Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 80
72
1. Vinnutilhögun
Gerður er skriflegur samningur um rekstrarráðgjöf til a.m.k. 3ja ára. í framhaldi skal gerð stöðu-
greining til að meta rekstrarstöðu búsins og unnar tillögur til úrbóta. Gerð skal rekstraráætlun
sem markar þá stefnu sem tekin er í fjármálum. framkvæmdum og bættum rekstri.
Almennt skal búið vera í rekstri og ársvelta a.m.k. 1 milljón króna. Frá því má víkja sé um ný-
sköpun að ræða. Lögð ska! áhersla á að bókhald sé fært í viðurkenndu bókhaldskerfi, en það er
ekki sett sem skilyrði. Aðgangur skal vera að skattframtölum viðkomandi aðila.
Bóndinn hefur á sinni hendi alla ákvarðanatöku og ber ábyrgð sem rekstraraðili. Samskipti
skulu vera skráð til staðfestingar á framvindu verkefnisins og skulu skipulagðir samráðsfundir
vera haldnir a.m.k. tveir á ári.
2. Rekstrargreining
Niðurstöðutölur úr rekstri verða bornar saman við upplýsingar úr gagnagrunni búreikninga, þ.e.
„bestu, meðal og lakari bú“. Unnið skal með framieiðslueininguna mjólkurlítrar fyrir kúabú,
vetrarfóðraða kind á sauðfjárbúi, í ylrækt á fermetra, í loðdýrarækt á paraða læðu o.s.frv. Einnig
skulu reiknaðar kennitöiur rekstrar og efnahags (t.d. eiginfjárhlutfail, framlegð á einingu, fram-
legðarstig o.fl.). Búi, sem er til skoðunar, skal stillt upp til samanburðar við hlið hinna. Fagráð í
hagfræði gefur áriega út töflur til samanburðar.
Samanburður á framlegð (fyrir þá sem nota Búbót). Framlegð í hverri búgrein skal sett upp til
samanburðar við „bestu, mið og lökustu búin“. Fylgja skal sömu grundvallarreglum og í stöðu-
greiningu rekstrar og efnahags, þ.e.a.s. reiknuð skal út framlegð á mjólkurlítra, vetrarfóðraða
kind o.s.frv.
3. Markmidssetning og tillögur að bcettum rekstri
Setja skal fram skýr búrekstrarmarkmið sem eðlilegt er að taki breytingum eftir því sem verkinu
miðar áfram.
4. Valkvceóir þættir búrekstraráœtlunar
Við gerð stöðumats rekstrar og efnahags koma fram vísbendingar um veikleika og styrkleika í
rekstri búsins. í samráði við bóndann skulu valdir þeir þættir sem leggja skal megináherslu á við
tillögugerð um bættan rekstur.
Valkvæðir meginþættir áætlunarinnar eru Qórir:
• Bústjórn.
• Jarðrækt.
• Búfjárrækt.
• Gæða- og umhverfisstjórn.
Hverjum valkvæðum meginþætti fylgja undirþættir (1. mynd). Velja skal að lágmarki tvo undir-
þætti úr a.m.k. tveimur meginþáttum.
Tilgreindur ráðunautur skal vera ábyrðarmaður fyrir hverjum samningi.
5. Rekstrar- ogfjárhagsáœtlun
Við áætlanagerðina skal notað áætlanaforrit, sem hlotið hefur staðfestingu Fagráðs í hagfræði.
Lögð verður áhersla á að sýna tekjur og gjöld einstakra búgreina, þó svo að framlegðaraðferðin
verði grunnur að áætlun. Sundurliða skal að minnsta kosti fyrsta ár á áætlanagerðartímabilinu á
mánuði.
6. Acetlun sem lögó er fram
Þegar gerð búrekstraráætlunar er lokið skal hún undirrituð af bónda og ráðunaut. Áætlunin skal
endurskoðuð í Ijósi nýrra aðstæðna eða breyttra viðhorfa.
Það skal áréttað að í ferlinu er það bóndinn sem tekur lokaákvarðanir í öllu, sem varðar bú-
rekstraráætlunina og endanleg ákvörðun er ætíð hans. Aðilar geta hvenær sem er sagt upp
samningi skriflega.
Samþykkt á fundi Fagráðs í hagfræði 25. nóvember 1999.