Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 78
70
RRÐJNRUTRFUNDUR 2000
Samþætting ráðgjafastarfa og gæðastýringar
Sigurgeir Þorgeirsson
Bœndasamtökum Islands
INNGANGUR
Gæðastýring felur í sér glögga markmiðssetningu, markviss vinnubrögð, skráningu vinnuferla
og rekstrarþátta, reglubundið mat á árangri og áætlun um úrbætur. Sú stefna hefúr verið
mörkuð að ráðgjafaþjónusta bænda beini kröftum sínum í vaxandi mæli að því að aðstoða
bændur við að semja sig að háttum skipulegrar gæðastýringar, og er fundinum í dag ætlað að
undirstrika þá áherslu og fá fram umræðu um þá undirbúningsvinnu sem staðið hefur undan-
fama mánuði, annars vegar um handbækur fyrir gæðastýringu í einstökum búgreinum, sbr.
erindin hér að framan, en hins vegar um rekstrargreiningu og búrekstraráætlanir sem kynntar
verða hér á eftir.
Markmiðin eru skýr:
• Bættur rekstur, betri afkoma.
• Bætt vinnuumhverfi.
• Landnýting í sátt við náttúruna.
• Góð meðferð búfjár.
• Örugg framleiðsla á gæðaafurðum.
Allt stuðlar þetta að bættri ímynd landbúnaðarins og sterkari stöðu hans á sífellt harðari
samkeppni smarkaði.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að hér er um að ræða vinnubrögð sem setja æ sterkari svip
á landbúnað í nágrannalöndunum, og næsta víst má telja að í náinni framtíð verði ekki vikist
undan ýmsum þeim kröfúm, sem hér er fjallað um í dag, ef við ætlum að tryggja stöðu ís-
lenskra búvara, hvort heldur er á heimamarkaði eða erlendis. Má í því sambandi nefna að
Evrópusambandið hefur nýlega birt sk. „hvítbók" (white paper) sem boðar herta löggjöf og
nýja stofnun til að fylgja eftir ströngum kröfum um matvælaffamleiðslu, sem m.a. munu fela í
sér kröfu um rekjanleika afúrða „frá bónda til borðs “ eftir því sem við verður komið. Hið
nýja kerfi á að vera fullbúið á árinu 2002.
I þessu ljósi, og jafnfiramt þegar horft er til stöðu og afkomu í einstökum búgreinum,
hljótum við að reikna með því að þeir bændur einir sem ná að tileinka sér ný viðhorf og mark-
vissari vinnubrögð muni halda velli, og það er jafhffamt líklegt, ef ekki víst, að vilji ríkis-
valdsins til að styðja landbúnaðinn og veita honum vemd gagnvart óheftri erlendri samkeppni
muni mótast af þeim árangri sem næst i þessum efnum á næstu árum.
Þáttur ráðgjafaþjónustunnar verður afgerandi um það hvemig til tekst og á okkur öllum
hvílir sú ábyrgð að láta kerfið virka. Til þess þurfum við að vinna í takt hjá BÍ og búnaðar-
samböndunum, skipta verkum með skýrum hætti og leita samstarfs við aðrar fagstofnanir eftir
þörfúm.
GÆÐAHANDBÆKUR
Gæðahandbækur verða útbúnar á vegum BÍ. Byggt verður á skráningu upplýsinga í bú-
rekstrar- og ræktunarforritum BÍ og þau aðlöguð að reglum gæðastýringar (nota má önnur