Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 84
76
Til þess að styrkja rekstrargreininguna frá því sem var í upphafi hefur Fagráð í hagfræði
lagt til að álierslum í framkvæmd hennar verið breytt nokkuð. Markmið breytinganna er
einkum að greiningin beinist meir að hreinum rekstri búsins. Því er ýmsum reiknuðum út-
gjaldaliðum sleppt. Fagráð í hagfræði hefur gert tillögur um eftirfarandi greiningu og
breytingamar eru þessar helstar;
• Samanburðargrunnurinn nú er 120-130 kúabú sem koma til uppgjörs hjá HL. Þau eru valin
þannig að yfir 90 af hundraði búgreinatekna á búunum komi frá nautgripum og ársframleiðsla
mjólkur sé yfir 50 000 lítrar. (Áður voru öll kúabú með yfir 75 af hundraði heildartekna af naut-
gripum, - 1997 voru þau um 160). Endanlegur fjöldi búa í samanburðargrunninum effir að þau
minnstu hafa verið felld út er 102.
• Röðun búanna nú byggir á „hagnaði fyrir laun eiganda", þ.e. vergum þáttatekjum á innlagðan
lítra að viðbættum öðrum búgreinatekjum umreiknuðum yfir í lítra. Aðrar búgreinatekjur eru
umreiknaðar í lítra mjólkur með því að deila í tekjurnar með kr 60. Búin eru síðan flokkuð í
„Hæstu“, „Meðal“ og ,„Lægstu“ (miðað er við að í hverjum flokki sé um 10-15 af hundraði úr-
taksins). í fyrstu var röðunin byggð á launagreiðslugetu á innlagðan mjólkurlítra. Aðferðin við
gerð samanburðargrunnsins nú þýðir að eítirtaldir útgjaldaliðir hafa ekki áltrif á röðun búanna í
samanburðargrunninum;
• fyrningar,
• fjármagnskostnaður,
• greidd laun og launatengd gjöld,
• fasteignagjöld,
• aðrar tekjur (aðrar en af nautgripum).
• Beingreiðslur (vegna mjólkur) koma fram sem sérstakur liður, m.a. til þess að greina betur áhrif
mikilvægra breytiþátta á verðlagningu og greiðslur fyrir mjólk (prótein, C-greiðsla, álags-
greiðslur).
• Rafmagn og hitaveita (hálffastur kostnaður) er fært hér meö breytilegum kostnaði.
• Ennfremur koma nú fram sem sérstakir Iiðir;
• rúlluplast og garn,
• lyf og dýralækningar,
• rúllupökkun og jarðvinnsla, og
• búnaðargjaldið
• Launatengd gjöld og tryggingagjald er nú flokkað undir „Tryggingar og skatta“.
Eins og áður segir er rekstrargreining á kúabúum forsenda reksfraráætlana sem notið geta
styrks af fé í samningi samkvæmt búnaðarlögum. Rekstrargreiningin er þannig frágengin að
landbúnaðarframtal nægir sem grunnur upplýsinga um reksturinn. Hér gildir þó að því
traustari rekstrarupplýsingamar því ábyggilegri verður greining rekstrarins. í 1. töflu má sjá
samanburð búflokkanna og aðgreiningu í helstu liði tekna og gjalda. Umtalsverður munur
kemur fram á milli flokkanna, einkum að því er varðar kostnað, en munur tekna á lítra er ekki
mikill. Munur á milli hæstu og lægstu búanna í breytilegum kostnaði á lítra er tæpar 10 kr,
hæstu búunum í vil, og launagreiðslugetan á ffamleiddan lítra er tæpum 16 kr hærri.
í efnahagsreikningnum er munur skammtímaskulda milli búflokkanna óverulegur, en í
langtímaskuldum eru munurinn töluverður.
SAMANTEKT
Hér er gerð grein fyrir aðferð til að greina veikar og sterkar hliðar í rekstri á kúabúi. Rekstrargreiningin er íýrst
og fremst hugsuð sem aðgengilegt tæki fyrir kúabóndann til að meta sinn rekstur í samanburði við uppgjör
Hagþjónustu landbúnaðarins á búreikningum frá hreinum kúabúum. Ennfremur er hún forsenda fý'rir víðtækri
rekstraráætlanagerð í landbúnaði/nautgriparækt, sem verið er að hrinda í ffamkvæmd á vegum Bændasamtaka
íslands og búnaðarsambandanna á þessu ári.