Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 57
49
RflÐUNflUTflfUNDUR 2C00
Gæðastýring í litlum matvælafyrirtækjum
Guðmundur Guðmundsson
Matvœlarannsóknum Keldnaholti
„Löngum var ég lœknir minn, lögfrœðingur, prestur... “
NOKKRAR SKILGREININGAR
Hvað er gæðavara? Ekki eru allir sammála um það og fer það eftir afstöðu hvers og eins.
Nejlandinn telur það gæðavöru, sem uppfyllir óskir hans og væntingar. Framleiðandinn skil-
greinir gæðavöru sem vöru sem er í samræmi við vörulýsingu. Innkaupastjórinn skilgreinir
gæðavöru sem vöru sem hefur bestu eiginleikana með tilliti til verðs. Sölumaðurinn kallar sína
vöru gæðavöru vegna þess að hún hefur einhveija eiginleika umfram vöru keppinautarins.
Fyrsta skilgreiningin, að „gæðavara uppfylli óskir neytandans“ er sú algengasta þegar
fjallað er um gæðamál.
Hvað er gæðaeftirlit? Það er formlegt eftirlit, þar sem eftirlitsstaðir eru skilgreindir og
niðurstöðumar eru skráðar niður. Þá er gjaman unnið eftir skriflegum vöm- og innkaupa-
lýsingum sem kallast gæðastaðlar. Gæðastaðlar hafa lengi verið til í margs konar framleiðslu
og iðnaði (uppskriftir).
Það að nota gæðaeftirlit til þess að tryggja að vara sé í samræmi við kröfur kallast gæða-
trygging.
Gæðastýring hefur verið skilgreind sem „allar aðgerðir stjómenda fyrirtækis sem miða
að því að tryggja framgang gæðastefnu fyrirtækisins". Hún nær yfir allt starf að gæðamálum í
fyrirtækinu, s.s. gæðaeftirlit, gæðatryggingu og umbætur.
Algengt er að skilgreina gæðastýringu á einfaldari hátt, sem „skipulögð og öguð vinnu-
brögð til þess að tryggja gæði“.
Stundum er sagt að gæðastýring hafi verið fundin upp af nokkrum Bandaríkjamönnum
um miðja öldina, en er það nú víst? Sennilega hafa skipulögð og öguð vinnubrögð fylgt
mannkyninu nokkuð lengi. Hitt er sjálfsagt rétt að saga gæðakerfa hefst á þessari öld. Ein
skilgreining á gæðakerfi hljóðar þannig: „Gæðakerfi er samansafn alls þess, sem tengist
gæðastýringu í fyrirtæki, svo sem gæðastefna, skipurit, flæðirit, skjöl, skriflegar leið-
beiningar, gögn og eyðublöð“.
Vottun á gæðakerfi einfaldar viðskipti. Með vottuninni er öðmm tilkynnt að fyrirtækið
hafi farið í gegnum ákveðið ferli. Það hafi sett upp gæðakerfi sem hafi verið tekið út og reynst
í lagi. Vottunin færir fyrirtækinu stimpil sem getur veitt því markaðslegan ávinning. Vottun
tryggir ekki gæði. Hún sýnir að fyrirtæki hafi komið sér upp ákveðnu stöðluðu skipulagi sem
getur verið til einföldunar í samskiptum við það. Ekkert nema prófanir á vörum fyrirtækis
geta leitt í ljós hvort þær uppfylla væntingar kaupenda.
KOSTIR OG GALLAR VIÐ LÍTIL FYRIRTÆKI
Flest fyrirtæki á íslandi era lítil hvort sem miðað er við veltu eða starfsmannaíjölda. Fyrirtæki
sem starfa í frumvinnslu landbúnaðarafurða era ekki aðeins lítil heldur oft á tíðum örsmá.
Árið 1998 vora 1606 sauðfjárbú á landinu og þar af vora 1476 með innan við 401 ærgildi.
Fjöldi starfsmanna á íslenskum býlum er iðulega einn til tveir.