að beitin rýri
elcki landgæði né hamli eðlilegri framþróun. Þessi vottun er unnin undir faglegri umsjón
Landgræðslunnar, en ábyrgðaraðili er viðkomandi búnaðarsamband. Framkvæmdin getur
verið á höndum héraðsráðunautar eða sérfræðings Landgræðslunnar. Mat á beitarþoli og
J