Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 55
47
ástandi landsins er byggt á viðmiðunum RALA og Landgræðslunnar um ástandsflokkun
lands. Þetta mat fer fram á tímabilinu 15. sept. til áramóta ár hvert og tekur til ræktaðs lands,
úthaga, afréttar og geymsluhólfa. Fullnægjandi gögn um landstærð, hrossafjölda og stað-
festingu á umráðum yfir landi þarf að liggja fyrir. Loftmynd eða landnýtingarkort er í flestum
tilfellum nauðsynleg grunngögn, en landnýtingaráætlun er æskileg. Grunnkröfurnar er
vottunina varða eru að ekkert beitiland falli í neðstu ástandsflokka. Undantekning er gerð
varðandi fómarsvæði vegna fóðurgjafa að vetri og geymsluhólf, enda sé þar ekki um varanleg
landspjöll að ræða og til viðeigandi ráðstafana brugðið til að bæta fyrir álagið. Þar sem um er
að ræða notkun á afrétti þá þarf sá afféttur að vera talinn hæfur til beitar að dómi Land-
græðslunnar til að vottun náist. Þar dugir ekki að heimalönd séu í lagi ef afréttur er ofbeittur.
Kostnað við þessa vottun ber hrossaræktandinn, en rétt er að minna á að kostnaðurinn er
mestur í upphafi, þ.e. þegar grunnbeitarþol og ástand landsins er kortlagt, en verður síðan
mun rninni í langflestum tilfellum þegar kemur að árlegu eftirliti. Eins verður eftirlitsvinnan
ódýrari eftir því sem betri gögn liggja fyrir í upphafi, t.d. landnýtingaráætlun.Vottunin nær til
eins árs í senn.
3. Velferd hrnssunna
Þessi hluti vottunarinnar um vistvæna gæðaframleiðslu tekur til heilbrigðisþátta og miðast við
að fóðurástand og almennt heilbrigði hrossanna sé með ágætum, enda því fylgt eftir með ker-
fisbundnu eftirliti. Mikilvægt atriði í þessu sambandi er að hrossin séu ormahreinsuð með
fullnægjandi hætti a.m.k. einu sinni á ári. Aðrir þættir sem fylgst er með er að fóðurástand sé
gott og hófar séu snyrtir eftir þörfum. Allir gripir hrossaræktandans (búsins) þurfa að standast
þessa heilbrigðisskoðun, nema í algjörum undantekningartilfellum þegar ófyrirséðir atburðir
koma upp á eins og meiðsl eða veikindi sem hægt er að skýra með öðru en beinni vanhirðu
eða vanrækslu.
Þetta eftirlit fer fram tvisvar árlega, haust og vor. Á haustin er gert ráð fyrir að farið sé vand-
lega yfir hvern grip m.t.t. fóðurástands og almenns heilbrigðis, en á vorin er um einfaldari al-
menna hjarðskoðun að ræða. Þetta eftirlit er framkvæmt af viðurkenndum dýralækni, en er í
urnsjá viðkomandi búnaðarsambands og kostnaðinn ber hrossaræktandinn.
FLEIRI ÞÆTT.IR
Það sem hér hefur verið greint frá nær til ræktunarhlutans og uppvaxtar gripanna, en mjög
ákjósanlegt væri að ganga aðeins lengra með gæðastýringuna og taka á úrvinnslu vörunnar,
þ.e.a.s. tamningunni. Sá þáttur er ákaflega mikilvægur í heildarferlinu, en aftur á móti nokkuð
flókinn í framkvæmd. Þarna þarf því að taka til hendinni. í þeim drögum að reglugerð sem
fyrir liggur er ekki gert ráð fyrir þessum þætti sem hluta af vistvænni gæðaframleiðslu, en ætti
að vera auðveit að bæta honum við þegar kröfulýsing og mótað vottunarferli liggur fyrir.
Áviimingurinn af gæðastýringu á tamningunni er örugglega mjög mikill. Þar liggur gæða-
ímyndin m.a. í því að framleiðslan sé jöfn að gæðum, þ.e.a.s. að með vottun sé unnt að stýra
því að tamningin skili lrrossum sem kunna skil á ákveðnum skilgreindum bendingum og
bregðist við utanaðkomandi áhrifum með sama hætti. Þama em einnig miklir möguleikar til
hagræðingar innan búa með gæðastýringu í tamningum, þannig að hinn takmarkandi þáttur,
vinnuaflið. nýtist sem best. Hér gætu opnast möguleikar fyrir einkaaðila á rekstri vottunar-
stofu líkt og dæmi em til urn í öðrum greinum.
Sú gæðastýring sem hér hefur verið lýst á eingöngu við um verðmætustu afurð íslenskrar
hrossaræktar sem eru reiðhross til Iífs. Gæðavottun á annars konar afúrðir sem falla til í
hrossarækt, s.s. hrossakjöt. má örugglega koma við á hliðstæðan hátt, en hefur ekki komið til
framkvæmda enn.