Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 71
63
Fyrir jólin hefur verið heimilaður innflutningur á afskomum greinum af svokallaðri silki-
fum, en það er 5-nála fura með löngum, mjúkum nálum, m.a. af tegundunum Pinus strobus
og P. peuce. Hefur sá innflutningur numið um 4000 kg á ári undanfarin ár. Einnig hefur verið
heimilaður innflumingur á stórum rauðgrenitrjám (Picea abies). Er þar um að ræða gjafatré
frá vinabæjum erlendis, ásamt nokkrum til viðbótar er höfð em á torgum og við verslanamið-
stöðvar. Hefur sá innflutningur verið á bilinu 20-40 tré á ári. Engin undanþága hefur verið
veitt fyrir smærri rauðgrenitré.
Þegar reglugerð 189/1990 og bannlisti hennar, viðauki III (listi yfir plöntur sem bannað
er að flytja inn), tók gildi var tekið fyrir innflutning garðplöntustöðva á fjölmörgum trjá-
tegundum. Til að milda þau áhrif var ákveðið fyrst um sinn að veita undanþágu fyrir
hægvaxta garðfumr af tegundinni Pinus mugo, einkum fjallafuru (P. mugo var. mughus) og
dvergfum (P. mugo var. pumilio), en nokkur hefð var orðin fyrir innflutningi þeirra. A síðasta
ári vom fluttar inn rúmlega 2000 slíkar garðfurur.
Til að fá inn nýjar arfgerðir af þeim tegundum sem á bannlistanum standa hafa verið
veittar nokkrar undanþágur til þeirra er farið hafa í söfnunarferðir erlendis og hefur sá efni-
viður þá verið undir umsjón á opinberum stofnunum fyrstu árin. Einnig eru dæmi um að ein-
stakar garðplöntustöðvar hafi fengið að flytja inn til fjölgunar örfáa græðlinga af arfgerðum
sem eldd vom til fyrir.
Þegar trjávinnslufyrirtækið Aldin hóf rekstur á Húsavík árið 1996 var veitt undanþága til
innflutnings á trjábolum með berki af nokkrum þeirra trjátegunda sem bannað er að flytja inn
skv. viðauka III. Þessari undanþágu var síðan breytt árið 1997 og fallið frá innflutningi bann-
tegunda og einungis veitt undanþága frá kröfunni um heilbrigðisvottorð fyrir nokkrar harð-
viðartegundir; eik (Ouercus), hlyn (Acer) og kirsuberjavið (Prunus). Þessi undanþága var ný-
lega endurnýjuð í nafni íslensks harðviðar, þess fyrirtækis sem tók við rekstrinum af Aldin,
og sams konar undanþága einnig veitt fyrir ask (Fraxinus).
Framkvœmd eftirliis
1. tafla. Fjöldi vottorða (sendinga) er bárust Plöntu-
eftirlitinu árin 1998 og 1999.
Plöntueftirlit RALA fær upplýsingar um komu allra plöntusendinga þar sem heilbrigðisvott-
orðs er krafíst (sbr. 5. gr. reglugerðar 189/1990). Tollurinn á ekki að afhenda slíkar sendingar
nema vottorð séu árituð af RALA. Samkvæmt 8. gr. reglugerðar 189/1990 getur RALA í
vissum tilvikum veitt undanþágu frá kröfunni um vottorð, en þeirri stefnu hefur verið fylgt að
gera það eingöngu í þeim tilvikum þegar varan er ekki talin geta borið með sér hættulega
skaðvalda, en vottorðs er krafist vegna þess hvemig varan tollflokkast. Dæmi um þetta em
sáðgró og sáðmygla fyrir svepparækt, mosi sem þurrkaður hefur verið eða meðhöndlaður með
efnum og plöntur sem em dauðar og með-
höndlaðar með efnum svo þær haldist sem
ferskar væru. Reglugerð 189/1990 heimilar
í litlum mæli innflutning án heilbrigðisvott-
orðs (sjá 5. gr.). Er hér um að ræða plöntur
og plöntuafurðir sem farþegar í millilanda-
ferðum mega taka með sér og það sem
senda má milli landa í póstsendingum.
Innflytjendur senda vottorð til Plöntu-
eftirlitsins gegnum bréfsíma. Arið 1999
bárust þannig alls 1135 heilbrigðisvottorð
til samþykktar. í 1. töflu sést hvemig þau
dreifðust á afurðir árin 1998 og 1999.
Tegund innflutnings 1998 1999
Græðlingar og smáplöntur 224 294
Blómlaukar og rótarhnýði 148 149
Pottaplöntur 37 39
Garðplöntur, tré og runnar 39 41
Afskorin blóm og greinar 459 364
Jólatré og barrgreinar 45 51
Útsæðiskartöflur 10 7
Matar- og verksmiðjukartöflur 171 77
Mold 36 35
Lífrænar vamir 88 78
Samtals 1257 1135