Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 79
71
jafngild forrit), en það verður valkvætt hvort menn skrá upplýsingar í tölvu eða á samsvarandi
eyðublöð. Áhersla verður lögð á skráningu þeirra þátta sem mestu varða fjárhagslega í bú-
rekstrinum, en jafnframt verða handbækumar sniðnar að kröfum um vistvæna vottun sam-
kvæmt reglugerð, þannig að í þeim felist leiðbeiningar um hvað má og hvað ekki og öll
nauðsynleg skráning upplýsinga.
Færsla gæðahandbókar verður alfarið á höndum hvers bónda, enda er tilgangurinn fyrst
og fremst sá að skráning upplýsinga frá ári til árs nýtist honum við ákvarðanatöku í ljósi
reynslunnar, en þessar upplýsingar munu jafnframt styrkja grundvöll fyrir hvers konar
áætlanagerð í búskapnum.
Þáttur ráðunautar verður annars vegar að sýna mönnum fram á gildi þessara vinnubragða,
hvetja til þátttöku og koma mönnum af stað og hins vegar að veita ráðgjöf og vinna áætlanir á
grundvelli gæðahandbókar.
Að sjálfsögðu verður um frjálsa þátttöku að ræða og ekki reiknað með sérstöku eftirliti í
þessu sambandi, nema þegar um er að ræða vottun eða viðurkenningu á grundvelli gæðahand-
bókar eða tiltekin framlög sem byggjast á þátttöku.
BÚREKSTRARÁÆTLANIR
í umræðum um ráðgjafarþjónustu bænda eru menn almennt sammála um að skerpa þurfi
áherslu á einstaklingsráðgjöf, rekstrargreiningu og áætlanagerð í búskapnum.
Þetta er undirstrikað í samningi þeim sem gengið var frá í mars 1999 milli Bændasam-
taka íslands og ríkisvaldsins á grundvelli búnaðarlaga, en þar var m.a. samið um sérstakt fjár-
magn, 10 millj. króna sem skal greiðast búnaðarsamböndunum fyrir búrekstraráætlanir sem
uppfylla tilgreindar lágmarkskröfur og unnar eru samkvæmt samningum við einstaka bændur.
Um þetta segir frekar í 6. gr. samningsins:
„ Búrekstraráœtlun skal gera til 3-5 ára. Markmið hennar skulu vera tímasett og mæl-
anleg og um gerð hennar vera skrijlegur samningur milli bónda og leióbeiningamið-
stöðvar sem feli i sér reglubundna eftirjylgni ráðunautar. Aœtlunin byggi á greiningu á
rekstri viókomandi bús og taki til allra jjárfestinga og sem flestra rekstrarþátta í bú-
rekstrinum. Fagráð í hagfræði skilgreini lágmarkskröfur til búrekstraráætlana sem
búnaðarsambönd geta fengió framlög út á. “
í samræmi við þetta var fagráð í hagffæði skipað 15. mars 1999 og fengið strax það verk-
efni að skilgreina lágmarkskröfur og vinna að undirbúningi þeirra hjálpartækja sem nauðsyn-
leg eru fyrir rekstrargreiningu og áætlanagerð. Fagráðið hefur sett eftirfarandi lágmarks-
kröfur og vinnureglur um gerð búrekstraráætlana fyrir árið 2000.
• Þátttökuskilyrði
Þárttakendur skulu vera búsettir á lögbýli og vera félagsmenn í búnaðar- eða búgreinafélagi.
Gerður skal skriflegur samningur til a.m.k. 3ja ára, þar sem m.a. er lýst vinnufyrirkomulagi
verkefnisins. Með samningi fylgi kostnaðaráætlun.
• Rekstrargreining, markmiðasetning, áætlanagerð og eftirfylgni
Rekstrargreining skal gerð innan sex mánaða frá undirskrift samnings. Fylgt skal leiðbeiningum
Fagráðs í hagffæði um lágmarkskröfur.
Að lokinni greiningu eru rekstrinum sett markmið sem byggja m.a. á samanburðarupplýsingum
sem gefnar eru út árlega af fagráðinu og taka mið af gerð búrekstrar, stærð bús o.fl.
I Ijósi niðurstöðu rekstrargreiningar og á grundvelli markmiðasetningar er unnin áætlun fyrir
búið a.m.k. til næstu 3ja ára.
Á samningstímanum skal fara fram reglulegt mat á árangri og endurskoðun á settum mark-
miðum. Rekstraráætlun skal breytttil samræmis við það.