Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 61
53
Heildar kjötneyslan var svipuð árið 1996 hjá okkur og hjá Finnum, Norðmönnum og
Svíum en Danir borðuðu um 40 kg meira kjöt á mann á ári. Danir neyta alls um 105 kg af
kjöti á mann á ári á meðan hinar þjóðimar neyta um 62-68 kg. Þegar litið er á einstakar kjöt-
tegundir kemur í ljós að neysla okkar á nautakjöti er um 6 kg minni en á hinum Norður-
löndunum. Svínakjötsneysla okkar var árið 1996 10 kg minni en hjá Norðmönnum og 20 kg
minni en hjá Finnum og Svíum og 50 kg á mann minni en hjá Dönum. Neysla okkar á fugla-
kjöti var svipuð og hjá Norðmönnum, 2-3 kg minni en hjá Svíum og Finnum en innan við
helmingur af neyslu Dana. Hvað kindakjötið varðar skemm við okkur úr og borðuðum um 27
kg árið 1996 á meðan neysla Norðmanna var rúmlega 5 kg og Svía, Finna og Dana um og
undir einu kg á mann á ári.
Þegar litið er á þróun kjötneyslunnar hér á landi undanfarin ár kemur í ljós að neysla
nautakjöts hefur verið nokkuð stöðug eða um 12-13 kg á mann á ári, neysla fuglakjöts hefur
aukist sl. 15 ár úr 6 kg í tæp 10 kg. Á sama tímabili hefur neysla svinakjöts aukist úr 6 kg i
tæp 15 kg og neysla kindakjöts dregist saman úr 43 kg í 27 kg á mann á ári.
Þegar reynt er að spá 5-10 ár fram í tímann og reiknað með því að heildarkjötneyslan
haldist svipuð og tillit tekið til neyslu á hinum Norðurlöndunum má reikna með því kinda-
kjötsneyslan haldi áfram að dragast saman og mun hún sennilega verða um 15 kg á mann á
ári. Fuglakjötið mun sennilega verða um 10-12 kg, og svínakjötið um 20-25 kg á mann á ári.
HLUTVERK MATRA
Fari svo að neysla kindakjöts dragist saman á næstu 5-10 árum um 10-12 kg á mann á ári er
nauðsynlegt að vinna að því öllum árum að verð til frumframleiðenda á hvert framleitt kg
aukist til muna. Helst á slík hækkun ekki að vera miðstýrð heldur að stjómast af kröfum
neytandans um lúxus matvæli í hæsta gæðaflokki. Gæðastýring, rannsóknir og vöruþróun eru
allt atriði, sem skipta munu sköpum á næstu árum. Auk þess er það skoðun mín að nauðsyn-
legt sé að innleiða kerfi þar sem kjötið er rekjanlegt frá smásala til bónda. Auðvitað á að
umbuna vel fyrir vel unnin störf. Fjöldi neytenda er reiðubúinn að greiða mun hærra verð
fyrir kjöt, sem uppfyllir væntingar hans um gæði. I dag veit neytandinn harla lítið eða ekki
neitt um uppruna kjötsins, þegar hann stendur við kjötborðið í stórmarkaðnum. Hann veit ekki
hvort kjötið, sem hann er að fara að kaupa sé af lambi úr Strandasýslu eða hvort það hafi eitt
sumrinu í það að narta í leifar á öskuhaugum eitthvers sveitarfélagsins. Aftur á móti hafa
kaupendur á íslenskum fiski í Bandaríkjunum og raunar um allan heim getað komist auðveld-
lega að því í áratugi hver pakkaði fiskinum þeirra í hverja öskju fyrir sig.
Stöðugleiki í gæðum er mjög mikilvægur í hugum neytenda. Þegar neytandinn kaupir t.d.
forkryddað og marinerað lambakjöt telur hann sig vera að kaupa gæðavöru og vill að gæðin
séu alltaf þau sömu. Því miður er oft brestur á því að svo sé. Dæmi eru til um það að gæðin
hafi verið svo slök að það hefur komið í veg fyrir endurkaup neytenda á sama vörunúmeri.
Það er aftur á móti skoðun mín að ef hægt er að bjóða stöðug há gæði er þama svigrúm til
þess að hækka verð til kröfúharðra neytenda. Til þess að ná því markmiði er nauðsynlegt að
fram fari ítarlegar rannsóknir á þeim þáttum sem stjóma gæðum marineraðs lambakjöts.
Síðast liðið haust samdi starfsfólk Matra rannsóknaráætlun í samvinnu við Kristínu Kal-
mannsdóttur hjá Landssambandi sauðfjárbænda þar sem markmiðið var að auka þekkingu á
marineringu á lambakjöti og nota hana síðan til þess að bæta gæði vörunnar. Rannsaka átti
áhrif mismunandi íblöndunarefna og vinnsluaðferða á eiginleika lambavöðva svo sem á
meyrni, bragðgæði, útlit og geymsluþol. Niðurstöður rannsókna átti að prenta og koma til
kjötvinnslna og sláturleyfishafa. Sótt var um stuðning til verkefnisins hjá RANNÍS en því
miður fékkst hann ekki. Reynt verður að fjármagna verkefnið með öðrum leiðum.