Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 72
64
Áður en vottorð eru árituð er tekin ákvörðun um hvort sendingin skuli skoðuð eða ekki.
Sé hún ekki skoðuð er vottorðið áritað og sent innflytjanda aftur um bréfsíma. Tollurinn af-
hendir síðan vöruna út á þetta símbréf af árituðu vottorði, en krefst síðan frumrits við endan-
lega tollafgreiðslu. Áætlað er að um 4—5% sendinga séu skoðaðar og er það mest tilviljun sem
ræður hvaða sendingar eru skoðaðar, en einnig er oft fylgt eftir skoðun komi upp vandamál
með ákveðnar tegundir. Reynist sendingin ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru er henni
vísað frá og innflytjanda gefinn kostur á að endursenda vöruna eða láta eyða henni hér.
Ljóst er að þessi framkvæmd eftirlitsins krefst nánast 100 % viðveru hjá Plöntueftirlitinu.
Vottorð berast off stuttu áður en afhending þarf að eiga sér stað og varan er oft viðkvæm og
þolir elcki langa bið.
Fjármód
Með lögum nr 59 frá 15. maí 1990 um breytingu á lögum nr 51 frá 29. maí 1981 um vamir
gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum fékkst lagaheimild til að innheimta af öllum inn-
fluttum plöntum eftirlitsgjald að hámarki 2% af tollverði vörunnar. Eftirlitsgjald þetta skal
standa straum af kostnaði við eftirlit með innflutningi plantna. Með reglugerð nr 110 frá 24.
mars 1992 um innheimtu eftirlitsgjalds af innflutningi plantna var reynt að miða gjaldtökuna
við þá hættu fyrir innlenda ræktun sem af innflutningi viðkomandi vöru var talin stafa með
tilliti til sjúkdóma og meindýra og þar með þá áherslu sem leggja þyrfti á eftirlit með inn-
flutningi hennar. Þannig er ekkert gjald tekið af ávaxtategundum sem ekki eru ræktaðar hér á
landi. Af grænmetistegundum sem hér eru ræktaðar er tekið 1% gjald. Af plöntum og plöntu-
hlutum til framhaldsræktunar, afskomum blómum og greinum og kartöflum er tekið 2%
gjald. Tollstjórar annast innheimtu gjaldsins.
Samtals hefur þessi innheimta skilað 7-8 milljónum kr á ári til RALA undanfarin ár og
rennur sú upphæð öll til Plöntueftirlitsins. Eftirlitið fær ekkert af fjárlagafé stofnunarinnar til
sinnar starfssemi. Lítið svigrúm er til að auka tekjur af innflutningnum. Benda má á að aðfanga-
eitirlit á vegum landbúnaðarráðuneytisins fær af fjárlögum árið 2000 rúmar 13 milljónir kr.
Litið hefur verið svo á að eftirlit með garðyrkjustöðvum, sem reglulega flytja inn plöntur,
og útrýmingaraðgerðir vegna nýrra skaðvalda sem sleppa inn sé hluti af innflutningseftir-
litinu. Einnig má rökstyðja það að þegar kartöflumygla finnst ekki í landinu og nýtt smit hljóti
þá að koma með innfluttu útsæði þá sé mygluvakt einnig hluti af þessu eftirliti.
Auk eftirlits með innflutningi og útflutningi plantna annast Plöntueffirlitið einnig fram-
kvæmd reglugerðar nr 401 frá 1999 um kartöfluútsæði. Það starf hefur verið fjármagnað sér-
staklega með styrkjum úr Garðávaxtasjóði, sem er í vörslu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Útsæðisreglugerðin fellur vel að markmiðum Plöntueffirlitsins, því hún er verkfæri í barátt-
unni við m.a. hringrot og hnúðorm.
Við Plöntueftirlitið í heild eru unnin um 2,5 ársverk auk lítilsháttar aðkeyptrar vinnu. Við
eftirlitið starfa 3 starfsmenn; einn sérfræðingur og forstöðumaður, aðstoðarsérfræðingur að
hálfu leyti og rannsóknamaður. Vinna sem fellur undir innflutningseftirlitið nam árið 1999
alls um 1,4 ársverki. Erfitt er að aðgreina nákvæmlega kostnað við innflutningseftirlitið frá
öðru starfi Plöntueftirlitsins, en gróflega má áætla launakostnað kr 3.800.000, rekstrarkostnað
kr 2.000.000 og greiðslu fyrir aðstöðu kr 1.000.000.
.. Nvir" skaóvaldar
í 2. töflu eru listaðir þeir skaðvaldar sem eru hlutfallslega nýlega komnir til landsins og sem á
þessari stundu eru taldir það hættulegir að ástæða sé til að reyna að takmarka útbreiðslu þeirra
eða útrýma þeim. Þar á meðal er einnig kartöfluhnúðormurinn sem fannst hér fyrst 1953, en
hann hefur enn ekki náð neinni útbreiðslu hjá kartöflubændum og því talin full ástæða til að