Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 83
75
RRÐUXfiUTAFUKiDUR 2000
Rekstargreining á kúabúi
Gunnar Guðmundsson
Bœndasamtökum Islands
INNGANGUR
í kjölfar núverandi samnings bænda við hið opinbera um mjólkurframleiðsluna, fyrir tíma-
bilið 1998 til 2005, voru ytri starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar tryggð til lengri tíma.
Þegar samningurinn var gerður var afkoma kúabænda, samkvæmt niðurstöðum samantekinna
búreikninga hjá Hagþjónustu landbúnaðarins, afar slök og hafði verið svo um nokkum tíma.
Hins vegar sýndu niðurstöður búreikninga á kúabúum töluverðan breytileika í afkomu milli
búa. Hann gaf skýrt til kynna möguleika til hagræðingar í innri rekstri búanna.
Til að hagnýta kosti samningsins og reyna að styrkja afkomu kúabænda beindist athyglin
að því að hagræða í innri rekstri þeirra, - að greina reksturinn og freista þess þannig að draga
fram veikar og sterkar hliðar í búrekstrinum til þess að geta betur metið til hvaða hagræð-
ingaraðgerða skynsamlegast væri að grípa hjá hverjum og einum bónda. Segja má að þessar
aðstæður hafi kallað eftir aukinni áherslu á einstaklingsráðgjöf fyrir kúabændur.
REKSTRARGREININGARMÓDEL
í leit að hentugum verkfærum eða hjálpartækjum til að vinna að greiningunni varð til einföld
Excel-tafla, - samanburðarmódel, - sem byggði á niðurstöðum búreikninga frá hreinum kúa-
búum (yfir 75% heildartekna af nautgripum), sem komu til uppgjörs hjá Hagþjónustunni.
Búin voru flokkuð í þrjá flokka; þau sem höfðu hæstu, meðal og lægstu launagreiðslugetu á
innlagðan lítra. Þannig var á einfaldan hátt unnt að bera helstu tekju- og útgjaldaliði hvers bús
saman við meðaltöl áðumefndra flokka. Útkoman úr þeim samanburði, sem líta mátti á sem
einnota, gat auðveldlega gagnast til að meta reksturinn og átta sig á til hvaða aðgerða þyrfti að
grípa í rekstri búsins til að auka arðsemi þess, - lækkun gjalda eða að auka tekjumar. Tildrög
þess að velja launagreiðslugetu á lítra sem uppröðunarbreytu fyrir búin var sú að draga skýrar
fram (en framlegðin gerir) hvaðan tekjumar koma og í hvað þær fara.
Viðhorf bænda til nytsemi ,,módelsins“ voru fremur jákvæð. Hins vegar hefur notkun
þess meðal og fyrir bændur ekki að sama skapi náð útbreiðslu allstaðar á landinu. Með til-
komu markmiðstengdra ráðgjafarverkefna hjá búnaðarsamböndunum (Sunnuverkefni, Betri
Bú) virðist notagildi rekstrargreiningarinnar hafa aukist til muna. Bændur hagnýta sér þessa
einföldu ffamsetningu jafnt að því er varðar breytilegan kostnað í rekstrinum og, að sögn
héraðsráðunauta, ekki síður að þvi er varðar efnahagsreikning búanna, lánasafn og fjárhags-
stöðu.
REKSTRARGREINING - FORSENDA REKSTRARÁÆTLANA
I samningi bænda og hins opinbera um fjárframlög samkvæmt búnaðarsamningi er kveðið á
um að sérstöku fjármagni verði veitt árlega á samningstímann til að standa fyrir átaki í mark-
miðstengdri rekstrarráðgjöf og rekstraráætlanagerð fyrir bændur á vegum búnaðarsam-
bandanna. í þeim hugmyndum sem fyrir liggja um framkvæmd áætlananna er gert ráð fyrir að
rekstrargreining á búunum verði forsenda fyrir vali bóndans á aðgerðum og hann geri um þær
samning við viðkomandi búnaðarsamband.