Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 60
52
RRÐUNRUTRFUNDUR 2C0C
Bætt gæði - betri samkeppnishæfni
Hannes Hafsteinsson
Matvœlarannsúknum Keldnaholli
INNGANGUR
Afkoma framleiðenda byggir að miklu leiti á því hversu hátt verð þeir fá greitt fyrir fram-
leiðslu sína. Auk þess sem framleiðslukostnaður skiptir auðvitað miklu máli. Um framleiðslu-
kostnað mun ég ekki fjalla í dag en beina máli mínu að hinum tveimur lykilatriðunum sem af-
koman byggist á, þ.e. vilja neytenda og háu verði. Einkum mun ég fjalla um það hvemig
þessir þættir tengjast hugmyndum um gæði og hvemig Matra getur komið að þeim mála-
flokki.
Þegar skilgreina á gæði er það hinn endanlegi neytandi, sem er dómari og metur gæðin
eftir því hvort þau uppfylli væntingar hans og óskir. Margir þættir hafa síðan áhrif á afstöðu
neytandans. Má þar nefna aukna fjölbreytni af matvöm á markaðnum, aukin ferðalög
erlendis, uppeldisaðstæður o.fl. Eftir að neytandinn hefur síðan skilgreint hvað er gæðavara
þá er það krafa hans að viðkomandi vara sé alltaf eins. Öll frávik em yfirleitt neikvæð.
Vandinn sem framleiðendur landbúnaðarvara standa frammi fyrir hvað þennan þátt snertir er
sá að frá náttúrunnar hendi er yfirleitt mikill breytileiki á milli einstaklinga, sem orsakar síðan
breytileika í ýmsum þáttum er snerta gæði vörunnar. Með batnandi gæðum og meiri kröfum
neytandans breytist síðan viðmið neytandans þ.a. matvara, sem þótti gæðavara fyrir fáum
árum síðan getur í sumum tilfellum þótt varla boðleg í dag.
FERLI VÖRUNNAR
Neytandinn kaupir matvömna í flestum tilfellum af smásala. Gæði vörunnar tengir hann aftur
á móti nær undantekningarlaust við vinnsluaðilann. Ef neytandinn verður fyrir vonbrigðum
með gæði vörunnar þá tengir hann gæðin í fæstum tilfellum við frumffamleiðandann, einfald-
lega vegna þess að hann veit ekki hver hann er, hvað þá að hann tengi þau við smásalann eða
einhvern annan aðila, sem haft getur áhrif á endanleg gæði. Ýmsir þættir, sem áhrif hafa á mat
neytandans á gæðum ráðast strax hjá frumffamleiðandanum. Gæðin rýrna síðan í flestum til-
fellum eftir því, sem varan færist eftir ferlinu, sem dregið er upp á 1. mynd. Raunar eru til
dæmi um það að mest rýmun á gæðum verður í síðasta lið ferilsins, þ.e. í höndum smásalans.
Því miður er staðreyndin sú að eftir að gæðin hafa rýmað er ekki hægt að fara til baka í þessu
ferli, þ.e. það er ekki hægt að auka gæðin að nýju, eftir að þau hafa rýmað hjá viðkomandi
vöru. Það er einfaldlega ekki hægt að bakka.
Smásala
1. mynd. Almennt ferli fyrir vinnslu matvæla frá frumframleiðanda til neytanda.
Frumframleiðsla |Skurður |Frumvinnsla Geymsla Flutningur |Vinnsla jGeymsla |Flutningur
NEYSLAN
Þegar litið er á neyslu landbúnaðarvara hér á landi og hún borin saman við hin norðurlöndin
kemur í ljós að við drekkum mun meiri mjólk en nágrannar okkar en borðum minna græn-
meti. Vegna umfangs þessa málaflokks mun ég eingöngu fjalla um kjötafurðir að svo stöddu.